6.1.2010 | 11:27
Treggáfaður lagaprófessor???
Það ætlar enginn að breyta ICEsave lögunum eftir á. Það eru bretar sem slíkt gera, að breyta lögum eftir á eins og þeim þóknast.
En það er liðin tíð, bresk herskip ráða ekki heimshöfunum, slíkt gera aðeins Sómalskir sjóræningjar, og þá mjög litlum hluta heimshafanna. En vald breta nær aðeins út að 3 mílum, nema náttúrlega þar sem Bandaríkjamenn leyfa þeim að ráða pínulitið, eins og yfir einni skrifstofubyggingu í Barsa fyrir nokkrum árum.
En íslenska þjóðin mun fella núverandi ICEsave lög á afgerandi hátt. Þetta skilja allir, nema þeir allra, allra, allra treggáfuðustu, svo og aumingja, aumingja, aumingja, aumingja vesalings unga fólkið í VG.
En síðast þegar ég vissi þá var Eiríkur Tómasson framsóknarmaður.
Hvað er að manninum eiginlega???
Og er hægt að vera lagaprófessor í kennslu, ég veit að það er hægt að vera fyrrverandi lagaprófessor með til dæmis minniselliglöp, og skilja ekki þá einföldu staðreynd að alþjóðasamningar eiga að byggjast á lögum og reglum sem um málið gilda, ekki á kúgun og yfirgangi?
Og ef það er ágreiningur um túlkun þessara laga og reglna, þá eigi réttbærir dómsstólar að skera úr um ágreining, ekki kúgun og yfirgangur.
Veit lagaprófessorinn til hvers ESA og EFTA dómsstóllinn eru??? Eða hefur hann kannski ekki lesið EES samninginn. Trúði hann bara Svavari þegar hann fullyrti að svona væri EES samningurinn, því bretar hefðu sagt honum það?????
"Eiríkur segir að það sé ekkert launungarmál að rætt hafi verið um það innan stjórnkerfisins að hugsanlega sé hægt að endursemja um Icesave-skilmálana síðar."
Og ber þessi setning merki um alvarlegan fávitahátt innan stjórnsýslunnar eða hefur Eiríkur heyrt vitlaust??????
Þú skrifar upp á skuldabréf sem þjóðin ræður ekki við ef illa fer, en þú gerir það með þeim formerkjum, að alltaf sé hægt að tryggja eftirá.
Hafa þessir menn ekki séð auglýsingarnar þar sem þar er fullyrt að þú tryggir ekki eftir á.
Jafnvel þó þú sért flón, þá er það ekki forsenda fyrir eftirá tryggingu.
Hvað er eiginlega að þessu liði sem þjóðin treysti fyrir fjöreggi sínum?????
Er allt þetta lið ættað frá bænum Mols á Jótlandi????
Ekki eru þetta Hafnfirðingar, það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Erfiðara að taka upp samninga eftir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:52 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 216
- Sl. sólarhring: 875
- Sl. viku: 5947
- Frá upphafi: 1399115
Annað
- Innlit í dag: 182
- Innlit sl. viku: 5037
- Gestir í dag: 177
- IP-tölur í dag: 174
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.