Hvílíkur hroki gagnvart forseta lýðveldisins.

Össur og ríkisstjórnin ætlar "að lágmarka skaðann".

Hvaða skaða veldur það þjóðinni að hún fái sjálf að skera úr því hvort ríkisstjórn landsins sé heimilt að brjóta stjórnarskrá landsins, brjóta samninginn um EES, brjóta mannréttindasáttmála sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig að fara eftir, og semja við breta og Hollendinga um uppgjöf í ICEsave málinum.

Forseti Íslands er verndari stjórnarskrárinnar og hann treysti sér ekki til að svívirða embætti sitt á þann hátt að samþykkja hinar ólöglegu skattgreiðslur til bretanna.

Og vissulega er það skaði fyrir breta en hver gefur Össur rétt til að vinna í þeirra þágu?????

ERum við ekki að tala um utanríkisráðherra Íslands????

Og hverjum lýtur sá maður, bresku drottningunni, eða forseta íslenska lýðveldisins???

Það skiptir ekki máli hvort Össur taldi sig vera gera rétt með samningi sínum við breta.  Forseti Íslands hefur kveðið upp úrskurð, og honum ber ríkisstjórn Íslands að hlýða.

Eini skaðinn í málinu er sá skaði sem viðbrögð ríkisstjórnarinnar hefur verið í þessu máli.

Og sá skaði er alvarlegur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Rætt við alla sendiherra og AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála: Og það er spurning hvort þessi ríkisstjórn er- eða hefur nokkru sinni verið fær um að verja málstað þjóðarinnar á erlendri grund. Reyndar gengur svona ræfildómur fram af mér. Að ekki sé talað um þau viðhorf til lýðræðisins sem að baki liggja.

Og undarleg finnst mér vera sú umræðuskekkja að Ólafur hafi hafnað þessum samningi eða yfirleitt viðrað nokkra skoðun á honum. Það gerði hann auðvitað aldrei. Hann einfaldlega brást við með því að samþykkja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá sem valdhafar hafa ævinlega litið hornauga.

Tveir alþingismenn tóku þá ákvörðun að lýsa yfir við atkvæðagreiðslu að þeir beindu þessum gerningi til forsetans!

Hvað er svo fólk að hamast við að krefjast ákvæðis um þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskrá með skýrari ákvæðum en nú eru?

Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Ég vissi að sá dagur kæmi, að við myndum segja "sammála" við hvorn annan, og það geri ég hér með.

Þín umfjöllun fyllir vel upp í það sem ég var að reyna að koma á framfæri.  

Ef Íslendingar hefðu sjálfir haldið á málum, þá væri löngu komin sátt í ICEsave deiluna.  

Og sú sáttin byggðist á lögum og reglum Evrópusambandsins, og væri uppkveðin af réttarstofnunum EES.  Ég óttast ekki þann úrskurð, en ef vafinn félli á okkur, þá yrði samið við bretanna eftir ákvæðum alþjóðalaga, kennd við Vín.

Lögleysan í heiminum féll við fall Nasismans.  Og núverandi vinnubrögð breta og ESB er draugagangur frá þeim tíma.  

En drauga á að kveða niður og lög og reglur eiga að gilda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 345
  • Sl. sólarhring: 758
  • Sl. viku: 6076
  • Frá upphafi: 1399244

Annað

  • Innlit í dag: 293
  • Innlit sl. viku: 5148
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband