6.1.2010 | 10:12
Breskir heiðursmenn halda fram málstað íslensku þjóðarinnar.
Á Íslandi fara fjölmiðlamenn allra fjölmiðla, nema Morgunblaðsins hamförum gegn þjóð sinni.
Forseti okkar er níddur niður í leiðara DV, sem reyndar er hrós fyrir allt sómakært fólk því enginn vill jákvæð orð frá ritsóðum. Það er greinilegt að Hreinn Loftsson vill aðeins inngrip forsetavaldsins þegar það hentar auðmönnum, ekki þegar lífshagsmunir þjóðar vorar eru í húfi.
Ríkisfjölmiðlarnir hafa einskorðað umfjöllun sína við að vitna í andstæðinga þjóðarinnar og taka viðtöl við innlenda Leppa breta á Íslandi. Umfjöllunin þeirra er sem fyrr, hótanir, lygar, blekkingar.
Fagleg umfjöllun, framsetning staðreynda málsins og greining á lygum og blekkingum andstæðinga þjóðarinnar, allt þetta er framandi starfsmönnum Ruv.
Steininn tók úr í morgun þegar mesti rugludallurinn, af mörgum góðum, Guðmundur Ólafsson fékk að níða forseta þjóðarinnar í beinni á Morgunútvarpinu í morgunn. "Menn halda fram, mér er tjáð, það er sagt"; Það vareins og Gróa á Leiti væri komin í viðtal. Og hvert var aðaltromp Guðmundar????
Það að Ólafur hafi vísað ólöglegum samningi bretavina til þjóðarinnar, eins og honum er fullkomlega heimilt, það getur orðið til þess, að sögn, að ICEsave innheimta breta og Hollendinga gæti tvöfaldast, jafnvel þrefaldast, og jafnvel þyrfti íslenska þjóðin að greiða alla ICEsave skuldina, allt vegna þess að þjóðin ætlar að hafna hinum sanngjarna samningi sem ríkisstjórn Íslands náði við bresk stjórnvöld. "Já, er það", var það eina sem Freyr Eyjólfsson gat stundið upp.
Þó ekki sé mikið á milli eyrnanna á þeim ágæta manni, þá er það svívirða að verstu gerð, hið fullkomna brot á landráðakafla hegningarlaganna, að beinum lygum sé útvarpað svona yfir landslýð.
En þó ekki sé farið eftir lögum og reglum á Íslandi í ICEsave deilunni, þá gilda lög í heiminum. Það labbar enginn fjármálaráðherra í fjárhagserfiðleikum yfir í eitthvað sendiráð og krefst þess að viðkomandi ríki borgi, af því bara.
Landsbanki Íslands var einkafyrirtæki, þar að auki hlutafélag. Og mörg hundruð ár hefur það verið skýrt í lögum um allan vestræna heim, að skuldir einkaaðila, eru skuldir einkaaðila, ekki samlanda þeirra. Og þar að auki þá er hlutafélög með takmarkaða ábyrgð, það greiðir skuldir sínar með eignum sínum, en eigendurnir eru ekki krafðir um greiðslur á því sem upp á vantar.
Ábyrgð eiganda takmarkast við það hlutafé sem þeir lögðu í hlutafélagið, skiptir ekki máli þó eigandinn sé einkaaðili eða opinber aðili, skuldir umfram eignir falla niður.
En í ríkisútvarpi allra landsmanna, fær þekktur rugludallur, á besta útsendingartíma, allan þann tíma, án mótmæla dagskrárgerðarmanns, sem hann þarf til að ljúga því að allar skuldir einkabanka geti fallið á íslensku þjóðina, bara vegna þess að hún hafnar núverandi náð breta.
Þetta er svívirða og þetta eru landráð en auðvitað látum við þetta viðgangast, því við erum svo smá og fámenn, og einhverjir þurfa að hugsa um hag breta.
En þetta segja Breskir heiðursmenn um ákvörðun forseta Íslands:
"Íbúarnir á Íslandi, einu friðsælasta landi heims, hafa með stuðningi forseta síns fundið viðeigandi kurteisa og hófsama leið til að lýsa andstöðu við að þurfa að leggja fram háar fjárhæðir til að greiða fyrir hroka og græðgi annarra. Þeir hafa rétt fyrir sér"
Tími aðals og höfðingja er liðinn.
Það er liðin tíð að réttindalaus almenningur greiði skuldir höfðingja sinna.
Þeirri tíð lauk á Bessastöðum kl 11.00 þriðjudaginn 5. janúar 2010.
Hafi forseti Íslands þökk fyrir að standa með þjóð sinni.
Kveðja að austan.
Kurteis og hófstillt mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 15:17 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók vel eftir þessum mun á milli netmiðlanna visi.is og mbl.is
Alveg hreint ótrúlegt hvað visir og þá hinir miðlarnir sem þú nefnir hlaupa upp á nef sér í slagtogi við spunaliðið til að vinna gegn þjóð sinni sem hefur sjaldan verið jafn sameinuð í einhverju máli og nú.
Carl Jóhann Granz, 6.1.2010 kl. 10:19
Gagnleg og réttmæt skrif hjá þér Ómar - Hafðu þökk fyrir.
Benedikta E, 6.1.2010 kl. 10:37
Takk fyrir innlitið, kæra fólk.
Já, þetta eru ótrúleg vinnubrögð.
Þó er einn mjög stór munur þar á, Ruv er í almannaeigu, en hinir í eigu auðmanna og þjóna óskum þeirra. En Ruv á fyrst og fremst að gæta hlutleysis og vera upplýsandi í umræðunni, ekki flytja trölla og draugasögur.
Og það er ekki frétt að fjárkúgari og fantur emji, þegar fantaskap hans eru settar skorður, hvað þá ef hann er hræddur um að velskipulögð fjárkúgun fari út um þúfur því fórnalamb hans leitar til þeirra sem gæta laga og réttar.
En fréttin er hvað okkar þjóð varðar, að það skyldu finnast fréttamenn, á launum hjá þjóðinni, sem endurvörpuðu þessu væli. Af hverju útvarpa þeir ekki beint úr fangelsum landsins, öllu því væli sem dæmdir ofbeldismenn gætu vælt úr úr sér um óréttlæti heimsins, og ósanngirni forseta Íslands í garð stéttbræðra þeirra?
Og þessum handabakarvinnubrögðum þarf að svara af fyllstu hörku.
Það er engin elsku amma, þegar framtíð barna okkar er annars vegar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 12:36
Now you should look up the responsibilities of a Government, regarding investment guarantee, regardless of wether a bank is private or not. Putting your head in the sand and convincing yourself "It´s not true...It´s not true", is not going to make international rules disappear....sorry...Your Government issued Guarantees and reiterated them several time......."IceSave is safe and deposits guaranteed by the Icelandic Government" in half page advertisements!." At no time was IceSave under UK durisdiction, although they did warn the Icelandic Government several times as to what was happening.
The icelandic government also fully compensated all Icelandic investors...You can´t do that! You cant say to an Icelander "We are not going to pay people from Kopavogar "Utibu" and London "Utibu", we are only going to pay people from Reykjavik "Utibu"
All the "big bad UK" and the "Nasty Dutch" want is for the Nice Icelandic Government to pay the guaranteed amount. The British and the Dutch Tax payer have already paid back the amounts above the guaranteed insured amount. Iceland does not have to pay that. Your Government has to pay up to the guaranteed amount......If the Icelandic Government wants to take that money from the Icelandic Tax payers and not the bandits that caused it..(Including all those who bought big jeeps they couldn´t afford) then that is their perogative..............................It is not rocket science...Really
Fair Play (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:22
Góður pistill. Eins og talað frá mínu hjarta.
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:41
Takk Benóný.
Og blessaður aftur Feri minn. Leitt að ég skyldi ekki sjá þig fyrr.
En sorrý Stína, ég les ekki útlensku, og get því ekki tjáð mig um orð þín.
Ég er sko úr sveitinni, þú skilur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.