Rangfærslur, sem vel skrifandi enskumælandi íslendingur þarf að leiðrétta.

Því ekki gera fulltrúar  bresku drottningarinnar í ríkisstjórn Íslands það.  Þeir ljúga skuldinni upp á þjóð sína, og bæta í þar sem breta þó hafa sómatilfinningu að draga úr.

Tökum helstu rangfærslurnar fyrir á hundavaði, fólki til glöggvunar.

"Hann segir að Íslendingar hafi gert innrás á fjármálamarkaði eftir að íslensku bankarnir voru einkavæddir. Íslensku bankarnir hafi boðið viðskiptavinum sínum háa vexti"

Hugmyndafræði hins innri markaðar EES gerði ráð fyrir að fyrirtæki störfuðu óháð heimalandi.  Það er grunnhugsun í reglugerð ESB um fjármálamarkaði og tilskipun ESB um innlánstryggingar er til að samræma tryggingarkerfi aðildarríkja og til að taka alla ríkisábyrgð út úr því kerfi.  Að kalla framkvæmd þessarar hugsunar, innrás, er sett fram til að blekkja.  Það er líka rangt að fullyrða að starfsemi íslensku bankanna hafi byggst á því að bjóða hávaxtareikninga, það var aðeins gert undir lokin þegar hin alþjóðlega lausafjárkreppa fór að bíta.  Og það reyndi aldrei á hvort bankarnir stæðu undir þessum vöxtum, hin alþjóðlega bankakreppa felldi þá áður.

Og blaðamaður Wall Street Journal ætti manna best að vita hvar þessi kreppa byrjaði, og hvað kerfi það var sem brást.  Það var bandaríska módelið sem kennt var við Wall Street.  Nú þegar hafa yfir hundrað og fimmtán bankar fallið í Bandaríkjunum, þrátt fyrir risavaxna aðstoð bandaríska ríkisins.  Og þeir hafa skilið eftir skuldir um víða veröld.  En til dæmis þá borgar útibú Landsbankans í London, Heritable, upp allar sínar skuldir, þó  það hafi verið fellt  á svívirðilegan hátt af breskum stjórnvöldum.  Eins er Kaupþing Singer  að koma vel út úr sínu gjaldþroti.  Sama sögu er ekki að segja af bandarískum bönkum.

En ICEsave féll vegna þess að það var netbanki, og þeir eru ótryggasta innláns form sem til er.  Fall Glitnis var fall ICEsave, eignarhald og staða þeirra reikninga hafði ekkert með það fall að gera, það féll allt sem fallið gat haustið 2008, þar á meðal allir stærstu bresku og bandarísku bankarnir.  En munurinn fólst í að dvergríkið Ísland gat ekki verið bakland sinna banka í erlendum gjaldeyri. 

Að koma þeirri söguskoðun að fall okkar hefi verið sérstakt er meiri lygi en þeirra snoðinnkolla sem trúa því að vissar búðir í Póllandi hafi verið sumarleyfisbúðir.  Eina sérstaða okkar var sú víðáttuvitleysa að telja að bankakerfi, margfalt þjóðarframleiðslu, hefði bakland í almannafé.

"Hann segir að bresk stjórnvöld hafi tekið Icesave reikningunum fagnandi þegar vel gekk og ekkert gert til þess að fylgjast með þeim."

Bretalygi, sett fram eftir  á til að þvo hendur sínar.  En þvottavatnið er úldinn lygavaðall, breska fjármálaeftirlitið var með strangt eftirlit á íslensku bönkunum, og átti að gera það samkvæmt reglugerð ESB um fjármálamarkaði.

 "Enda hafi þeir einungis endurgreitt þar sem þeir vissu að þeir áttu kröfu á hendur heimalandinu"

Bretalygi.  Í tilskipun ESB nr 94/19 segir að aðildarríki séu ekki í ábyrgð.  "Not" þýðir nei á bresku.

 "Nú ráði stórar alþjóðlegar stofnanir, ESB og AGS. Það ásamt áhrifum markaðarins gerir það að verkum að staðan er ekki sérstaklega góð fyrir Ísland"

Er það svo????  AGS er mest fyrirlitna stofnun heimsins, og henni hefur víða verið útskúfað.  Og þau ríki sem hafa hent þeim úr landi hafa náð að blómstra sem aldrei fyrr.  Og skýringin er mjög einföld, heimurinn er mun stærri en hin gömlu vestrænu nýlenduveldi.  Vestur Evrópa er lítið annað en varta á nefi tröllskessu, og hún kúgar ekki neinn lengur, ekki nema þjóðir sem eru svo óheppnar að smámenni fari þar með völd.  

En greinin er samt ekki alvönd, og skýrir margt fyrir heimsbyggðinni.  Og þessi orð eiga eftir að fara víða:

"Tvö aðildarríki sem þyrstir í peninga eru að traðka á ríki sem vill fá aðild að ESB. Lokað hefur verið fyrir viðræður nema Bretar og Hollendingar fái peninga sína. ESB hefur það fyrir reglu að fara illa með lítil ríki."

En slíkur skepnuskapur mun ekki takast á þjóð okkar.

Leppar breta á Íslandi er mjög lítill minnihlutahópur, og lýðræðið mun sjá til þess að völd þeirra verði í samræmi við það.

Það er ekki góður bissness til lengdar að svíkja þjóð sína.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum góða vini í austri, sem traðka ekki á okkur - strax-.

Putin, okkar maður, mun beita sér fyrir því, að 'Island fái alla þá aðstð sem við þurfum í framtíðinni, til að bjarga okkur út úr þesari kreppu.

Hann greiðir götu okkar gagnvart mörkuðum með góðum vilja.

Eins og Borgfirðingurinn sagði á sínum tíma: " Það er sko víðar til England, en í Kaupmannahöfn".

Maðurinn bjó á Englandi í Borgarfirði.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður V.

Vissulega eru víða til góðir vinir.

En fyrsta skref okkar sem þjóð, er að standa á eigin fótum.  Til þess dugar okkur okkar eigin vinátta.

Hitt gerist síðan af sjálfu sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 5643
  • Frá upphafi: 1399582

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 4814
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband