Segður af þér Steingrímur.

Allan þann tíma sem þú varst í stjórnarandstöðu eftir bankahrun, þá sagðir þú að þjóðin sjálf ætti að ráða sínum örlögum.

Ekki misvitur erlend matsfyrirtæki, sem allir vissu hverjum þau þjónuðu.

Segjum að þú hafir rétt fyrir þér núna, að örlög þjóðarinnar séu í höndum þessa matsfyrirtækja, ekki þjóðarinnar.  Þá hefur þú logið og logið og logið að þjóð þinni. 

Þú ert í dag að segja að öll þín stjórnarandstaða sé lygi.  

Og þá axla menn ábyrgð og finna sér nýtt starf.

En ég er reyndar ekki sammála þér, taldi að þú hafir haft rétt fyrir þér þá, en þú sért að ljúga núna.  Það er enginn heimsendir þó íslensk þjóð hafi lokaorð um hvort hún taki á sig ólöglegar drápsklyfjar vegna þrýstings og kúgunar hennar fyrrum frænd og vinaþjóða.  

Slíkt yrði alls staðar gert, nema í einræðisríkjum Kúbu og Norður Kóreu.

Og þú heitir ekki Steingrímur Il Sung, og þú hefur engan her til að kúga þjóð þína.  Því átt þú að haga þér eins og maður þegar forsetinn krefst þess að íslensk stjórnskipan virki, og þjóðin hafi síðasta orð yfir örlög sín.

Ekki erlend matsfyrirtæki í þjónustu breta og Hollendinga.

Aðeins lygarar halda öðru fram.

Segðu því af þér Steingrímur.  

Áður en þú útrýmir íslensku vinstrihreyfingunni fyrir fullt og allt.

Kveðja að austan.


mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi vonlausa ríkisstjórn er orðin roðlaus og beinlaus. Burt með hana strax.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:18

2 identicon



  Langar að lauma inn orðum eiginlegum forsætisráðherra 29% þjóðarinnar, sem sjálfur Samfylkingarfretkarlinn Jón Baldvin Hannibalsson segir að eigi að hundskast til Bessastaðabóndans og biðjast tafarlausrar lausnar.  Ekki oft að gamli drekinn hefur eitthvað vitrænt að segja.

„Þetta frumvarp er ótækt, það er óþinglegt og í því er í fólginn stjórnskipulegur óskapnaður, aðallega af tveim ástæðum. Það er fólgið í frumvarpinu fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar. Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar er afdráttarlaust. Þar segir að við slíkar aðstæður skuli kjósa um málið svo fljótt sem við verður komið.“

- Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi 7. júlí 2004 þegar á dagskrá kom frumvarp þáv. ríkisstjórnar um að fella fjölmiðlalög úr gildi, eftir að Ólafur Ragnar hafði neitað að rita undir þau.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ómar mikið er ég sammála þér hér í þessu, og ekki í fyrsta sinn,  Guðmundur ég hlustaði á Jón Baldvin og þér að segja að þá er langt í frá að ég sé mikið sammála þeim manni yfirleitt, en þá var ég sammála þessum orðum hans sem þú kemur með. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Halla Rut

Sammála ykkur hér að ofan en langar að spyrja hvað þið heyrðuð í Jón Baldvini þar sem hann sagði þetta?

Halla Rut , 6.1.2010 kl. 01:21

5 identicon

Sennilega í Fréttum Stöðvar2.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 01:35

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það var einhver að segja að ákveðið lið í VG ætti sér draum  um að mynda stórflokk EU demokrata í framtíðinni.

Þetta gæti skýrt margt furðulegt, eins og að endurreisa alþjóða millifærslugeira með tilheyrandi tekjum fyrir EU Seðlabankakerfið.

Ég held að Rauður ráðgjafi hugsi sem svo svo hrynur þessi endurreisn niður því stærð heimarkaðar: fólksfjöldi eða vaxtagróði vex ekki á kostnað annarra ríkja í EU í framtíðinni. 

Svo samkvæmt Stjórnarskrá EU falla allar undanþágur aðildarsamninga niður sem fyrst eftir inngöngu [aðildar undanþágur] sem og lánafyrirgreiðslur til að byggja um þroskað samþætt lánamillifærslu kerfi m.a. Ísland verður að kaupa allar evrur á sínu innra gengi svo sem Spánverjar kaupa Evrur fyrir peseta.

Seðlabankar mega ekki lána beint sín á milli, heldur gegnum einka[vina]banka.  Allar stjórnsýslueiningar og fyrirverandi ríkisfyrirtæki verða líka að njóta milligöngu einka[vina] banka sem sjá líka um að koma bréfum þeirra inn í kauphallarkerfi EU, þá geta allir einkavinabankar boðið í.

Seðlabankarnir skipta evrusölu hagnaðinum svo á milli sín. Stöðuleika frjálshyggja. Þjóðverjar hirða til dæmis 25% af hagnaði Evrópska Fjárfestingabankans. Samt er mælt með að greiða hagnað ekki út. Þýska ríkið getur því sýnt jafn slæma lausfjárstöðu og önnur ríki.

Í þessi EU kerfi er það greinlega þjóðrembu samstaða sem tryggir best afkomu Meðlima-Ríkja.

Miðað við afar litla þjóðrembu hér á EU mælikvarða þá hryllir mig við samkeppninni innan EU eingöngu. EU hæfs meirihluta alfarið eftir Lissabon.

Lántökur Ríkissjóðs kallast nú Krónubréf.  Auðhringir: Erlendir fjárfestar. Ábyrgir: Áhættu fælnir. Miðstýrður kapítalismi er ný-frjálshyggja. Okur er hámarks raunávöxtun. 3 er samkeppni.

Vinstri er það hægri?

Mig langar í gamla góða heilaforitið aftur.

Júlíus Björnsson, 6.1.2010 kl. 03:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Stríðið heldur áfram, og við munum vinna það stríð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1253
  • Frá upphafi: 1412807

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1103
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband