5.1.2010 | 22:44
Vonandi fáið þið engin lán Vilhjálmur.
Ef þið hafið ekki haft vit á að fjárfesta skynsamlega fyrir alla þá peninga sem þið fenguð á undangengnum árum, þá hafið þið ekkert við meiri lán að gera sem þið getið ekki borgað til baka.
En ef þið höfðuð vit á að fjárfesta í framleiðslutækni og vöruþróun, þá hljótið þið að þrauka á nokkurn tíma án þess að fá ný lán.
Það er enginn að fá ný lán í Evrópu og Bandaríkjunum.
Fjármunir bankakerfisins fara í að halda sjó, endurfjármagna lán, eða þá hreinlega í afskriftir.
Þið eruð ekki það mikil dekurdýr hins vestræna bankakerfis, allavega ekki núna eftir að það þarf að afskrifa þúsundir milljarða á heimsku ykkar í íslensku atvinnu og fjármálalífi, að þið einir af öllum fáið ný lán í rekstur og fjárfestingar.
Líklegra er að menn byrji fyrst að lána heima hjá sér, áður en röðin kemur að ykkur.
Ef hún kemur þá nokkurn tímann, því miðað við þinn málflutning þá veistu ekki af því að hér hrundi allt fyrir rúmu ári síðan. Og þú og þínir skuldið þessu fólki stórfé. Og hafið ekkert lært.
En Vilhjálmur, íslenska þjóðin skuldar ekki þessu fólki neitt.
Og ætlar sér ekki að skulda þeim neitt.
Annað en það sem hún getur borgað.
Kveðja að austan.
Gríðarleg óvissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 15:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.