Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ómar.

Kveðjur austur með bros á vör!

Sigurjón, 5.1.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: drilli

Sigur já, kannski það. Pyrrhosarsigur kannski ?

drilli, 5.1.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Umrenningur

Kæri Ómar.

Ef einhver á þakkir skilið á þessum tímamótum þá er það Ómar Geirsson baráttumaður Íslendinga númer 1, að öðrum ólöstuðum. 

Enn og aftur, takk fyrir þína ósérhlífnu baráttu fyrir réttlætinu.

Íslandi allt

Umrenningur, 5.1.2010 kl. 13:00

4 identicon

Takk fyrir mig og mína Ómar.  Þú hefur verið betri en engin.  Þetta er ljómandi fallegur og góður dagur hér á suð-vestur horninu og baráttu kveðjur.  Grunar að baráttan er fyrst að byrja, miðað við viðbrögð Steingríms J og Jóhönnu, sem minntu á gamla teikningu af Grýlu og Leppalúða á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu.  Slík var gremjan og heiftin út í forsetann og okkur sem teljumst til 70% þjóðarinnar.  Lýðræðis og föðurlandsvinina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:37

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir að standa vaktina í haust Ómar.

Bestu kveðjur

Jakobína

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2010 kl. 14:03

6 identicon

Heill og sæll austanmaður.

Það sem er alltaf að koma betur og betur í ljós að stjórnvöld hafa spilað með erlendu pressuna til að reyna að hræða þjóðina frá andófinu.  Allar helstu erlendu fréttastofur hafa sömu ljótu söguna að segja um Íslendinga, og hún er ekki á ábyrgð þjóðarinnar.  Hún er á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar sjálfrar mest.  Það hefur aldrei verið skýrt fyrir erlendu pressunni að Íslendingar eru ekki að hlaupa frá skildum sínum að heiðra samning um að greiða meinta skuld, sem ég kýs að kalla falsskuld.  Ólögvarinn falsreikningur Breta og Hollendinga sem stjórnvöld hafa skriðið fyrir eins og lamdir rakkar frá upphafi.  Um miðjan dag voru stjórnvöld ekki tilbúin með neinar fréttatilkynningar um hver sannleikurinn í málinu er, á meðan að erlendir fjölmiðlar kalla okkur öllum illum nöfnum.  Þetta ferli  er búið að ganga í langan tíma og afar fyrirsjáanleg þróun, enda verið ljós andstaða og krafa 70% um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það átti að vera löngu búið að ganga rækilega í skugga um hvernig mál stæðu ef þessi staða kæmi upp að forsetinn hafnaði að undirrita ólögin.  Hrokinn og einstakur óþverraskapurinn er þess eðlis í stjórnvöldum að það er betra að skaða þjóðina en að þau þurfi að gera á sig í málinu. Það hvarflar ekki að mér að kaupa einhvern lygaspuna að þetta hafi verið einhver ullarsokka vinnubrögð óhæfra embættismanna.  Þetta eru hrein og klár hryðjuverk sem hljóta að varða við lög og stjórnarskrá.  Sem er langt því frá í fyrsta skipti í þessu máli.  Það verður að fara fram opinber rannsókn á Icesave frá A - Ö. Margir fullyrða að Stjórnarskrá er þver brotin og jafnvel landráðstilraunir og ef ekki fullframið.

Kveðja frá suð - vestur horninu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:07

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ein orusta unnin. Margar eftir.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2010 kl. 20:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Já, þetta er búinn að vera góður dagur og þjóðin er stolt af forseta sínum.  En líklegast ekki jafn stolt af viðbrögðum stjórnvalda, hafi verið vafi, þá er fulljóst að þetta fólk lítur bretadrottningu, ekki forseta Íslands.  Og ég sem var svo grænn að halda að menn hefðu íhugað stöðuna og reynt að finna sameiginlegan flöt, eitthvað sem gæti sætt stríðandi fylkingar.  

Og þá er ég að meina reynt, eða sýna lit, eða allavega hafa ekki allt á hornum sér.

En núna er vígstaðan skýr, ljóst er að baráttan framunda er ekki milli Íslendinga innbyrðis, þjóðin virðist vera sameinuð að baki forseta sínum, en allir aðrir valdataumar eru í bretahöndum.  Það var sorglegt að fylgjast með vinnubrögðum BBC 1,I í dag og í kvöld.  Ekki það að neitt að því sem þar kom fram ylli mér sorg, en ég finn hins vegar til með fólk sem þekkir ekki lengur sitt föðurland og vinnur beint og opinskátt gegn þjóð sinni.  

Maður óskar engum þess að vera þjóðníðingur, hvað þá bretasleikja, það gerir rakinn í breskum híbýlum, hann ýtir svo undir fótasveppi.  Ef menn eiga þann æðsta draum í lífinu að vera sleikja, þá er til dæmis miklu betra að vera kanasleikja, eða rússasleikja, svona allavega meðan menn eru að venjast ólyktinni.  

Já, þessu fólki er mikil vorkunn.

En netheimar eru skemmtilegir, og ég sé Guðmundur að þú hefur komið víða við.  Ég vona samt að Andri hafi ekki hrætt þig svo mikið að þú sért farinn að hamstra lyf, mér skilst á kallinum að hann haldi að útflutningur þorni upp.  En dálítið skrýtið að hann skyldi vera óhræddur fyrir okkar hönd, þegar ljóst var  að 160 milljarðar á ári, lágmark færu úr landi í vexti og afborganir.  Ætli gjaldeyristekjurnar nettó séu mikið hærri tala? 

En núna eru allar Grýlur dregnar úr hellum og skúmaskotum og sendar til byggða til að hræða landslýð.  Munum bara að greiðsluhlutfall ríkisins eftir AGS og ICEsave stefndi yfir 60%, nær 70%, af tekjum ríkisins.

Ekkert sem gömlu nýlenduþjóðirnar geta hótað okkur, og framkvæmt, er eins slæmt og þær aðstæður skorts og fátæktar sem fyrirsjáanlegar voru ef ICEsave/AGS gengi eftir.  Ef rétt er að AGS sé farinn í fýlu, þá hefur þjóðin unnið tvöfaldan sigur í kvöld.

Þess vegna ætla ég að skála í skosku Whiskí í kvöld, eftir svæfingu.  

Íslands gæfu ætlar margt að verða að vopni.

En íhaldið verður að passa upp á hann Phyrros, hann er í þeirra herbúðum.  En allir sem skera Samfylkinguna úr snörunni, hafa fyrirgert tilveru sinni meðal þessarar þjóðar.  

Það vissi Ólafur og ákvað að taka sigurvagninn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2010 kl. 20:44

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Skál Ómar.    Ég verð í talsímasambandi við þig bráðlega.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 00:11

10 identicon

Skál Ómar.  Ég er reyndar brjóstbirtulaus, en þeim mun hífaðri í andanum.  Tek undir með þér að við kærum okkur ekkert um ríkis-lánafyllerí með fíklunum í SASÍ.  En dópsalar græðgis-kapítalismans fara nú mikinn víða og gjamma sem óðir hundar.  Fólk á gulum gúmmítúttum og í mussum liggur víða illa haldið af Stokkhólms-heilkenni.  Mjög illa haldið, en það verður nú að fara átta sig á því að hér þarf að fara að haga segli eftir vindi og sigla þjóðarskútunni á róandi heimamið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:42

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Við munum hafa þetta stríð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband