Hvert sem við för­um elt­ir dauðinn okk­ur.

 

Fátt lýsir betur átakanlegri tilveru íbúa Gasaborgar en þessi orð sem höfð eru eftir ungri konu í annarri frétt um hörmungar íbúanna þar í borg.

Til hvers að flýja??, það er er alls staðar sprengt, alls staðar skotið, svo er hungrið aldrei langt undan.

Stríðið sem átti aldrei að verða en varð, stríðið sem varð og ætlar aldrei að enda.

Og saklaust fólk er fast í miðju þess vítahrings.

 

Íslensk góðmenni héldu fundi um allt land til að mótmæla því sem þau kalla þjóðarmorð Ísraela á Gasa, í ekki einu orði er minnst á ábyrgð Hamas á öllum þessum hrylling.

Í góðmennsku sinni og samúð, sem ég efa ekki að sé ósvikin, þá átta þau sig ekki á að þau eru peð í hráskinstafli leiðtoga Hamas, sem skipulögðu voðaverkinn 9. október 2023 í þeim eina tilgangi að fá sem heiftarlegustu viðbrögð ríkisstjórnar Ísraels, eitthvað sem gekk eftir.

Tilgangurinn var að fá svona fundi, fá svona samúð, fá svona fordæmingu á stjórnvöld í Ísrael, og gjaldið, blóð samlanda þeirra, kvenna, barna, saklausra borgara, töldu þeir nauðsynlegan fórnarkostnað til að svona fundir yrðu að veruleik.

 

Þetta eru ekki mín orð, þetta eru þeirra orð. 

Í Wall Street Journal voru þessi orð afhjúpuð í byrjun júní 2024, og það er þörf á að rifja þau upp, svo við munum hverjir bera hina raunverulega ábyrgð á þjóðarmorðinu á Gasa.

Þetta eru orð æðsta herforingja Hamas á Gasa, til samningamanna Hamas á einhverjum af þeim ótal fundum sem haldnir voru um vopnahlé átakanna.

 

Fyrirsögn WSJ 10.06.24 var;  Gaza Chief’s Brutal Calculation: Civilian Bloodshed Will Help Hamas. Og síðan sagði í fréttinni: "Yahya Sinwar’s correspondence with compatriots and mediators shows he is confident that Hamas can outlast Israel".Hamas mun þrauka lengur en Ísraelar.  Að baki lá blákalt mat; The Hamas military leader in Gaza has sent to mediators show, is a calculation that more fighting—and more Palestinian civilian deaths—work to his advantage.

Svo ég endurtaki með hástöfum; Dauði óbreyttra borgara á Gasa er í okkar þágu. " .. these are necessary sacrifices".  Nauðsynlegar fórnir.

 

Fundahöldin í dag um allt land staðfesta þessi orð hans, kaldrifjuð vissulega, en hann treysti á að öfgaöfl innan ríkisstjórnar Ísraels myndu falla í gildruna. ".. their deaths, along with the deaths of other Gazans, would "infuse life into the veins of this nation, prompting it to rise to its glory and honor".

Óþarfi að þýða þessi orð.

 

Eða þessi hér sem á eftir koma; 

"The efforts came to naught, however, and according to The Wall Street Journal, this was due in no small part to Sinwar, who pressed Hamas leaders in Qatar not to agree to any temporary pauses in the fighting. The higher the civilian death toll, the more pressure would be put on Israel, he said. “Israel’s journey in Rafah won’t be a walk in the park,” he also reportedly said. “We have the Israelis right where we want them,” Sinwar told other Hamas leaders recently, according to the Journal."

Þessi orð einfaldlega afhjúpa hverjir í raun fórnuðu lífi íbúa Gasa, og afhverju þeir gerðu það.

 

Leiðtogar Hamas frömdu  viljandi þjóðarmorð á samlöndum sínum, og virðast ætla að komast upp með það.

 

En eftir stendur samt hver ber hinn raunverulega ábyrgð??

Sá sem fórnar sínum eigin fólki vísvitandi sem vopni í stríði, eða sá heimski sem gengur í gildru hans??

 

Svari sá sem svara kann.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Myndir: Aðgerða krafist á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 37
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 3931
  • Frá upphafi: 1476921

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3392
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband