Hin eiginlega hatursorðræða

 

Sem gegnsýrir alla opinbera umræðu á Íslandi og víðar á Vesturlöndum, er hatursorðræða boðbera hins heilaga sannleik, sannleik rétttrúnaðarins, Woke-ismans eða hvað við köllum þann  meinta heilaga sannleik.

Hatursorðræða sem beinist af þeim sem voga sér að efast, eða jafnvel hafna kenningum boðbera hans.

 

Á það fólk er ráðist með heift, digurmælum, efinn sagður hatursorðræða, og svo er hringt í lögregluna ef efinn snýr af sannindum líffræðinnar, að kynin sem skapa líf, eru tvö, ekki eitt, ekki þrjú, eða þaðan af fleiri, heldur 2.

Lengra er ekki hægt að komast í heift hatursorðræðunnar.

 

Ég sá ekki viðtalið við Snorra, hef eiginlega lítinn sem engan áhuga á þrasið við fólkið sem veit ekki hvernig börn verða til.

En ég las góða blaðamennsku hjá Mbl.is, já Mogginn kann þetta ennþá, þar sem bæði sjónarmiðum Snorra og andmælanda hans, Þorbjargar hjá Samtökunum 78, var komið vel til skila og þar gat ég engan veginn séð að Snorri væri að æsa til óeirða, krossfestinga eða annað sem kenna má við ofbeldi gagnvart- jaðar eða minnihlutahópum.

 

Og ég las þessa grein vegna þess að Mbl.is var að vitna í ýmis smámenni sem sökuð Snorra um hatursorðræðu, að kynda undir ofbeldi og eitthvað þaðan af verra svo það þurfti að kalla til þá kauða, vinina Trump og Pútín, til jafna við Snorra.

Smámennin réðu ekki við rökræðuna, enda jú smámenni, en notuðu gífuryrði, niðurlægjandi samlíkingar um að hann væri gamaldags eitthvað, og rifust við eitthvað sem Snorri sagði aldrei, en þeir sögðu hann sagt hafa, svo þau, það er smámennin, gætu hætt og svívirt í kjölfarið.

Líkt og Snorri Másson væri bláfátækt svangt skáld yrkjandi uppí hanabjálka fyrir Alþýðublaðið.

 

Smámennin náðu að æsa upp hina nýju hatursorðræðu þannig að þverfótað var ekki á tímabili á alnetinu fyrir fólki sem æstist í að tjá sig smærra með rituðum munnsöfnuði en smámennin sem upphaflega buðu uppá þann dans.

Þannig að ofeldishótanir fóru að streyma til lögreglunnar eins og hún hefði ekki nóg annað að gera en að passa uppá Snorra.

Halló!!, hefur enginn heyrt getið um þessi tuttugu og eitthvað alþjóðlegu glæpasamtök sem eru búin að sænskglæpavæða höfuðborgarsvæðið og það eina sem Rétttrúnaðurinn innan lögreglunnar gerir er að skrifa skýrslur þar. 

 

Samtökunum 78 til hrós ætla ég að segja, þau höfðu manndóm til að fordæma þessar ofbeldishótanir.

Mættu aðrir gera slíkt sama.

 

Til dæmis smámennin.

Kveðja að austan. 


mbl.is Snorri tjáir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 60
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 4468
  • Frá upphafi: 1489340

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 3903
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband