30.9.2025 | 09:05
Friðurinn að baki digurbarkanum.
Það er oft erfitt fyrir þá sem tala sleitulaust fyrir ófriði að samþykkja frið þegar hann er í boði.
Í því samhengi ber að skilja digurbarkann í Netanjhú í þessarii frétt; ".. að Hamas myndi þurfa að þola afleiðingarnar ef þeir samþykktu ekki friðaráætlunina. Sagði Netanjahú að þá myndi Ísrael "klára verkefnið", og að hægt yrði að gera það á auðvelda mátann eða erfiða mátann. "En það verður gert," sagði Netanjahú".
En eftir stendur að Ísraelsmenn sættast á að hætta hernaði sínum á Gasa, draga herinn til baka og láta yfirráð á Gasa-ströndinni í hendur alþjóðlegrar nefndar. Skilyrði þeirra er lausn gísla og afvopnun Hamas.
Í kjarna er þessi friðartillaga Donalds Trumps byggð á tillögu Frakka og nokkurra arabaríkja þar sem Saudi Arabía var í forsvari, og var lögð fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrr í mánuðinum.
Samþykkt með miklum meirihluta en á móti voru Ísrael og Bandaríkin auk nokkurra annarra ríkja.
Eini munurinn í raun er að þarna er Donald Trump kominn á blað, hans er hugmyndin og heiðurinn og hann ætlar að leiða friðarnefndina sem á að koma á nýrri stjórnskipan á Gasa án Hamas auk þess að leggja drög að uppbyggingu friðsamlegs samfélags á Gasa.
Hvernig sem til tekst þá skiptir það öllu að Trump leiðir því þá munu Ísraelsmenn ekki nota fyrsta tækifæri til að sprengja friðinn í loft upp.
Því án stuðnings Bandaríkjamanna þá halda Ísraelsmenn ekki síófriðinn út.
Spurningin er þá aðeins ein; Hvað gerir Hamas. Og í fréttum næturinnar má lesa um áhyggjur íbúa Gasa þar um.
Þær áhyggjur ættu ekki að minnka þegar hlustað er á fróðlegt viðtal CNN við einn af lykilsamningamönnum Hamas þar sem hann í fyrsta lagi skammast sín ekkert fyrir að hafa framið þjóðarmorð á sinni eigin þjóð, það væri "benefit" og í öðru lagi tókst spyrlinum að afhjúpa að Hamas vildi í raun engan frið á Gasa, því þjóðarmorðið á þeirra eigin fólki hefði tekist svo ljómandi vel, loksins væri sjálfstætt ríki Palestínu að fá alþjóðlega viðurkenningu.
Sem aftur reyndar vekur upp spurninguna um hvað hafa rjúkandi rústir og steindáið fólk að gera við viðurkenningu á meintu sjálfstæði??, en það er önnur saga.
En digurbarki Hamas á sér lítinn stuðning meðal arabaríkja, ef Hamas hafnar friði þá verða samtökin algjörlega einangruð, og öllum ljóst nema stækum kaþólskum gyðingahöturum að það er Hamas sem hefur staðið í vegi fyrir friði frá upphafi átakanna.
Stríðið gengur svo ljómandi vel líkt og kemur fram í viðtalinu við CNN og ég birti hér fyrir neðan á eftir kveðjunni.
Klókur Trump þarf aðeins að nýta sér þá stöðu með því að hefta Netanjahú, líkt og hann hefur þegar gert, og fá alþjóðasamfélagið í lið með sér að framkvæma þessar friðartillögur án Hamas.
Til dæmis er hægt að bjóða uppá alvöru griðastaði fyrir íbúa Gasaborgar fyrir utan yfirráðasvæði Hamas þar sem boðið er uppá fæði, læknisaðstoð og skjól fyrir veðri, vindum og átökum.
Það er allt annað en að leyfa Netanjahú að taka í gikkinn.
Það eru miklar líkur á að Trump geri það sem þarf að gera, hann stal jú senunni frá Macron sem friðarhöfðingi og hann fær allan ljómann ef vel tekst til.
Jafnvel Nóbelsverðlaun næstu 2-3 árin.
Það væri eftir ólíkindatólinu sem enginn hefur nokkurn tímann haft trú á.
Eftir standa hagsmunir forystu Sameinuðu þjóðanna sem og margra mannúðarsamtaka sem lugu af heimsbyggðinni um hina meintu hungursneyð á Gasa.
Þegar þessi orð eru skrifuð ættu þúsundir barna vera látin vegna hungurs, tugþúsundir ganga um eins og lifandi beinagrindur í sultinum og hungrinu á Gasa.
Nema hið hlálega er að eftir að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungri á Gasa þann 22. ágúst síðastliðin þá fundust ekki fleiri þjáð langveik börn sem hægt var að skrá látin vegna hungurs, og talan yfir hina hungurdauðu því sem næst staðið í stað frá því í byrjun September.
Í fréttum Rúv frá 29. júlí var þessi texti lesinn upp í fréttum Rúv: "Hungursneyð í sinni verstu mynd" breiðist út á Gaza sem minnir á hungursneyðir síðustu aldar í Eþíópíu og Biafra samkvæmt matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna", haft eftir Tom Flecher yfirmanni hjá henni. Vísað í hungursneyðir þar sem hundruð þúsunda, börn og fullorðnir létust úr hungri, en kinnroðalaust sagði samt Rúv í fréttum 13.08 að 220 hefðu látist á Gasa frá stríðsbyrjun úr hungri, þann 5. september var talan kominn í 370 og þær nýjust sem finna má á netinu fyrir 3 dögum síðan er 425 sem er hlutfallslega svipað og í löndum eins og Epyptalandi eða Bandaríkjunum.
Nema þar er ekki logið til um að langveik börn sem til dæmis deyja úr vöðvasjúkdómum, krabbameini eða ólæknandi niðurgangi hafi dáið vegna hungurs.
Efist menn samt um lygina þá þarf ekki annað en að horfa á fréttir Rúv undanfarna daga þar sem tekið er viðtöl við almenningi á flótta í Gasaborg.
Hvað gerir þetta fólk sem hefur blekkt heimsbyggðina í marga mánuði og raunveruleikinn æpir framan í það??
Vannærða fólkið sem átti að vera alveg við það að deyja, og í dag átti að vera löngu dáið, það finnst ekki.
Síðasta skálkaskjól þess eru rústirnar sem Hamas ræður yfir, að vísa í þær getur viðhaldið lyginni í einhverjar vikur.
Mun það grafa undan friðnum, loksins þegar Trump hefur komið böndum á Netanjahú.
Munu leynileg skilaboð berast forystu Hamas um að halda áfram stríðinu og auka þannig á frekari þjáningar íbúa borgarinnar sem og allra sem eru á vergangi á Gasa ströndinni??
Þar liggur efinn eins og skáldið sagði forðum.
En það vilja allir frið.
Það þrá allir frið.
Vonandi fær digurbarkinn þar engu breytt.
Kveðja að austan.
Viðtal CNN við Hamad samningamann Hamas.
Five takeaways from CNNs interview with key Hamas negotiator
Þar er sjálft fréttamyndbandið sem segir svo miklu meira en textinn, til viðbrögð Hamads við spurningunni; hvað rétt höfðu þið til að fórna lífi þessara barna og kvenna??
![]() |
Netanjahú samþykkir friðaráætlun Trumps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 30. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 286
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 3878
- Frá upphafi: 1492198
Annað
- Innlit í dag: 237
- Innlit sl. viku: 3218
- Gestir í dag: 218
- IP-tölur í dag: 217
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar