28.9.2025 | 18:21
Maður lýttu þér nær.
Er stundum sagt þegar fólki er tamt að gagnrýna eitthvað hjá öðrum sem kannski er álíka gagnrýnisvert hjá því sjálfu.
Nærtækt dæmi eru Spánverjar, eða réttara sagt miðstjórnin í Madrid, sem talar ákaft fyrir tveggja ríkja lausn í gömlu Palestínu, en hefur sjálf staðið í blóðugu stríði við Baska, sem Madridingar kölluðu hryðjuverkamenn þó samtök þeirra ETA væru hvítskúraðir englar miðað við viðbjóðinn í Hamas sem Spánverjar styðja með ráðum og dáðum.
Líklegast það eina sem Spánverjar eiga eftir er að senda Hamas her til að hjálpa samtökunum að útrýma ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum.
Svo má ekki gleyma hervaldinu sem var beitt til að berja niður þá frómu ósk Katalóna að fá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði þeirra án afskipta miðstjórnarinnar.
Þar var engu skoti hleypt, engu ofbeldi beitt, samt voru forsvarsmenn Katalóna fangelsaðir og eftirlýstir um allt Evrópusambandið.
Maður getur ímyndað sér hervirkin ef þeir hefðu sent vígamenn sína til að nauðga og myrða í nágrannahéruðum sínum.
En auðvita gera þeir það ekki, það gera engir nema Íslamistar Hamas eða Ríki Íslams, hroðamenni sem eru sérstakir skjólstæðingar vestrænna góðmenna og kaþólskra gyðingahatara.
Í Bandaríkjunum er eitthvað svipað að gerast, núna á ofbeldinu að linna þegar snaróðir byssumenn eru ekki lengur að skjóta skólakrakka, homma eða litaða.
Kannski eiga þessi orð Donald Trumps eftir að verða fleyg; "ÞESSUM OFBELDISFARALDRI Í LANDINU OKKAR ÞARF AÐ LJÚKA STRAX!".
Maður sem í kosningabaráttu sinni lofaði það frelsi að fólk gat farið út í næstu búð og keypt sér hríðskotariffla; Til að verja sig.
Núna eru bandarískir hægrimenn að vakna upp við vondan draum.
Byssukúlur bíta á þá líka, og þeirra fólk getur orðið fórnarlömb byssuóðra morðingja sem geta beitt öflugustu drápsvopnum sem völ er á.
Því sem næst keypt þau út í næstu búð ásamt mjólkurfernu.
Þessu þarf að linna, á fyrir löngu að vera búið að linna.
En linnir ekki á meðan þeir sem græða á vopnaframleiðslu handa almenningi, stjórna umræðunni um þessi mál.
Og gagnvart því peningavaldi mega raddir aðstandanda fórnarlamba sig lítils.
Kannski verður breyting í dag.
Kannski verður hún á morgun eftir næstu skotárás.
Því það er ekkert eðlilegt við það að árásarvopn séu seld almenningi.
En ég er sammála Trump, aldrei þessu vant.
Ofbeldisfaraldrinum þarf að ljúka.
Alls staðar.
Kveðja að austan.
![]() |
Enn ein skipulögð árás á kristið fólk í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 320
- Sl. sólarhring: 415
- Sl. viku: 4194
- Frá upphafi: 1491064
Annað
- Innlit í dag: 285
- Innlit sl. viku: 3523
- Gestir í dag: 256
- IP-tölur í dag: 256
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar