Brandarinn með alvörlegum undirtón.

 

Maður hefur sjaldan skemmt sér eins vel, því fréttir eru sjaldnast skemmtilegar þessa dagana enda nafni minn Ómar Ragnarsson löngu horfinn af skjánum, eins og þegar fréttastofa Rúv var í beinni í hinni miklu lögregluaðgerð gegn partíhaldi Vítisengla.

 

Kíkjum fyrst á hasarinn sem alltaf var beðið eftir, fréttir af óspektum ofbeldisseggjanna, jafnvel dópsölu þeirra og handrukkanir í beinni.

Svo gerðist ekkert annað en það að einn var handtekinn þegar hann tók mynd af lögregluofbeldinu, því þessi aðgerð var dæmigert lögregluofbeldi því partí og frítt inn er ekki ólöglegt athæfi á Íslandi, en vissulega hugsanlega í Íran og Norður Kóreu. Viðkomandi var ekki stuðningsmaður þjóðarmorðs Hamas og því mátti hann ekki taka mynd af lögreglunni.

Annar var handtekinn, reyndar saklaus vegfarandi, því hann mundi ekki kennitölu sína.  Hvað skyldi ég oft hafa þurft að gista fangageymslur fyrir þær sakir, það lagaðist ekkert fyrr en ég gekk í hjónaband.

Sá þriðji galt þess að vera ekki arabískur unglingur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins eða í Reykjanesbæ, hann var með hníf, og það er glæpur í augum lögreglunnar ef þú ert  mótorhjólagaur með minnimáttarkennd.

 

Til að bæta stemminguna, það er skortinn á hasar, þá var tekið viðtal við yfirmann lögreglunnar á staðnum, hvernig gengi, og af hverju löggan væri annars í þessum hlægilega lögguleik.

Ef þetta eru vitsmunirnir hjá yfirmönnum lögreglunnar, þá guð hjálpi okkur, þá veit maður afhverju alþjóðleg glæpasamtök hafa náð að hreiðra um sig hér á landi og eru núna komin á þriðja tuginn.

Nei, viðkomandi vissi ekkert um þessi meintu verðandi glæpasamtök, hvorki um meint afbrot þeirra, meðlimafjölda eða annað sem réttlætti þennan lögguleik, en hann sagði drjúgur að hann vissi margt og mikið um glæpastarfsemi systursamtaka viðkomandi erlendis.

 

Meinið er að viðkomandi var yfirlögregluþjónn hérlendis en ekki erlendis.

Mein sem mannvitsbrekkunum á Rúv datt ekki í eina sekúndu að benda viðkomandi á.

 

Hvað þá að spyrja þeirrar grundvallarspurningar; Af hverju beinast svona lögregluaðgerðir ekki að glæpasamtökum sem sannarlega ástunda glæpastarfsemi sína hér fyrir opnum tjöldum??

Til dæmis innlendum samtökum sem starfa með mannsals og flóttamannaiðnaðnum eða peningaþvætta fyrir Hamas, eða nú bara stunda gamaldags glæpaiðju eins og að selja dóp og berja mann og annan.

 

Tökum sem dæmi.

Fyrir nokkrum árum skildi enginn neitt í neinu af hverju albanskir karlmenn fóru að streyma til landsins og kölluðu sig flóttamenn.

Þá nutu þeir skjóls af innlendum samstarfsaðilum mannsalsiðnaðarins, samstarfsaðilum sem hafa miklar tekjur og fjármuni af því sem flestir meintir flóttamenn komi til landsins og fari í gegnum allt kerfið, og fengu að dvelja meðan augljósar gerviumsóknir þeirra fengu að malla í kerfinu í stað þess að vera sendir úr landi á kostnað þess flugfélags sem flutti þá til landsins.

Skrýtið, nokkrum árum seinna var albanska mafían búin að ná fullri stjórn á dyravarðamarkaðnum, markaðnum sem er í lykilstöðu þegar kemur að dópsölu á skemmtistöðum og öldurhúsum.

 

Þetta er þekkt staðreynd en það er nákvæmlega ekkert gert.

Það er ekkert gert þar sem dópið er selt, og það er ekkert gert gagnvart þeim sem selja dópið.

Samt eru átök á milli glæpagengja um þennan markað, sprengjur sprengdar, lögreglumönnum hótað, skotið á fólk, og fólk skotið.

 

Þetta er hinn alvarlegi undirtónn brandarans á Auðbrekku um síðustu helgi og grátlegt að engin málmetandi rödd í samfélaginu skuli benda á þetta.

Því þarna er aðeins um tvennt að ræða sem skýrir þessa sýndarmennsku; algjör vanhæfni eða gjörspilling.

 

Ég hallast að hinu seinna því það er enginn svona vitlaus, eða er það??

Og svona sýndarmennska og shjóv á sér margar bræður og systur í spilltum löndum suðaustur Asíu eða dópríkjum Mið og Suður Ameríku.

Burðadýr tekin eftir vísbendingu á meðan hin raunverulegu burðadýr sleppa í gegn, svo slegið upp blaðamannafundum og síðan slegið á axlir og dugnaði og árvekni lögreglunnar fagnað.

Minnir um margt á þá gömlu góðu bíómynd Bangkog Hilton með Nicole Kidman og Sam Neil.

Og aldrei höktir dópmarkaðurinn, alltaf nóg til sölu líkt og matvæli á svarta markaðnum í Gasaborg þó enginn ætti að vera maturinn í miðri hungursneyðinni.

 

Síðan geta menn spáð í fjárstreymið í vasa sem skýrir svona brandara og hinn yfirfulla dópmarkað sem selur fyrir opnum tjöldum.

Og öll glæpasamtökin sem fá að stunda sína iðju í friði þó löggan þykist vita um tilvist þeirra.

 

Þá er gott að lesa þetta viðtal við Þorbjörgu dómsmálaráðherra.

Það segir svo margt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ánægð með aðgerð lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 288
  • Sl. sólarhring: 581
  • Sl. viku: 3643
  • Frá upphafi: 1482428

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3211
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband