15.9.2025 | 15:06
Evrópa ætlar í stríð
Eða hvaða tilgangi öðrum þjónar fyrirhuguð vígvæðing hennar??
Að verjast myndi einhver segja, en er vörn sem byggist á beitingu vopna, ekki stríð??
Og munu vopn evrópskra herja ekki drepa eins og vopn annarra herja, til dæmis vopn Hamas eða Ísraela??
Nei, þau mun aðeins drepa hermenn myndi þá einhver segja, ekki almenna borgara.
En hvað þá ef hermenn árásaraðilans, sem við ætlum að verjast með vopnum okkar, berjast innan um almenna borgara, til dæmis ef við náum yfirráðum í varnarstríði okkar og sækjum fram??
Ætlum við þá að hætta að stríða??
Áttu þá Bandamenn aldrei að gera loftárásir á bæi og borgir Þýskalands í seinna stríði??
Sem og áttu varnarherir Bandamanna, varnarherir því Seinni heimsstyrjöld hófst með árásarstríði Þjóðverja, að leggja niður vopn sín þegar þeir höfðu hrakið þýska herinn inn fyrir landamæri Þýskalands??
Var þá bara stríðinu lokið, eða allavega hinu réttláta hluta þess??
Restin, það er loftárásirnar og innrásin í Þýskaland þjóðarmorð??
Svarið er annað hvort Já eða Nei, ef það er já, ef Bandamenn hafi framið þjóðarmorð á Þjóðverjum í Seinna stríði, líkt og Ísraelar eru sakaðir um á Gasa, þá skuldar alþjóðasamfélagið, öll fastaríki Öryggisráðsins, Þjóðverjum stórfé í stríðsskaðabætur, bæði að endurgreiða þýskar skaðabætur sem og að bæta fyrir öll mannslífin og rústirnar í Þýskalandi í stríðslok.
Ef svarið er Nei, þá gildir það líka um Gasa, því þar eru Ísraelar að berjast við grimmúðugan árásarher sem réðst inní land þeirra og verst núna innan um almenna borgara í sínu eigin landi.
Sem og að Evrópa afvígvæðist því vopn eru framleidd í þeim eina tilgangi að drepa andstæðinginn, jafnt hermenn sem óbreytta borgara.
Ef það er villimannlegt að nota vopnin til að vinna sigur á árásaraðila sem lýsti því yfir í upphafi innrásar sinnar að tilgangurinn væri að hefja stríð sem myndi enda með útrýmingu gyðinga og ríki þeirra Ísrael, þá gildir það sama um fyrirhugaða beitingu vopna evrópska herja.
Og ef einhver ætlar að útrýma einhverjum ríkjum Evrópu, jafnvel kannski öllum, þá verður bara svo að vera.
Því það er jú villimannslegt að beita vopnum til að fella andstæðinginn.
Þetta hér að ofan er hæðni gagnvart þeim rökvillum sem spænski forsætisráðherrann notar til að breiða yfir hið landlæga gyðingahatur Spánverja, hatur sem nær langt aftur í aldir, og stuðnings hans við ætlun Hamas að fórna sínu eigin fólki í sameiginlegu markmiði að útrýma gyðingum í gamla heiminum.
Kaþólikkum tókst það ekki alveg, síðustu 100 árin eða svo hafa Íslamistar tekið við keflinu, svo aðeins er eftir smálandspilda sem gyðingar búa á og ráða yfir.
Menning sem er eldri en kristin, menning sem er eldri en Íslam.
Fyndnasta er að Evrópa á ekki nokkra möguleika í væntanlegu stríði við Rússa án hugvits gyðinga og þess hugbúnaðar sem neyðin hefur kennt gyðingum Ísraels að hanna í baráttu þeirra við hið íslamska hatur sem vill útrýma ríki þeirra.
En það er jú ekki logið uppá heimskt fólk.
Það er fullfært í sinni heimsku að tortíma sjálfu sér.
Kveðja að austan.
![]() |
Ítrekar aðdáun sína: Vill meina Ísrael þátttöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 324
- Sl. sólarhring: 415
- Sl. viku: 3793
- Frá upphafi: 1482025
Annað
- Innlit í dag: 278
- Innlit sl. viku: 3345
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 259
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar