12.9.2025 | 10:18
Það þarf að mæta Rússum af hörku.
Var strax haft eftir íslenska stríðsmálaráðherranum í fréttum Rúv þann sama dag og Natósveitir skutu niður rússneska dróna í Póllandi.
Já, mætum þeim af hörku sagði íslenski stríðsmálaráðherrann og virtist vera hvetja til þriðju heimsstyrjaldar.
Já og reyndar þeirrar síðustu.
Pólverjar virkjuðu varnarviðbúnað Atlantshafsbandalagsins, það viðbragð sem kemst næst því að lýsa yfir styrjöld gagnvart einhverju ríki.
Hvort það sé næg harka fyrir Þorgerði Katrínu hafa fjölmiðlar gleymt að spyrja um.
Í öllu þessu tali, án þess að gera nokkuð lítið úr grafalvarleik málsins, þá er það gamli maðurinn í Hvíta húsinu sem reyndir að draga úr stríðsæsingnum, með því að opna fyrir þann möguleik að opinberlega má láta sem þetta gæti hafa verið mistök hjá Rússum að ráðast á herflugvöll í Úkraínu í gegnum Pólland.
Til að ítreka, í gegnum Pólland, það var ekki að ráðast á Pólland heldur að senda árásarvopn á Úkraínu í gegnum lofthelgi landsins.
Því gamli maðurinn veit að þessi atburður er ekki ástæða þess að stríðsæsingamenn taki ákvörðun um þá stigmögnun átaka sem aðeins enda á einn veg.
Endalokum siðmenningarinnar.
Svo er einhver vitleysingur sem setur ofaní hann.
Það eina sem vantar í vitleysuna er að hnýta í fréttina að það þurfi að stöðva þjóðarmorð Ísraela á Gasa líkt og var í ræðu von der Leyen á Evrópuþinginu þegar hún ræddi þennan atburð.
Því vitleysan ríður ekki við einteyminginn þessa dagana.
Ég skil reiði pólskra ráðamanna.
En það er engin framtíð í styrjöld við Rússa.
Því eiga þeir að þegja þegar reynt er að lægja öldur.
Gamall sjálfhverfur maður í Hvíta húsinu á ekki að vera eina von Evrópu um frið.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir Trump að rússnesk drónaárás hafi ekki verið mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 12. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 432
- Sl. sólarhring: 572
- Sl. viku: 4076
- Frá upphafi: 1480425
Annað
- Innlit í dag: 389
- Innlit sl. viku: 3577
- Gestir í dag: 361
- IP-tölur í dag: 351
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar