11.9.2025 | 10:09
Kerfi á sjálfstýringu.
Er kerfi sem lifir sjálfstæðu lífi, hugsar um það eitt að skapa flækjur og erfiðleika fyrir okkur hin, í þeim eina tilgangi að soga til sín æ meira fjármagn svo það getur þanist út, líklegast í þeim eina tilgangi til að geta sannað eða afsannað kenningu eðlisfræðinnar um óendanleikann.
Morgunblaðið á heiður skilið fyrir að stinga á þessu kýli sem geðþóttaákvarðanir Útlendingastofnunar eru, en vonandi kafar blaðið dýpra í orsakir svona ákvarðana.
Að maður sem er betri í íslensku, og starfsmenn Útlendingastofnunar hafa bréf þar um, en allir starfsmenn stofnunarinnar, fái höfnun, höfnun sem er svo augljóslega röng, að það þarf að spyrja hvað býr að baki.
Því til dæmis á sama tíma getur mál meints flóttafólks velkst um kerfinu, með skoðun hér, með afgreiðslu þar og síðan skoðun og afgreiðslu hér og þar, þó í upphafi sé ljóst að viðkomandi eru ekki flóttamenn, nema þá að lífskjaraflóttamenn eru taldir sem slíkir.
Og íbúatala Íslands verði 10 milljónir eftir 5 ár.
Ég horfði á gleðimyndina um ferðalags langveiks drengs um landið og næstum því miðin, umfjöllunarefnið vissulega sorglegt, því hann var að heimsækja önnur börn sem glímdu við hræðilega sjúkdóma sem engin lækning var til við, en gleðin, og þakklætið, baráttuviljinn, sigurviljinn, allt þetta gaf menn vellíðan inní nóttina.
Það sem sló mig var samt viðtalið við einn föðurinn sem einfaldlega lýsti kerfisvæðingu kerfis, sem sannarlega á að vera til að hjálpa, greiða úr vanda, allt samkvæmt lögum og reglum þeirra stjórnmálamanna sem sáust dansa undir lok myndarinnar, en gerir það ekki.
Heldur leggur það sig í líma við að flækjast fyrir, og auka allt erfiðleikastig aðstandenda langveikra barna til að ná fram rétti barna sinna, varðandi aðstoð og þjónustu.
Sjúkleikinn í þessu er sá að þannig sýgur kerfið til sín mikla fjármuni, í að fóðra sjálft sig, því ekki vinnur kerfisfólk kauplaust, fjármuni sem annars færu til að uppfylla skyldur samfélagsins samkvæmt þeim lögum sem gilda um réttinda langveikra barna.
Hefst að lokum sagði faðirinn, það er ef foreldrarnir eru nógu sterkir og einbeittir í slagnum við kerfistregðuna, en við sem samfélag eigum að spyrja okkur hvort takmörkuðum fjármunum okkar sé ekki betur varið til að þjóna þeim sem þurfa á því að halda en ekki í að fóðra fólk sem reisir múra um þá þjónustu.
Sem og að Morgunblaðið mætti líka spyrja þeirrar spurninga.
Og fylgja þeim eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Hann er með sterkari bakgrunn en ég í íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 11. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 310
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 4203
- Frá upphafi: 1479648
Annað
- Innlit í dag: 284
- Innlit sl. viku: 3654
- Gestir í dag: 269
- IP-tölur í dag: 262
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar