1.9.2025 | 08:16
Hvað gerir Trump núna??
Pútín og Xi Jinping eiga sviðið, allir búnir að gleyma hinni sögulegu vinaheimsókn Pútíns til Alaska.
Trump hinn mikli friðarboðberi og samningamaður friðarins, er eins og hornreka kerling.
Því heimurinn snýst ekki um frið, heldur völd, áhrif og viðskipti.
Trump er þó ekki innantómt pappírstígrisdýr eins og leiðtogar meintra stórvelda Evrópu, sem gaspra óendanlegar yfirlýsingar um eitthvað, sem fjölmiðlar Evrópu apa upp, en restin af heimsbyggðinni hlær af.
Því þeir eru ekkert, hafa hvorki hernaðarlegt eða efnahagslegt vald að baki sér.
Eru eins og gamlir karlar á elliheimili, sem voru einu sinni eitthvað, aflaskipstjórar, forstjórar eða jafnvel ráðherrar og síðan bankastjórar, en eru ekkert í dag.
Ekkert annað en minningar um eitthvað sem var, og þegar þeir tala eins og þeir séu ennþá eitthvað, þá í besta falli uppskera þeir vorkunnaraugu.
Trump sýndi þó þegar hann stöðvaði væntanlega þriðjuheimsstyrjöld í boði Írans og Ísrael, að hann er eitthvað annað en gasprið.
Hann sýndi það líka þegar hann tók leiðtoga Evrópusambandsins í bóndabeygju og flengdi af gömlum íslenskum sið, svo ekkert stóð eftir af digurbarka þeirra í tolladeilunni, sem og hann hefur knúið fram hervæðingu Evrópu í skugga Úkraínustríðsins, að hann er leiðtogi sem enginn skyldi vanmeta.
Úkraínustríð verður ekki leyst í Alaska, Brussel eða Istanbúl, heldur í Peking og hluta til Nýju Delhí.
Spurning er hvort risaveldi Asíu séu tilbúin í beint kalt efnahagslegt stríð við vestrið, stríð sem er fyrirsjáanlegt en kannski ekki tímabært í dag.
Það er fyrir risaveldi Asíu því kellingar Evrópu eru langt komnar með að eyða henni innan frá með með allskonar forheimsku Góða fólksins eða wókismans.
Loftslagstrúarbrögðin og hinn tilbúni orkuskortur, innrás Íslams í Vestur og Norður Evrópu, skrifræði óendanlegrar fávisku sem aðeins kellingum dettur í hug, algjer vanhæfni í stjórnun opinbera geirans sem kemur orðið fáu eða engu í verk nema með gífurlegum tilkostnaði.
Útflutningur starfa og iðnaðar til risaveldanna og svo framvegis.
Til hvers stríð við veldi sem eru í miðju sjálfseyðingarferli??
Hætti Trump að hóta og framkvæmi, líkt og hann hefur gert í nokkrum öðrum stórum málum, þá eru meiri líkur en minni að risaveldi Asíu neyði Pútín til að semja.
Hlusti Trump á heimska ráðgjafa, sem vaxa á trjánum meðal hægri sinnaðra stuðningsmanna hans, og yfirgefi Evrópu, þá er hann einn, og einn hefur aldrei sigrað heiminn, eða náð að verjast sameinaðri atlögu annarra.
Eða það segir sagan og ekki lýgur hún.
Fyrir sjálfhverfa menn eins og Donald Trump er fátt sem særir meir en að vera hundsaður, eða niðurlægður, dugar jafnvel að vera bara ekki númer eitt, og tvö og þrjú.
Og ég hygg að þessi mynd eigi eftir að verða Pútín dýrkeypt.
Eigi skaltu vanmeta hégómann.
Kveðja að austan.
![]() |
Myndband: Pútín mættur til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. september 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 239
- Sl. sólarhring: 356
- Sl. viku: 2101
- Frá upphafi: 1473229
Annað
- Innlit í dag: 217
- Innlit sl. viku: 1860
- Gestir í dag: 210
- IP-tölur í dag: 208
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar