14.7.2025 | 08:15
Flokkur fólksins; In memorium
Það var góð fréttamennska hjá Rúv að tala aðeins við þingmenn stjórnarmeirihlutans um þá staðreynd að ríkisstjórnin fórnaði öllum sínum stóru málum fyrir það eitt að geta valdið dreifðum sjávarbyggðum landsbyggðarinnar skaða sem verður aldrei bættur ef af verður.
Þessi napra staðreynd snýr að meirihlutanum og hjárænulegir voru þeir þingmenn sem kepptust við að berja sér á brjóst yfir þeim mikla árangri að vera skaðvaldar.
Strákurinn þarna náði vissulega að útskýra vel af hverju það á ekki að kjósa krakka á þing, en fyrrum verkalýðsforinginn úr VR var vígreifur þegar hann lýsti ánægju sinni með því að hafa náð að leggja ofurskatt á sjávarútveginn á kostnað þess að engin að stóru málum Flokks fólksins náði í gegnum stálþilið sem var reist um þennan ofurskatt.
Svo er forystufólk flokksins hissa á að fylgi þess mælist við frostmark; öll góðu málin maður, öll góðu málin, eða þannig.
Þingmenn og ráðherrar Flokk fólksins bera á vissan hátt ábyrgð á hvernig komið er fyrir flokknum, að hann sé áhrifalaust afl innan ríkisstjórnarinnar, er líkt og Snati sem dillar skotti ef að honum er réttur brauðmoli, bein gæti verið hans næsti biti.
Stöðugar uppákomur og skandalar sem hinir flokkarnir í ríkisstjórninni hafa ekki bara þurft að þola, heldur líka að takast á við með því að beygja lög og reglur, gefa þeim vald til að láta Flokk fólksins sitja eða standa eins og þeim Kristrúnu og Þorgerði þóknast.
Flokkur í slíkri stöðu getur ekki gert kröfur, hann gerir aðeins sem honum er sagt.
Vandséð er hvernig Flokkur fólksins kemst úr þessu ómagahlutverki.
Valkosturinn að sprengja ríkisstjórnina er horfinn, því þá er útum bitlingana, góðu launin og athyglina í fjölmiðlum, þó flest sé hún neikvæð, þá er sú athygli betri en engin fyrir fólk sem hefur alltaf þráð sviðsljósið.
Að ná einhverju tímamótamáli í gegn??, er það líklegt??, hefur Þorgerður Katrín ekki þegar eytt öllu svigrúmi í hernaðarbrölt sitt??
Þetta er sorgleg staða, því vilji til góðra verka var sannarlega vegnesti Flokks fólksins inní þessa ríkisstjórn.
Og hvort sem fólki líkar það betur eða verr, og þá á ég við fólki valda og eigna, þá þarf stundum að þvo óhreinu börnin hennar Evu, land velmegunar er hollt að innan í sínum innsta kjarna ef sultarmörkin eru þau viðmið sem aldrei má fara yfir þegar okkar minni bræður og systur eiga í hlut.
Fögur voru fyrirheitin eru að enda eins og í sögunni þar sem fögur var hlíðin.
Sjáum hvað verður.
Hvað verður um þetta fólk sem vildi svo vel en er núna orðið að taglhnýtingum auðs, verkfæri vondra verka??
Ingu hefur áður verið spáð falli, en hún hefur náð vopnum sínum á ný.
Sjáum til.
Því það þarf einhvern til góðra verka.
Það er ekki beint offramboð á slíku fólki í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Rýr uppskera ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. júlí 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 310
- Sl. sólarhring: 746
- Sl. viku: 5446
- Frá upphafi: 1465232
Annað
- Innlit í dag: 285
- Innlit sl. viku: 4634
- Gestir í dag: 273
- IP-tölur í dag: 265
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar