10.7.2025 | 14:58
Þegar selja skal þjóð.
Þá eru fáir stjórnmálamenn betur til þess fallnir en Þorgerður Katrín.
Sköruleg sem aldrei fyrr.
Fyrst eyðileggjum við eina atvinnuveginn sem er ekki háður erlendu fjármagni, svo látum við lýðskrum taka yfir lýðræðið.
Alræði meirihlutans yfir minnihlutanum.
Svo segja menn að reynslan úr Hruninu hafi enga þýðingu!
Þorgerður veit samt betur.
Kveðja að austan.
![]() |
Útilokar ekki beitingu kjarnorkuákvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2025 | 10:34
Drottning öfugmælanna.
Kristrún Frostadóttir var ágæt þegar hún var í sínum plönum, þegar hún var bara formaður sem átti sitt plan, um næstum allt sem var hægt að finna milli himins og jarðar.
Sem forsætisráðherra hefur hún reynst afleit, hún leiðir ekki enda er hún yfirleitt alltaf fjarverandi, að bjarga einhverju á fjarlægum slóðum, eða tala við einhverja langt langt í burtu, aðallega samt í Brussel.
Heima fyrir lætur hún leika á reiðanum, í þau fáu skipti sem næst í hana þá talar hún einhverja óskiljanlegu, sundurlausa frasa líkt og hún væri á hvatningarnámskeiði hjá honum Dalla Carnage.
Hennar lágpunktur fram að þessu er þegar hún tilkynnti að almannavaldið væri hætt að styrkja Grindvíkinga sérstaklega, svona daginn áður en náttúruhamförnum þar líkur, hún sagðist vera með plan sem hét sóknaráætlun Suðurnesja, þar væru gagnlega skýrslur skrifaðar.
Samt lét hún eins og hún væri að gera eitthvað stórkostlegt; styðja, styrkja, hjálpa eða hvað sem stjórnvöld gera þegar náttúruhamfarir herja á fólk og samfélög.
En það sem er lágt, má alltaf lækka, og núna ætlar hún að verja lýðveldið Ísland.
Með því að haga sér eins og einræðisherra.
Enda fáir aðrir sem vega að heilu samfélögunum með lygum og rangfærslum eins og skaðafrumvarp Atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld er.
Það er eins og hún haldi í barnaskap sínum að fyrst hún hafi meirihluta þingmanna að baki sér, þá megi hún gera hvað sem er.
Gott og vel, hennar er valið.
Lýðskrumið mun örugglega afla henni fylgis forheimskunnar, í samfélögum sem eru í siðferðislegri upplausn er alltaf auðvelt að fylkja liði til að ræna og rupla aðra.
En að kenna slíkt við lýðræði, að í lýðræði megi meirihluti gera hvað sem er gagnvart minnihluta, er öfugmæli af svæsnustu gerð.
Kristrún Frostadóttir ógnar lýðveldinu Ísland.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
![]() |
Við munum verja lýðveldið Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. júlí 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1004
- Sl. sólarhring: 1268
- Sl. viku: 5037
- Frá upphafi: 1462448
Annað
- Innlit í dag: 883
- Innlit sl. viku: 4336
- Gestir í dag: 785
- IP-tölur í dag: 751
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar