30.6.2025 | 23:01
Ég á það, ég má það.
Söng meirihluti fundarmanna með Gunnari Smára í kvöld.
En höfum eitt á hreinu, félag sem er fjármagnað á þeim forsendum sem Vonarstjarnan er, og getur ekki gefið upplýsingar um í hvað fjármunir þess fóru í, hefur eitthvað mikið að fela.
Og ef það er rétt haft eftir gjaldkera félagsins, að hún geti ekki veitt upplýsingar um ráðstöfun fjármuna vegna þess að "mikilvægar upplýsingar hefðu verið yfirteknar af nýrri stjórn Sósíalistaflokksins", þá er ljóst að fjármunum hefur ekki verið ráðstafað samkvæmt samþykktum félagsins.
Það er að ráðstöfun þeirra þolir ekki dagsljósið.
Þetta er ákaflega sorglegt allt saman því það er alltaf þörf fyrir róttæka rödd í samfélaginu, því annars verður valdastéttin alltof værukær.
Munum að það voru róttækar raddir, bæði til vinstri og hægri sem börðust hatrammlega með okkur hinum gegn svikasamningum valdastéttarinnar kennda við ICEsave.
Og þær raddir munu láta í sér heyra núna þegar samtryggingarflokkurinn er að gera land okkar og þjóð að hjálendu Brussel valdsins í gegnum bókun 35.
Það skiptir engu að vera sammála þessum röddum, það skiptir máli að þær séu til.
Sem og stundum hafa þær glettilega mikið til síns máls.
Mál að linni.
Hættið að skemmta skrattanum.
Nóg er fjörið samt hjá honum þessa dagana.
Kveðja að austan.
![]() |
Slitu fundi þegar spurt var um fjárstyrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2025 | 08:28
Höfðu lofað öllu fögru í aðdraganda síðustu alþingiskosninga
Svo ég vísi í orð Vilhjálms Árnasonar í þessu átakanlegu viðtali um svik og fláræði Ríkisstjórnar hinna fögru fyrirheita.
Það er fátt sem mælir betur hinn innri mann stjórnmálanna en viðbrögð hans þegar grimm og harðneskjuleg náttúruöfl sækja að lífi og byggðum.
Þann innri mann fengum við Norðfirðingar að kynnast eftir snjóflóðin 1974, svo ég vitni í Morgunblaðið sama ár; "Ríkisstjórnin mun gera ráðstafanir til að tjón verði bætt sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra".
Mér er síðan ennþá minnistætt að eftir hin grimmileg snjóflóð fyrir vestan, á Flateyri og í Súðavík, að þá komu upp raddir hér á höfuðborgarsvæðinu, flestar innan frjálshyggjustrákadeild Sjálfstæðisflokksins að ódýrara væri að leggja þorpin niður en að endurreisa þau, að þá sýndi Davíð Oddsson sinn innri mann, kvað það tal í kútinn með efnislegu orðunum; Svona gerir maður ekki.
Og þeim orðum fylgdu efndir, drög voru lögð að Ofanflóðasjóði, og mannvirkin sem hann hefur látið reisa hafa varið byggðir, gert byggðir áfram byggilegar.
Eldsumbrotin í Grindavík komu ofaní fjárútlát kóvid-faraldursins, samt var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir einörð í stuðningi við Grindvíkinga sem og að leggja tafarlaust til fjármuni að verja byggðina.
Þau viðbrögð munu alltaf fylgja Katrínu, Bjarna og Sigurði Inga, þau gerðu sitt besta við mjög erfiðar aðstæður.
Smánin og hinn smái innri maður fylgir hins vegar þeim stöllum; Kristrúnu, Þorgerði og Ingu, þegar aðeins vantaði endahnútinn á velheppnuðum aðgerðum, þá kipptu þær að sér höndunum, yfirgáfu Grindvíkinga þegar loks sást fyrir endann á áhlaupi náttúrunnar að byggð þeirra og samfélagi.
Það skrýtna er að það þegja eiginlega allir, jafnt ofurgóða fólkið sem má ekkert aumt sjá, sem og þingmenn stjórnarandstöðunnar, með einni heiðarlegri undantekningu; Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur býr vissulega í Grindavík, sem þingmanni Suðurnesja ætla ég honum samt að hann hefði staðið vaktina keikur, því þessa vakt eiga menn að standa.
Ég ætla að vitna í lokaorð Vilhjálms; "Þetta snýst um að koma með svör til fólksins sem er í veikustu stöðunni, fyrirtækjanna sem hafa ekki getað starfað og búið bara við óvissu og svo þeirra fjölskyldna sem hafa ekki getað keypt sér heimili annars staðar og eru föst á leigumarkaði. Þetta hefur svo allt áhrif á endurheimt andlegs styrks samfélagsins".
Sem íbúi í byggðarlagi, sem hefur lent í ógnarhrammi óblíðrar náttúru þegar ég var ungur að aldri, þá skil ég ekki hvernig það er hægt að bregðast svona fólki, og komast upp með það.
Með orðagjálfri og söng.
Var sök og sekt Grindvíkinga að vera ekki hælisleitendur eða ofurhinsegin, eða vera ekki með dólg og skrílslæti öskrandi Free Palestína, að vera bara eins og við hin.
Íslensk, hörkuduglegt fólk, sem hefur alltaf staðið skil á sínu, komið börnum sínum til manns og framtíðar.
Ég veit ekki hvenær samfélag mitt varð svona, að ef Rétta fólkið fremur óhæfuverk, þá komist það upp með það.
Hins vegar veit ég að orð Vilhjálms hér að ofan, um hina átakanlegu stöðu margra í Grindavík, að þau afhjúpa Lítið fólk, sem annað hvort vegna vanþroska, hafi ekki ennþá fullorðnast, eða er bara bara ekki stærra en þetta í sínum innra manni.
Lítið fólk sem smánar land okkar og þjóð.
Og þau virðast ætla að komast upp með þetta.
Það segir mikið um þjóð mína.
Hnignun hennar
Kveðja að austan.
![]() |
Óvissa fólks og fyrirtækja í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. júní 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 617
- Sl. sólarhring: 620
- Sl. viku: 4735
- Frá upphafi: 1478230
Annað
- Innlit í dag: 536
- Innlit sl. viku: 4072
- Gestir í dag: 466
- IP-tölur í dag: 453
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar