Trump friður.

 

Ef eitthvað getur mælt óendanleikann, þá er það brigslyrði, vandlæting, "við vitum betur", og þá vísa ég aðeins í jákvæð ummæli um Donald Trump, að viðbættu miður fallegum athugasemdum eða áliti, lagt saman, þá færi það nærri því að mæla þennan meinta óendanleika 

Samt tókst þessum umdeilda manni að temja bæði klerkana í Íran og öfgaöflin í ríkisstjórn Ísraels.

Friður var saminn og frið skal halda.

 

Hvað sem verður þá er ljóst að miðaldafólkið í ríkisstjórn Ísraels fær ekki að skapa ófrið á meðan Trump segir að það sé friður.

Hvað gerist í Íran, veit varla guð, í vísan "það má guð vita", en þá kemur ófriðurinn þaðan, ekki frá Ísrael, enda Ísrael ekkert án stuðnings Bandaríkjanna.

 

Núna reynir á borgaralega fjölmiðla, hvort þeir hætti að ljá röddum efasemdar eða beinnar þráar eftir ófrið og óöld, pláss og athygli, og fari að tala um frið.

Á Íslandi snýst þetta ekki um skoffínin á Rúv, sem alla daginn styðja voðaverk og morðæði Íslamistanna í Hamas eða Íran, heldur hvort Morgunblaðið taki til og hreinsi út innplantaða útsendara Hamas á ritstjórn blaðsins.

Að blaðið átti sig á að tungutak og áherslur Góða fólksins er búið að vera, beggja vegna Atlantsála hafa hæstaréttar kveðið upp úrskurð um hið sjálfsagða, að kynin séu tvö, konur og karl, Pútín sagði að með vopnum skal land ásælast, og aðeins vopn fá það hindrað líkt og meginefni Nató fundarins í Brussel fjallar um.

Og morðóðir Íslamistar eru ógn, en ekki bandamenn.

 

Krafan er einfaldlega að segja satt og rétt frá.

Slíta tengsl við kostaða áróðursvél Góða fólksins sem Evrópusambandið auk fleiri fjármagnar, slíta tengsl við hið morðóða fármagn Íslamista sem streymir frá Saudi Arabíu, Katar og í minna mæli frá öðrum olíuríkjum miðalda múslima.

Segja bara fréttir, ekkert annað.

 

Og frétt dagsins er um Trump frið.

Hvernig hann svínbeygði öfga ófriðar öflin í ríkisstjórn Ísraels.

 

Fréttin er ekki hvernig gamalmenni líkt og gamalmennið sem fékk stærstu frétt morgunsins, sem taldi að árásirnar á Íran hefðu leyst öfgaöfl úr læðingi, þegar öllum með þokkalegu viti, jafnvel þeir sem elliærir eru, er ljóst að gagnárásir Ísraels á hryðjuverkasamtök sem eru kostuð af klerkastjórninni í Teheran, ásamt inngripum Bandaríkjanna á kjarnorkuvígbúnað klerkanna í þeirri sömu borg, hafa dregið tennur úr þessari hryðjuverkaógn, þannig að í dag er hún aðeins minningin ein.

Fréttin er um hvernig Trump greip inní í og tuktaði öfganna sem aðeins sjá ófrið, sjá ógnir og dauða, en ekki hvernig friður gagnast öllum í heimi þar sem loftslagsbreytingar ógnar öllum mannlífi fyrir botni Miðjarðarhafs.

 

Þar geta gyðingarnir í Ísrael bjargað miklu, kennt hvernig nýta á vatn þannig að hrjóstrug eyðimörk verður blómleg og skilar ávöxtum jarðar til að fæða og næra í fyrirsjáanlegum heimi þar sem vatnsskortur ógnar lífi og byggð.

Sem og sú mikla menningarþjóð, Persarnir, hún hefur vitsmuni og andlega styrk til að tækla þau vandamál sem ógna lífi, til að nýta þekkingu mannsandans til að verja byggðir og samfélög.

 

Það er allt í húfi að friður náist.

Og af öllum ólíkindatólum heims þá er það Donald Trump, sem þvingar öfganna til að slaka á, til að gefa komandi kynslóðum lífsrými og framtíð.

 

Ekki vanvitið, ekki Góða fólkið, heldur sá úthrópaði.

Donald Trump.

 

Vissulega er þessi friður brothættur, en hann stóðst áskorun dagsins.

Og hann á að breyta fjölmiðlaumfjölluninni frá ótta til vonar.

Skaðar ekki að smá trú verði krydduð inní nálgun vestrænna fréttamiðla.

 

Trú á lífið og framtíð þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Trump tókst að koma í veg fyrir fleiri árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og guð blessi Donald Trump.

 

Sem er það eina sem var óblessað þegar Donald Trump tilkynnti um vopnahlé sitt og skýrist örugglega á þreytu gamla karlsins að hann hafi gleymt að telja það upp þegar allt og allir voru blessaðir.

Nema hann kannski hafi ekki kunnað við að segja að Donald Trump blessi svo guð.

 

En ef rétt er þá er þetta náttúrulega stór sigur fyrir Trump, og sýnir að eitthvað hefur farið á milli sem hefur gert Írönum ljóst að öllum árásum frá þeim yrði svarað af áður óþekktri hörku.

Sýnir líka að Ísraelsmenn hafa náð að skaða svo mjög varnarviðbúnað og árásargetu Írana að þeir hafi ekki treyst sér til að halda áfram þessu stríði við ofureflið.

Vissulega gætu þeir verið að blekkja en það er háskalegur leikur, eitt er að eiga við ofurveldi í vígaham, en annað og mun hættulegra að láta leiðtoga þess missa andlitið.

 

Þetta vopnahlé afhjúpar líka smæð vissra leiðtoga Evrópu sem stöguðust á að vissulega ættu Íranar ekki að þróa og framleiða kjarnorkuvopn en því markmiði ætti að ná með viðræðum og síðan samningum.

Árás Ísraels og síðan Bandaríkjamanna til að eyðileggja kjarnorkuvopnainnviði Írans væri óásættanlegt brot á alþjóðalögum.

Firring heimskunnar af áður óþekktri stærðargráðu í ljósi alvarleik málsins.

 

Þess bera að geta að kanslari Þýskalands stóð keikur með staðreyndum raunveruleikans: "Friedrich Merz kanslari Þýskalands segir "enga ástæðu til að gagnrýna" Bandaríkin fyrir árásir þeirra á þrjár kjarnorkustöðvar í Íran. "Já, það er ekki áhættulaust. En að leyfa hlutunum að vera eins og þeir voru stóð heldur ekki til boða"." (Úr frétt Rúv).

Síðasta naglann í líkkistu vanvitanna sló svo Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær, og ágætt að vitna í 10. Fréttir Rúv í gær. "Ég óttaðist mest að Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum.  Einbeitum okkur að aðalatriðum.  Ég óttaðist mest að Íranar ættu og gætu beitt kjarnavopnum.  Það leiddi til kyrkingartaks á Ísrael, á heimshlutanum öllum og öðrum hlutum heimsins.  Þess vegna hefur Nató sagt að Íranar ættu ekki að gera það.  Þetta hefur verið staðföst afstaða Nató. Íranar ættu ekki að eiga kjarnavopn.  Ég segði ekki að það væri í trássi við alþjóðalög, sem Bandaríkjamenn gerðu."

Þessi frétt Björns Malmquist frá Brussel kom strax á eftir fréttabútnum frá viðtali Kristrúnar Frostadóttir i Kastljósi, og lét hana líta út eins og lítinn kjána.  Samt ekki dverg eins og Macron greyið.

 

Íranar áttu enga bandamenn í þessari deilu. 

Það var alveg ljóst að engan stuðning var að fá frá Moskvu eða Peking og í Arabaheiminum eru þeir einir, frá Tyrklandi er aðeins andlegan stuðning að fá, öfgarnar reyndar þær sömu en gjáin á milli er ólíkar greinar Íslam.

 

Einna helst að fá stuðning frá sora innan og meðal vestrænna fjölmiðla.

Það vantaði ekki hræðsluáróðurinn um meinta hugsanlega lokun Írana á Hormússundi, eins og tannlaus hernaðarvél, svipt öllum loftvörnum hefði til þess einhverja burði.

Eða viðtölin við stuðningsmenn þjóðarmorðs Hamas á íbúum Gasa.

 

En Trump kom, sá og sigraði.

Eða þannig.

 

Þessum átökum er ekki lokið, og mun ekki ljúka á meðan morðóðir Íslamistar eru áhrifaafl í Mið-Austurlöndum.

Njótandi stuðnings Góða fólksins á Vesturlöndum í morðæði sínu.

 

Vopnahlé er samt alltaf vopnahlé.

Og megi Trump halda áfram með slík hlé, til dæmis næst á Gasa.

 

Því þessi átök við Írani hafa afhjúpað vanmátt Ísraelsmanna, þeir geta hafið hernaðarátök, en hafa ekki styrkinn til að ljúka þeim.

Trump dró þá á landi, bjargaði andliti þeirra.

 

Fyrir þann greiða getur hann einfaldlega sagt;"Hættið hinum tilgangslausu blóðsúthellingum á Gasa"

Og Netanyahu er nauðbeygður að hlýða.

 

Þá myndi ég segja; 

Guð blessi Donald Trump.

 

Sjáum til.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísrael og Íran samþykkja vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 617
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 4735
  • Frá upphafi: 1478230

Annað

  • Innlit í dag: 536
  • Innlit sl. viku: 4072
  • Gestir í dag: 466
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband