8.3.2025 | 15:02
Hvernig getur Ekki frétt verið frétt??
Það er ekki frétt að Dagur B. Eggertsson fari með rangt mál.
Hins vegar gæti það alveg verið frétt ef hann færi með rétt mál, sérstaklega ef hann væri að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar en ekki ef rétta málið væri einhver tilvísun í þekkta staðreynd, til dæmis að Vigdís hefði verið forseti þarna á síðustu öld eða Íslendingar hefðu einhvern tímann átt sterkasta mann heims sem hét Árni Páll.
Og ef Degi yrði það á að fara einhvern tímann rétt með þegar hann segði frá borgarastjóratíð sinni, þá er það náttúrulega stórfrétt, ein helsta fyrirsögnin þann dag.
Ég er alls ekki að segja að Dagur sé daginn út og daginn inn að fara rangt með, hann einfaldlega fer aldrei með neitt, hans sérgáfa er að geta talað klukkutímum saman án þess að segja neitt, það er með innihaldi sem aðrir geta skilið.
Enda ekki að ástæðulausu að langt mál án innihalds sé kallað Dagíska.
Meinið er að núna þegar vikurnar eru liðnar frá lokun Reykjavíkurflugvallar vegna verndarstefnu Samfylkingarinnar á trjám í Öskjuhlíðinni, að þá skuli það vera frétt að Dagur B. Eggertsson fari rangt með og þá í þeim tilgangi til að afvegleiða umræðuna.
Af hverju er það ekki dagleg frétt að sagt sé frá mótmælum þingmanna landsbyggðarinnar vegna lokunar flugvallarins, jafnvel að þeir hafi staðið með mótmælaspjöld fyrir utan Alþingishúsið og síðan farið þaðan með hrópum og köllum uppí samgönguráðuneytið og lagt það undir sig og neitað að fara út fyrr en ráðherra gerði eitthvað, í stað þess að þykjast gera eitthvað.
Líf og limir fólks er undir, fólk hefur ítrekað lent í krítískum aðstæðum í bæði flugtaki og lendingu vegna hliðarvinds, og aðeins lánið kom í veg fyrir að hviðan sem olli hinu krítíska ástandi, var ekki stórahviðan sem kemur reglulega og ómögulegt er að spá fyrir um.
Samt heyrist ekki bofs í þessu fólki, það getur ekki einu sinni froðað eins og Dagur, svo aumt er það.
Landsbyggðin kaus aumt fólk á þing.
Smánin af þögninni verður aldrei þvegin af því.
Dagur er þó bara eins og hann er.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja Dag ekki fara með rétt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. mars 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 769
- Sl. sólarhring: 913
- Sl. viku: 4108
- Frá upphafi: 1429092
Annað
- Innlit í dag: 690
- Innlit sl. viku: 3693
- Gestir í dag: 609
- IP-tölur í dag: 596
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar