7.3.2025 | 15:09
Ennþá halda brandararnir áfram.
Og ennþá á Trump alla athygli fjölmiðla.
Verst að hann skuli ekki geta auglýst eitthvað vörumerki sitt í leiðinni, til dæmis með stóru barmerki, þá þjónaði þessi skrípaleikur einhverjum tilgangi.
En Trump á miklar þakkir.
Honum hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist frá stríðslokum, að sameina Evrópu, enn slíkt gerðist síðast í nokkrar mínútur eftir fall Berlínar, áður en hjól hins svarta fjármagns þurfti nýjan óvin, nýtt stríð og úr varð Kalda stríðið.
Evrópa veit núna að hún þarf að standa á eigin fótum, eða falla ella.
Ókei, kannski á Pútín smá þakkir skyldir fyrir sinn hlut.
Úti er um froðuna, kjaftæðið og vitleysuna sem náði lágpunkti þegar það varð saknæmt að hafa orð á hvernig börnin yrðu til, að til þess þyrfti konu og karl.
Gegn óvini sem ert öflugri en þú sjálfur, hefur þú ekki efni á einhverju kjaftæði, það þarf að hervæðast og neyða þjóðirnar til að horfast í augun á raunveruleikanum.
Það er reyndar ekki alveg komið að því að leiðtogar Evrópu sé búnir að átta sig á því að núna séu þeir orðnir fullorðnir, þurfi að standa á eigin fótum.
Ennþá minna þeir á grámávinn unga sem vældi utan í móður sinn fyrir utan Hornið, hún átti að gefa honum lifrarskammt sinn, í stað þess að hann taki slaginn við hina fuglana við bátshliðina.
Eða hvernig á að túlka það að eftir neyðarfundinn mikla sem blásið var til daginn eftir að uppákomuna í Hvíta húsinu, þá var datt einhverjum það í hug að núna þyrfti að hafa tvo dvega næst þegar Zelinsky færi á fund Trump, það myndi duga til að Trump myndi hætta við að hætta við eitthvað sem hann sagðist ætla hætta við þann daginn.
Samt held ég að þetta séu aðeins vaxtaverkir unglingsins sem er að komast á fullorðinsár.
Unglingsins sem veit að núna er karlmennskan ein í boði, hann þarf að læra að verja sjálfan sig og sína.
Verða það öflugur að aðrir leggi ekki í hann, en ef þeir gera það, þá hafi hann burði til að taka á móti.
Hvað Trump segir í dag, eða Trump segir á morgun, kemur því dæmi ekkert við.
Nató í dag er ekki starfandi, hvort það verði það í framtíðinni má guð einn vita.
En Bandaríkjamenn eiga ekki neina bandamenn lengur, því þeir vilja ekki eiga þá.
Því fyrr sem menn feisa þá staðreynd, því fyrr fullorðnast þeir.
Okkar fullorðnun hér á Íslandi gæti til dæmis verið sú að stöðva réttarhöldin yfir lögreglunni fyrir að verja fullveldi þjóðarinnar þegar Hamasskríll veittist að ríkisstjórn landsins.
Næsta skref væri síðan að vísa þessum skríl úr landi, jafnvel líka þeim sem hafa nýtt sér handónýtt kerfi froðunnar og kjaftæðisins til að fá hér landvistarleyfi.
Það er stríðástand í heiminum og það er ekki í boði að líða árás á fullveldið.
Annars getum bara gefist upp strax.
Kveðja að austan.
![]() |
Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. mars 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 769
- Sl. sólarhring: 912
- Sl. viku: 4108
- Frá upphafi: 1429092
Annað
- Innlit í dag: 690
- Innlit sl. viku: 3693
- Gestir í dag: 609
- IP-tölur í dag: 596
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar