4.3.2025 | 16:12
Konur eða fyllibyttur??
Það er það eina sem mér dettur í hug þegar ég les þessa veruleikafirringu, þessa árás á raunveruleikann.
Þó það sé farið að halla á efri ár hjá Kveðjunni að austan, þá man hún samt eftir því að Samfylkingin í bandalagi við hinar ýmsu hækjur, hefur stjórnað borginni á annan áratug.
Ber beina ábyrgð á óreiðunni, hvort hún sé fjármálaóreiða, skipulagsóreiða, eða umferðaróreiða, almenn sóun fjármuna þar sem miklir fjármunir fara inní borgarkerfið en sorglega lítið kemur til baka.
Auðvita er það fyrsta sem maður dettur í hug eru fyllibyttur, hver kann ekki sagnabálkinn um Sumarliða sem er fullur, og getur allt, og kann allt.
En á Íslandi í dag dugar að viðkomandi árás á raunveruleikann sé framin af konum.
Ruglið og bullið í boði kvenna, sé eitthvað sem er hafið yfir dómgreind og almenna skynsemi.
Við sjáum þetta á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem holdgervingur barnaskapar og dómgreindarleysis, beinn talsmaður alls fávitaháttarins sem kenndur er við Vók eða pólitískan rétttrúnaðar, tapaði naumlega kosningum um formann flokksins.
Vegna þess að hún var kona, ung kona, þá skiptu staðreyndir engu máli.
Hjá flokki sem þurfti lífsnauðsynlega að gera upp við forheimsku Rétttrúnaðarins og marka sér tæra hægri stefnu gegn rugli og bulli.
Þá reyndi hann samt að kjósa sína feigð, því feigðin bauð fram unga konu.
Við sjáum Valkyrjustjórnina sem lofar öllu fögru, en ætlar sér ekki að gera neitt.
Nema þá að koma Íslandi á klafa skrifræðis ESB.
En vegna þess að það eru konur sem ljúga, þá er lygin tekin góð og gild.
Svo gera menn grín að fyllibyttum.
Kveðja að austan.
![]() |
Svipta hulunni af 25 aðgerðum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 4. mars 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar