18.3.2025 | 17:06
Hermann Austmar er hetja
Og almenningur þurfti að kjósa skólastjóra á þing til að þessi sönnu orð voru mælt.
Í millitíðinni höfum við þurft að hlusta á vanvit hjá fréttamiðlum okkar taka viðtöl, eða birta síðbúnar eftiráskýringar um kerfið sem brást, en sagði eftirá áð það hefði gert hitt og þetta.
Og þegar fólk, trúnaðarmenn almennings á góðum launum, lýgur til að réttlæta aðgerðarleysi sitt sem og vanhæfni og vangetu, allar bjargir virðast bannaðar, þá sagði þingmaður þessi orð.
Faðir er hetja.
Föður, sem beygði sig ekki fyrir öllu kjaftæði Góða fólksins sem stjórnar Reykjavík, reyndar á góðum launum, svo góðum að vestræn samfélög þekkja ekki þessi laun Góða fólksins, heldur sagði; þið látið ofbeldi gagnvart börnunum okkar líðast vegna þess að gerendurnir er erlendir.
Vegna þess að þeir eru erlendir, þá mega þeir halda heilu samfélagi í herkví, níðast á börnum okkar, breyta friðsömu samfélagi í ofbeldissamfélag.
Ósnertanlegir en fórnarlömb ofbeldis þeirra mega víkja.
Vissulega berum við sem samfélag ábyrgð.
Við berum ábyrgð á öllum skoffínunum og viðrinunum Góða fólksins sem fyrir utan einbeittan vilja til að gera óbúandi í Reykjavík vegna ofstækis gegn einkabílnum, hafa engin ráð fyrir utan ráð Exel skriffinnana, til að takast á við neikvæð áhrif fjölmenningarinnar.
Vanhæfni þess og spilling hefur blasað við síðustu 2 kjörtímabil eða svo.
Hvort sem það eru tré sem ógna flugöryggi, þrjóska við að viðhalda gatnakerfi liðinnar aldar, eða vega að fórnarlömb ofbeldis fjölmenningarinnar, þá er þetta fólkið sem stjórnar.
Hvort hetja fái því breytt, veit ég ekki.
Samt er gott að vita að það er þingmaður á Alþingi, ekki ljósmynd líkt og hið aumkunarverða fólk sem við á landsbyggðinni kusu, og getur ekki einu sinni tryggt flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Jón Pétur Zimsen er maður.
Örugglega ekki einn slíkur á þingi, en hinir hafa ekki beint verið áberandi.
Kannski eru þeir fleiri, kannski er hann sá eini.
Sá eini á ræflaþingi.
Kemur í ljós.
Sem fær mann til að spyrja.
Hvar er Miðflokkurinn og þingmann hans??
Spyr blekkt þjóð og mun halda áfram að spyrja.
Kveðja að austan.
![]() |
Hermann Austmar er hetja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 18. mars 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 258
- Sl. sólarhring: 258
- Sl. viku: 514
- Frá upphafi: 1431198
Annað
- Innlit í dag: 230
- Innlit sl. viku: 459
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 215
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar