19.2.2025 | 10:12
Hve oft þarf að segja sannleikann um hina ónýt vegi?
Að þeir eru mannanna verk, á ábyrgð vegagerðarinnar.
Og það skiptir ekki máli þó vegagerðin fái viðbótarfjármagn, hún leggur þá bara fleiri kílómetra af ónýtum vegum.
Skýring þessa er einföld og hana orðar sjúkraflutningamaðurinn í þessari frétt Mbl.is;
"Um blæðingarnar á vegunum segir Einar að malbikið sé ekki lengur blandað með steinolíu. "Nú er hætt að nota steinolíu við að þynna bikið og í stað þess er notað lýsi og jurtaolía, því það á að vera svo umhverfisvænt og á að minnka eitthvert kolefnisfótspor. Steinolían gufaði upp á einhverjum vikum eftir að malbikið var lagt og þá var tjaran harðari. Jurta- og dýrafituolíur gufa ekkert upp og sitja eftir í malbikinu og gera það mýkra," segir Einar.".
Það er ekki bara að vegirnir blæði, bindingin er margfalt minni og ef það er of mikið jurtaolíusull í blöndunni þá leysast vegirnir upp, þeir festast í dekkjum bíla sem og verða að tjörukögglum sem við sjáum í sjónvarpinu starfsmen vegagerðarinnar sópa af vegunum.
Nýlagðir vegir verða strax eins og gamlir og þarf ekki nema nokkra daga til eins og sást á hinum nýja vegi um Teitsskóg.
Þetta veit næstum því hver einasta sála á landsbyggðinni, með undantekningunni þó sem er fólkið sem við kjósum á þing.
Í minni daglegu kaupstaðaferð sá ég í gær 2 bíla sem voru greinilega nýkomnir úr ferðalagi. Bílarnir sem voru með ljósu lakki, voru kolsvartir frá dekkjum upp að toppi, þaktir kolsvartri tjörudrullu.
Það er ekkert eðlilegt við þetta og þetta var ekki svona fyrr en vegagerðin fór að setja lífræna olíu í bikið sitt.
Með öðrum orðum; Vegagerðin ástundar hryðjuverk gegn hinum dreifðu byggðum sem eiga allt sitt undir samgöngum, nútímasamgöngum en ekki malarvegum hestaldar.
Það eru takmörk á öllum Rétttrúnaði.
Og það eru takmörk á allri fávisku.
Maður skyldi ætla að einn daginn fyndist einstaklingur á Alþingi sem tæki ekki lengur skýringar vegagerðarinnar gildar, kallaði eftir opinberri rannsókn og ábyrgð.
Því það eru jú takmörk.
Á meðan sitjum við uppi með hryðjuverkin, ónýta vegi og allt tjónið sem þeim fylgja.
Vonarglætan er þó þessi fréttaflutningur Morgunblaðsins.
Kveða að austan.
![]() |
Blæðingar og bylgjur hættan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. febrúar 2025
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 218
- Sl. sólarhring: 1143
- Sl. viku: 4794
- Frá upphafi: 1422852
Annað
- Innlit í dag: 195
- Innlit sl. viku: 4225
- Gestir í dag: 191
- IP-tölur í dag: 190
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar