Breytt hugs­un fyr­ir breytt sam­fé­lag

 

Svo ég vitni í fyrrum borgarfulltúra Flokks Fólksins, núverandi þingmanns hans.

Allt fólk sem þekkir til, þekkir til andófs Kolbrúnar gegn fávitahætti og Rétthugsun Góða fólksins, veit að þarna er Kolbrún múlbundin.

Óheft innflæði glæpaiðnaðarins, Mannsals og flóttamannaiðnaðarins, verður ekki leyst með fjölgun eft­ir­lits­mynda­véla, ekki nema að Kolbrún sé svo forheimsk að vera á lista Samfylkingarinnar eða Pírata.

 

Nema að Inga, eigandi félagsmálasamtakanna sem tryggði Kolbrúnu þingsæti sitt, öruggar tekjur, hún samdi við þann í neðra.

Flokkur fólksins situr upp með Dag sem Messías.

 

Og aumast af öllu er að bregðast við firringunni og afneitun Góða fólksins, að megni í Samfylkingunni og Pírötum, með því að leggja til að svar yfirvalda gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, gegn ofbeldi í sinni víðustu mynd, að vörn mennskunnar, vörn íslensku þjóðarinnar, sé að fjölga eft­ir­lits­mynda­vélum.

Og að aumingjahátturinn sé slíkur að hann sé réttlættur með meintri "breyttri hugsun fyrir breytt samfélag".

 

Svo aumt að einhver hefði spáð í gjaldið sem Inga, eigandi þessa félagasamtaka sem Flokkur fólksins er, er á milli einhver Tortilla, svona eins og hjá Útrásarvíkingunum í den??

Að gegn gjaldi verji Flokkur fólksins allt misferli sem og forheimsku Góða fólksins.

Flótta og mannsalsiðnaðinn, allt sem það aumasta af öllu aumu, og R-listinn, Dagur og Samfylkingin stendur fyrir í dag.

 

Eftir stendur þráin og vonin um betra samfélag.

Að atkvæði til Flokks fólksins séu ekki kastað á bálköst samtryggingar Samflokksins sem ætlar núna að afsala sjálfstæði þjóðarinnar með leiðsögn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttir.

Von og þrá sem Flokkur fólksins fórnaði fyrir völd og meint áhrif.

Yfirgaf sína minnstu bræður.

 

Það er ekki breytt hugsun sem tjáir breytt samfélag.

Aðeins staðfesting á því að þrátt fyrir allt þá skipta peningar máli.

Að þeir séu hreyfiafl, sem fær meinta rebella til að ganga í takt með auðnum, sem þeir þóttust berjast gegn, en peningarnir fegnu á skjótt til að skipta um skoðun.

 

Breytir því samt ekki að ég bar virðingu fyrir Kolbrúnu.

En ég  ber enga virðingu fyrir myndavélum hennar, eða réttlætingu hennar að hafa gengið Auðnum á hönd, vissulega hefur samfélag okkar breyst, sú breyting réttlætir hins vegar ekki svik, eða þjónkun við auð hinna ofurríku.

Hún gat valið á milli fólksins sem kaus hana, og Ingu.

Ingu sem að einhverjum ástæðum hefur svikið allt sem hægt er að svíkja.

 

Hennar stærstu svik að framlengja völd leppa Dags, og dagískunnar í Reykjavík.

Svik sem ekkert getur fyrirgefið.

 

Flokkur fólksins er í dag stekkur, sem líkt og þjóðskáldið benti á, er yfirgefinn og rústir einar.

Svik við allt sem fólkið sem kaus flokkinn, trúði á.

 

Samt fréttamatur.

Því í kjarna hans býr vonin.

 

Von sem þrátt fyrir allt og alla, á enga betri rödd en rödd Ingu Sæland.

Svona eru tímarnir skrýtnir í dag.

 

Og enginn skyldi vanmeta Ingu Sæland.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill öryggismyndavélar í skólana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænska ástandið.

 

Það er ótrúlega sorglegt að horfa uppá hvernig við Íslendingar höfum flotið steinsofandi að feigðarósi varðandi víti frændþjóða okkar á Norðurlöndum á óheftum innflutningi á fólki frá fjarlægum slóðum, þar sem þessu fólki er komið fyrir í afmörkuðum hverfum meðal fátækari hluta samfélagsins, látin einangrast þar og eina krafan sem til þess er gerð að það sé til taks að vinna skítastörfin fyrir okkur hina ríku velmenntuðu heimamenn.

Eitthvað svona litað pakk (í augun hinnar ríku vel menntuðu elítu) sem sjái um skúringarnar, ræstingarnar, umönnun sjúkra og aldraða, ofurseld grimmd og græðgi þess markaðar sem býður út störf þeirra til lægstbjóðanda. 

Orð eins og réttindabrot, mannsal, fylgja störfum þess.

 

Í von um betra líf lætur megnið af innflytjendum frá fjarskaistan þetta yfir sig ganga, en ekki allir.

Þeir snúast til varnar, glæpavæða nærsamfélög sín, herja síðan á hina ríku innfæddu, breyta áður friðsömum samfélögum í ófriðarsvæði þriðja heimsins líkt og Svíar hafa reynt á eigin skinni undanfarin ár.

Allt vegna þess að hin menntaða yfirstétt lítur niður á ræstingar og ræstingarfólk, tímir ekki að borga því laun, og telur helst ekki þrifið nema einhver litaður sjái um það.

 

Síðan aðlagast börnin ekki, litarháttur þeirra, léleg tök á tungumáli heimamanna, ólíkur menningargrunnur, allt leggst á eitt að reisa um þau girðingar frá samfélagi heimamanna, enda þeim ætlað að taka við hinum illa launuðu störfum foreldra sinna í fyllingu tímans.

Það þarf sko að þrífa segir Góða fólkið.

Umber þar með varnarviðbrögð þessara krakka, gengjamyndunina, ofbeldið og annað, börnin þurfa að fá að rasa út áður en þau kúst og fæjó í hendurnar.

 

Þessi tala mín hér að ofan er einföldun á grafalvarlegu ástandi, sem vissulega er miklu flóknara en þetta, en kjarninn er sá að sá glæpaiðnaður sem kenndur er við Flótta og mannssalsiðnaðinn, í samstarfi vinn innlend atvinnugóðmenni sem hafa góðar tekjur og örugga atvinnu af meintri gæsku sinni og góðmennsku, flytur inn fólk til að vinna meint skítastörf samfélagsins, heldur þar með niður launum og öllum starfsaðbúnaði, og innviðir samfélaganna sem fá alla þessa holskeflu fólks, ráða ekki við að aðlaga hana samfélaginu sem er fyrir.

Atburðirnir í Breiðholtsskóla eru ekki tilfallandi, þeir eru afleiðing.

Og vont á aðeins eftir að versna þar til það verður óviðráðanlegt.

 

Það breytir samt ekki brotalömunum sem ofbeldið í Breiðholtsskóla hefur afhjúpað.

Hvað er að kerfi sem hefur aðstoðarskólastjóra sem lætur þetta út úr sér; "Það er mjög flókið ferli að vísa nem­anda úr skóla og sveit­ar­fé­lagið ber ávallt ábyrgð á því að viðkom­andi fái skóla­vist. Þetta eru nem­end­ur á þeim aldri að við mynd­um aldrei fara út í slík úrræði."

Svona í ljósi þess að það var ekkert vandamál að láta fórnarlömbin hætta að mæta í skólann því ekki var hægt að tryggja öryggi þeirra í skólanum eða skólalóð.

 

Aumingja gerendurnir, aumingja ofbeldisseggirnir, það þarf að passa uppá skólagöngu þeirra, tryggja að þeir geti áfram fengi frá núll til einn í einkunn.

Skítt með öll hin börnin sem koma í skólann til að læra.

Fórnarlambsvæðing ofbeldis og eineltisseggja í sinni tærustu mynd og henni þarf að linna.

 

Síðan í ljósi þess að foreldri kvartað strax 2019 yfir líkamlegu ofbeldi sem ung dóttir hans varð fyrir, og hefur síðan síkvartað og reynt að fá þetta kerfi sem fórnarlambsvæðir gerendur eineltis og ofbeldis, til að takast á við vandann og hindra þetta ofbeldi og einelti, með mjög takmörkuðum árangri, þá er ótrúlegt að lesa að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar þykist koma að fjöllum varðandi þetta grófa ofbeldi og einelti.

"Í svari skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar (SFS) við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins seg­ist SFS ekki kann­ast við viðvar­andi einelt­is- og of­beld­is­vanda í Breiðholts­skóla. „Í þessu til­felli sem er vísað til hef­ur margt verið gert til að greiða úr vanda í nem­enda­hópi og til að tryggja vinnufrið en eins og gef­ur að skilja er oft um flók­in mál að ræða,“ seg­ir enn frem­ur í svar­inu. Seg­ist SFS ekki geta tjáð sig frek­ar um málið vegna per­sónu­vernd­ar­laga."

Og já, það litla sem stjórnsýslan veit má hún ekki tjá sig um vegna persónuverndarlaga.

Það er skálkaskjólið en eftir stendur spurningin, hvað er þetta blessað fólk að gera í vinnunni sinni??

 

Lýsingarnar á ofbeldinu eru átakanlegar og maður spyr sig; Er þetta virkilega Ísland í dag.

Mig langar að vitna í orð einnar móður og spyr síðan hvað er að kerfisfólki sem notar orðið vandi yfir svona ofbeldi og þá óttastjórnun sem er markmið þess;

"Nema hvað að nú eru strák­arn­ir farn­ir að beita of­beldi eins og full­orðnir menn. Það er verið að sparka í and­lit, sparka í höfuð, sparka í maga. Þetta er orðið ofboðslega ljótt of­beldi núna.".

 

En þetta eflir víst þroskann segir aðstoðarskólastjórinn; "Já, varðandi það að hafa misst úr vegna þess að nám og kennsla voru ekki í lagi vegna skorts á vinnufriði, þá er nám nem­enda á þess­um aldri sam­tengt þrosk­an­um – það er ekki eins og þetta sé pakki sem þau missi úr. Þau hafa á þessu tíma­bili bætt við sig mikl­um þroska og í raun­inni er meg­in­verk­efni okk­ar að koma þeim til manns og hjálpa þeim að til­einka sér náms­hæfni, þannig að þau verði bara betri nem­end­ur. Smám sam­an munu þau ná betri tök­um á þessu.".

Þegar maður les þess orð eftir allar lýsingar blaðamanns á ofbeldinu og ógnarástandinu sem ríkt hefur í þessum bekk, og látum ekki okkur detta í hug í eina mínútu að um einsdæmi sé að ræða, þá hvarflar sú hugsun að manni að kannski séu ofbeldisseggirnir ekki vandamálið.

Það liggi  annars staðar.

 

Í firringu og afneitun.

Þeirra sem ábyrgðina bera og við treystum fyrir börnum okkar.

 

Eitthvað sem við ættum að íhuga.

Kveðja að austan.


mbl.is Foreldrar lýsa ofbeldinu: „Börn eru lamin í frímínútum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 227
  • Sl. sólarhring: 1140
  • Sl. viku: 4803
  • Frá upphafi: 1422861

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 4233
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband