Frumvarp til landráða.

 

Það vakti mikla eftirtekt í byrjun þings síðastliðið haust að eina þingmál þáverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar, var frumvarp um bókun 35,  sem kveður á um forgang Evrópulöggjafar umfram íslensk lög.

Frumvarp, sem virtasti lagaprófessor landsins, Stefán Már Stefánsson, bendir á að sé beint brot á stjórnarskrá þjóðarinnar.

Virðingu sína hlaut Stefán Már þegar hann einn innlendra háskólamanna þorði gegn ægivaldi fjármagns og keyptra pótintáta Evrópusambandsins, þorði gegn ICEsave samningnum, og hafði að lokum sigur fyrir EFTA dómnum, lögfræði hans var rétt.

Lögfræði hins keypta leiguþýs var röng.

 

Niðurstaða Stefáns Más er eins afdráttarlaus og hægt er að ætlast til af fræðimanni í grein þar sem fjárhagslegir og aðrir hagsmunir dómara og dómsstóla vega allavega til jafns á við staðreyndir laga þegar dómar eru kveðnir upp.

"Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or emer­it­us í lög­fræði, seg­ir .. að frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35 feli í sér tals­verða breyt­ingu á því hvernig EES-regl­ur hafa verið inn­leidd­ar í ís­lensk­an lands­rétt. Þær regl­ur myndu þar með fá svo­nefnd for­gangs­áhrif gagn­vart öðrum ís­lensk­um lög­um, sem aft­ur gæti leitt til réttaró­vissu. Stefán Már seg­ir enn frem­ur að ef veita eigi lög­um sem stafi frá er­lendu rétt­ar­kerfi for­gang í um­tals­verðum mæli, kynni slíkt að fela í sér framsal lög­gjaf­ar­valds­ins, en það væri aft­ur and­stætt 2. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar."

Enda augljóst mál að stjórnarskrá sem leyfir slíkt valdaafsal, að erlent ríki eða erlent ríkjasamband setji lög sem eru æðri innlendum lögum, er ekki stjórnarskrá sjálfstæðs ríkis.

 

Og öll sjálfstæð ríki hafa í löggjöf sinni ákvæði um slíkan gjörning, og þau lög alls staðar í heiminum er kennd við landráð.

Líka hérna á Íslandi.

 

Það er því ljóst að ráðherra í þáverandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ætlaði að leggja  fram frumvarp um bein landráð.

Sem og að þau landráð voru framin þegar núverandi utanríkisráðherra, ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, lagði fram frumvarpið um bókun 35.

Það þarf ekki að rífast um þetta, stjórnarskráin er skýr hvað þetta varðar, við erum sjálfstæð þjóð.

Ennþá, allavega að nafninu til.

 

Það er ótrúleg árátta stjórnmálamanna að telja sig ekki þurfa að lúta lögum, lögin sem þeir setja séu fyrir alla aðra en þá sjálfa.

Man einhver eftir styrkjamálinu??, eða eru einhverjir nýir skandalar búnir að yfirtaka umræðuna??

Eða trjánum í Öskjuhlíðinni sem var leyft að ógna flugöryggi og enginn gerði neitt

Svo nýleg dæmi séu nefnd.

 

En að telja sig umkomna að þurfa ekki að lúta stjórnarskránni er eitthvað óeðli eða innanmein í stjórnsýslu þjóðarinnar, eitthvað svona á pari við þá félaga sem telja sig eiga Rússlöndin, það hvíta og það stóra.

Sem sjálfstæð þjóð á ekki að líða.

Og hefur til þess réttarkerfi, verkfæri þess, lögreglu og dómsstóla.

 

Núna reynir á ríkissaksóknara; ha ha.

Á dómsstóla; spurning.

Á almenning; Já.

Sem og fjölmiðla, blaðamenn og aðra.

 

Sá skuggi hvílir yfir frjálsum fjölmiðlum að þeir eru ekki frjálsari en það að þeir hafa þegið mútugreiðslur frá bandarísku þróunarstofnunni gegn ákveðnum fréttaflutningi.

Sambærilegar mútugreiðslur hafa verið afhjúpaðar úr sjóðum Evrópusambandsins, frelsið var sem sagt til sölu.

Og hvort það hafi verið selt á Íslandi á eftir að koma í ljós.

 

Lögin og stjórnarskráin eru skýr.

Virtur fræðimaður hefur kveðið upp sinn dóm; frumvarp um bókun 35 er bein landráð.

Og mun vera svo nema stjórnarskráin sé breytt að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Staðreyndir sem eru ekki umflúnar.

Sem ekki er hægt að rífast við.

 

Landráðafólk mun vissulega rífast við þessar staðreyndir, treysta á jákvæða umfjöllun mútuþega og eiturbyrlara í fjölmiðlastétt, sem og að pólitíski Rétttrúnaðurinn á skrifstofu Ríkissaksóknara grípi ekki inní.

Það mun bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins til að múlbinda þann flokk í samsekt.

Samspillingin, samsektin, á að tryggja að Alþingi samþykki að leggja sjálft sig niður sem löggjafarvald.

Og það treystir á að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands vinni það sér til vanhelgi að samþykkja landráðin.

 

Eftir standa sjálfstæðir dómsstólfar, sem eru kannski ekki svo sjálfstæðir.

Og þjóðin, sem er kannski ekki svo sjálfstæð heldur.

 

Fróðlegt að sjá hvað úr verður.

Hvort Fjallkonan lúti í gras.

 

Hvort hetjur ríði ennþá um héruð.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Frumvarp gæti leitt til réttaróvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2025

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 233
  • Sl. sólarhring: 1126
  • Sl. viku: 4809
  • Frá upphafi: 1422867

Annað

  • Innlit í dag: 208
  • Innlit sl. viku: 4238
  • Gestir í dag: 203
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband