Þegar réttarríkið varð undir

 

Undanfarna vikur og mánuði hefur þjóðin upplifað harðsvíraðar aðfarir að réttarríkinu.

 

Mest æpandi eru mál sem tengjast flótta og mannsalsiðnaðinum, þar geta skipulagðar herferðir á samfélagsmiðlum og ríkisfjölmiðlinum komið í veg fyrir að þó hriplekri löggjöf um málefni meintra flóttamanna sé framfylgt.

Og fyrir opnum tjöldum getur þessi iðnaður starfað, brotið niður eðlilegt vinnuumhverfi, skekkt samkeppnisumhverfi fyrirtækja, þarf ekkert að óttast að því gefnu að fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins detti ekki um sofandi menn í gluggalausum kjöllurum  og æðstu yfirmenn lögreglunnar geti þar með ekki þaggað niður málið, verða tilneyddir að rannsaka líkt og í vor í veitingabransanum.

Einn angi þessarar aðfarar að réttararíkinu er brottvikning ríkisaksóknara á Helga Magnússyni vararíkissaksóknara, hans raunsök var að vísa réttmætri kæru á meintum mútugreiðslum hjálparsamtakanna Solaris til baka til lögreglunnar með þeim vinsamlegu tilmælum að rannsaka kæruna því það giltu lög í landinu.

 

Núna síðast gaf lögreglustjórinn á Akureyri það út að ef þú ert blaðamaður, þá mátt þú skipuleggja þjófnaði til að nálgast gögn úr farsímum, við þá þjófnaði mátt þú byrla fólki ólyfjan, jafnvel þó það þurfi gjörgæslu til að bjarga lífi þess, og þú mátt síðan nýta gögn úr hinum stolnu farsímum til að netkúga fórnarlömb glæpa þinna.

Ef þú ert blaðamaður.

Og segist vera að vernda heimildarmenn.

 

"Síðasta orðið hefur ekki verið sagt" segir fórnarlamb.

Þjóðin, sem er fórnarlamb þessara sí-aðfara að réttarríkinu, tekur vonandi undir þau orð.

 

Snatar mannsals og flóttamannaiðnaðarins munu gala á torgum.

Systralagið mun skála í kampavíni í einhverju bakherberginu.

 

En þjóðinni er ofboðið.

Þessi þarna sem talar ennþá íslensku, er alin uppí góðum siðum, veit þar með að lög og regla er ekki til að fela hitt og þetta.

 

Hingað og ekki lengra.

Takk.

Kveðja að austan.


mbl.is „Síðasta orðið hefur ekki verið sagt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 258
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 310
  • Frá upphafi: 1373384

Annað

  • Innlit í dag: 226
  • Innlit sl. viku: 264
  • Gestir í dag: 215
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband