Bjarni talar tæpitungulaust.

 

Segir að honum" finnst það skipta öllu máli að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti".

 

Kæra Solaris, hinna meintu hjálparsamtaka, á hendur Helga vararíkissaksóknara er af sama meiði og hótanir sækopatans sem sat um Helga og fjölskyldu hans í mörg ár, og ríkissaksóknari lyfti ekki litla fingri til að styðja eða vernda undirmann sinn.

Kæra Solaris er hefndaraðgerð eftir að embætti ríkissaksóknara fyrirskipaði lögreglunni að framfylgja lögum um mútur og fjármögnun hryðjuverkasamtaka, pólitískur rétttrúnaður væri ekki æðri lögum.

Pólitískur rétttrúnaðurinn, sem grafið hefur um sig á toppi embættis ríkissaksóknara, var heldur ekki sáttur með þá afgreiðslu, kæra Solaris, samtaka sem ætti að rannsaka ofaní kjölinn, varð skálkaskjól þessa pólitíska rétttrúnaðar til að víkja Helga, eða réttara sagt að biðja dómsmálaráðherra að víkja honum úr starfi.

Greinilega treyst á systrabræðralagið.

 

Meinið er að Bjarni getur ekki tjáð sig skýrar en hann gerði, svo ég endurtaki hluta orða hans; " .. að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti.".

Hótanir Solaris og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eru greinilega líka undir.

Enda þarf Bjarni að fara að gera eitthvað áður en flokkur hans fer niður fyrir 10% markið.

Íhaldsfólk er búið að fá nóg af samfylkingunni innan Sjálfstæðisflokksins og rétttrúnaði þess.

 

Sigríði tókst að fylla þann kaleik.

Fleiru verður ekki kyngt.

Kveðja að austan.


mbl.is Skýrt að hótanir verði ekki liðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1373012

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband