3.8.2024 | 14:38
Gapið.
Þegar svo er komið fyrir einni þjóð að vegna ranghugmynda í umhverfismálum getur hún ekki lengur lagt nothæfa vegi eða byggt hús sem endast, að þá er henni fyrirmunað að kjósa sér forseta sem heldur sig við raunveruleikann.
Íslensk þjóð á undir högg að sækja, markvisst hefur verið unnið að því að skipta um þjóð í landinu, hátt í þriðjungur hennar er af erlendu bergi brotinn, með farandvinnuafli slagar það hátt í helming.
Með til dæmis þeirri augljósu afleiðingu að íslensk tunga stefnir beint á válista, síðasta Pisa könnun gefur sterkar vísbendingar um það.
Vaxtabrjálæðingar eru síðan að gera landið óbyggilegt ungu fólki, rökin eru síþenslan á húsæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins sem er bein afleiðing af þjóðarskiptunum, einhvers staðar þarf jú allur þessi innflutningur að búa.
Síðan eru sameignir þjóðarinnar hægt og rólega bútaðar niður og seldar eða kvótasettar.
Venjulegt fólk skilur ekki bullið sem vellur um á þingi dag og nótt, á meðan ekkert er gert til að takast á við vanda þjóðarinnar.
Á svona tímum hefur þjóðin ekkert að gera við forseta sem heldur að hún sé Vigdís, og árið sé 1980.
Og Morgunblaðið setur niður að taka þátt í þeim leik.
Það getur betur en þetta.
Kveðja að austan.
Þarf að sýna í verki að hún sé traustsins verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 3. ágúst 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar