Halla og húmorinn.

 

Halla Tómasdóttir er fín kona, hún getur verið alþýðleg enda unnið í fiski sumarpart í æsku í Fjarðabyggð, hún er greind, og hún er skörp.

Hún er líka gráðug og fégjörn, annars hefði hún aldrei tekið þátt í uppklappi útrásinnar, en staðfesting á greind hennar er að hún hafði vit á að kúpla sig út frá meinstrím græðgisvæðingunni korteri fyrir Hrun með því að þykjast vilja græða pening í nafni kvenna, kvenfrelsis, eða hvaða orð græðgifélagið Auður notaði til að réttlæta sérstöðu sína á hinu almenna fjármarkaði kauphallanna.

 

Hún kom inní forsetakosningarnar eins og stormsveipur með fullar hendur fjár, búin að vinna fyrir glóbalfjármagnið, klæddi sig niður í alþýðustelpu, og vann forsetakosningarnar vegna þess að Kristrúnarliðið í Samfylkingunni ákvað að fórna frambjóðanda sínum, þeim mæta manni, Baldri Þórhallssyni.

Halla gat samt ekki flúið fortíð sína, þó auðblekktur íslenskur almenningur, í skjóli ekki vel gefins fjölmiðlafólks, munum að Femínistinn á Morgunblaðinu er ekki vel gefinn, nema í samanburði við börnin og feitu strákana á Rúv, þá reka alþjóðlegir fjölmiðlar ennþá fréttastofur, en ekki Ekki-fréttastofur.

Fyrirsagnir þeirra voru allar á einn veginn, fjárúlfur með tengsl við alþjóðlega græðgisvæðinguna, auðkona, vann íslensku forsetakosningarnar.

Sleppt var að minnast á þátt Kristrúnar í því ferli, enda þótt Kristrún Frostadóttir sé meintur frelsari vinstri og félagshyggjufólks, þá veit enginn af tilvist hennar erlendis.

 

Halla er samt örugglega alveg ágætis stelpa, hún vann jú í fiski sumarpart.

Og hún kann á Tikk Tokk, svo er hún vel máli farin.

Reyndar flott ef hún hefði ekki boðið sig fram undir fölsku flaggi, og hefði ekki unnið forsetakosningarnar vegna Kristrúnar og hennar valdafíknar í Samfylkingunni.

 

Svo kemur þessi frétt, að meint alþýðuklæði hafi aðeins verið leikbúningur hjá gráðugri fjáraflakonu, enda þarf þá hæfileika til að verða kosin formaður Viðskiptaráðs.

Ráðið sem sko alltaf að ráðast að innviðum og þjóðarhag, sem telur allt til sölu, líka þjóð og land.

Frétt um að Halla gæti ekki hamið sig þó örfáar vikur færi til innsetningar hennar í forsetaembætti Íslands, fyrst þjóna hins alþjóða auðmagns.

 

Hún, sem er ofsarík á mælikvarða þeirra alþýðukvenna sem hún þóttist vera í kosningabaráttu sinni, þurfti samt að græða örfáa aura í viðbót.

Eða var gróðinn talin í milljónum??, hvað veit ég sem hef aldrei grætt nokkurn aur nema þá krónu sem ég hirti upp á bílastæði Olíssjoppunnar í bænum mínum fyrir svona 15 árum síðan.

 

Húmorinn er samt fyrirsögn Mbl.is að halla sé komin á einhvern meintan hálan ís.

Eins og nokkur maður hafi ekki vitað hvað hún er og fyrir hvað hún stendur.

 

Með þessum húmor bakkar Mbl.is upp atlögu auðmagnsins að restinni að íslensku sjálfstæði, það er ekki nóg að eiga Einflokkinn á Alþingi, það getur ekki heldur látið forsetaembætti okkar í friði.

Reyndar kann ég vel að meta góðan húmor, til dæmis þegar forstjóri Síldarvinnslunnar tilkynnir árlegasamfélagsstyrki félagsins í minni heimabyggð, og er stolltur af örlætinu, en mætti samt ekki frekar hrósa Höllu fyrir útsjónarsemi, þó gróðinn sé aðeins brotabrot af tekjum hennar og auð, þá er hún eins og Jóakim Aðalönd sem lætur ekkert gróðatækifæri, hversu lítið sem gróðinn er, framhjá sér fara.

 

Við hin sem grátum forsetaembættið, getum varla alveg haldið áfram að gráta, eða keypt okkur snýtuklúta.

Þjóðin kaus Höllu.

Eins og hún er, ekki eins og fólk héldi að hún væri.

 

Á milli er diff, en sá diff er ekki Höllu sök.

Græðgi og gróði er hennar ferski andblær á Bessastaði.

Og ekki grætur Viðskiptaráðið það.

 

Við sem kusum hana Ekki eigum heldur ekki að gráta.

Ég kaus hana ekki.

En ég er samt hluti af þjóðinni.

Sit uppi með niðurstöðuna.

 

Og ég hef húmor fyrir Höllu.

Kveðja að austan.


mbl.is Halla komin „á hálan ís“ í auglýsingu Brimborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband