25.7.2024 | 07:50
Seint í rass gripið.
Það má teljast mikið afrek að Joe Biden skuli hafa komist fyrir á sjónvarpsskjánum fyrir skottinu sem hann hafði milli fóta sér þegar hann tók á rás frá framboði sínu.
Aldrei í stormasamri stjórnmálasögu Bandaríkjanna hefur verið vegið eins hart að lýðræðinu með þessu sjónarspili um Joe Biden og Kamillu Harris.
Það er göfugt að afhenda yngri kynslóðum keflið en það er ekkert göfugt að gera það nokkrum vikum fyrir kosningar.
Og ef Kamila Harris er "bæði hörð af sér og mjög hæf", af hverju var hún ekki látin taka prófkjör flokksins og rúlla þeim upp??
Fáráð fréttarinnar er svo að styðja þessi orð Bidens um Kamillu með því að segja að hún hafi nú þegar "tryggt sér nægan stuðning til þess að fá útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í næsta mánuði".
Að aðför samsærisfólks að lýðræðinu lýsi einhverri hæfni í merkingunni hæfileika til að gagnast landi og þjóð en ekki sinni eigin metorðagirni og valdafíkn.
Kamilla Harris, varaforsetinn sem enginn tók eftir þó forsetinn væri bæði hrumur og með augljós elliglöp, er alltí einu orðin stjarna umræðunnar.
Bjargvætturinn sem forðaði þjóðinni að kjósa á milli tveggja frambjóðanda sem báðir virtust vera komnir fram yfir síðasta söludag, Biden þó sýnu verri.
Nema hún hefur ekki til þess lýðræðislegt umboð.
Leikflétta, sjónarspil, sýnd, allt orð sem lýsa góðri sápuóperu frá Suður Ameríku.
En eiga ekki að lýsa heljartökum örfárra flokkseiganda á bandarísku lýðræði.
Í því ljósi eru þessi orð Joe Bidens; "Að verja lýðræðið, sem er nú undir, er mikilvægara en nokkur vegtylla", örgustu öfugmæli, þau komu 6 mánuðum of seint.
Fyrir 6 mánuðum hefðu þau verið sönn og rétt, það var vissulega kominn tími á ferskar og nýjar raddir en þá fór bara sjónarspil leikfléttunnar af stað.
Það er kjarninn og þann kjarna á að ræða.
Ekki spila með, ekki kyngja þessari aðför að leifum lýðræðisins vestra.
Það er eins og að dansa með Pútín og hinu meinta lýðræði í Kreml.
Svo er alltaf kosið í Norður Kóreu og frambjóðandi alþýðunnar þar í landi, einhver Kim Jong vinnur alltaf með ríflega 110 prósent greiddra atkvæða, og þar er alltaf klappað fyrir hinum mikla stórsigri þessara hógværu alþýðuhetju.
Þar er reyndar byssukúlan undir ef ekki nógu vel er klappað, en hvað er undir hjá þeim fjölmiðlum og stjórnmálaskýrendum sem sjá ekki nekt keisarans þarna vestra??
Er þetta bara allt orðið eitt shóv, einn stór raunveruleikaþáttur þar sem mesti fáránleikinn fær alla athyglina og mesta klappið??
Er tilveru okkar í raunheimi lokið, hefur tómhyggja rétttrúnaðarins endanlega innlimað okkur í sýndarveruleikans??
Veit ekki.
Langaði bara að spyrja svona í morgunsárið.
Núna í rigningunni hér fyrir austan.
Kveðjan að austan engu að síður.
Afhendir yngri kynslóðum keflið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 25. júlí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar