24.7.2024 | 07:40
Komu landvættirnir þjóðvegunum til bjargar??
Þó það sé vissulega sorglegt að stjórnvöld geti ekki einu sinni sinnt innviðum þjóðarinnar og að Alþingi sé löngu komið úr tengslum við bæði þjóð og raunveruleikann, kristallast í að alla þessa öld hafa meint orkuskipti verið forgangsmál, á sama tíma ekkert verið gert í að afla rafmagns eða byggja upp innviði, að þá er það hrein gleðifrétt að lítið eða ekkert sé malbikað eða klætt þetta árið.
Slysagildrum ónýtra vega fjölgar ekki á meðan.
Við höfum ekkert við nýja vegi að gera á meðan stjórnendur Vegargerðarinnar eru glæpsamlega vanhæfir.
Núna nýlega afhjúpaði almennur borgari á samfélagsmiðlum að nýlagður vegur um Teigsskóg þyldi ekki einu sinni umferð gangandi vegfaranda, skósólarnir tóku með sér bikið.
Í fréttum Rúv í gær var sýnt frá reiðhjóli sem reif upp tiltölulega nýlagða klæðningu á Öxnadalsheiðinni, það sást ekki í munstur dekkjanna fyrir biki.
Það sér það hver viti borinn maður að það er tilgangslaust að leggja nýja vegi eða viðhalda þeim gömlu ef mesti þunginn sem þeir þola er þegar mýs skottast yfir veginn, annað telst of mikil umferðarþungi.
Hvernig þessi glæpsamlega vanhæfni hefur fengið að grafa um sig hjá vegagerðinni og komist upp með að í nafni umhverfistrúarbragða leggja ónýt efni á vegi landsins er spurning sem þarf að fá svar við sem fyrst.
Þjóðin í þessa stóra landi okkar á allt sitt undir samgöngum, að eyðileggja þær vísvitandi með bæði augu galopin, er glæpsamleg ósvinna, sem Alþingi og ríkisstjórn ber beina ábyrgð á.
Það hefur áður hitnað á Íslandi, það hefur áður komið 17-20 stiga hita. Og afsökunin um tíðar veðurbreytingar er hláleg, af hverju halda menn að íslensk tunga notar orð eins og umhleypingar, rysjótt tíð til að lýsa veðrinu, þessi orð voru ekki fundin upp á síðasta áratug, eða eftir að íblöndun matarolíu hófst í vegagerð.
Á meðan keyrir almenningur um og spænir upp nýlagða klæðningu, á slysagildrum sem aldrei hafa átt að leggjast.
Lækka hámarkshraðann, hið margítrekaða stef sem fréttafólk gleypir við, var kyrjað í frétt Rúv í gær. Eins og að of hröð hjólun hafi verið vandi hjólreiðamannsins sem sökk ofan í matarolíudrulluna á Öxnadalsheiðinni.
Síðan geta menn spurt sig til hvers er að hafa nýlagða vegi ef ekki er hægt að fara hraðar yfir en á hestagötunum í gamla daga, landið er stórt, vegalengdir til Reykjavíkur langar, fólk vill komast á skikkanlegum tíma en ekki eyða dögum og vikum í ferðalög vegna þess að þjóðvegir landsins eru hálfófærir vegna veðurs.
Landvættirnir hafa sannarlega vaktað þessa þjóð í 1100 ár, henni hefur alltat eitthvað orðið til bjargar á neyðartímum, af mörgu sem má taka er sú grilla í höfði hjá aldamótakynslóðinni 1900 að þessi bláfátæka þjóð kæmist til manns ef hún yrði sjálfstæð og réði sér sjálf.
Einnig má benda á neyðarviðbrögðin við hruni bankanna sem Seðlabankinn töfraði út úr handraða sínum á ögurstundu, án þeirra værum við ekki til sem þjóð í dag.
Og núna aularnir á þingi sem gátu ekki afgreitt samgönguáætlun, þeir voru víst of uppteknir að ræða þessi mannréttindi sem íslensk stjórnvöld er sífellt að brjóta á flóttafólki heimsins.
Það gerir Alþingi og ríkisstjórn svigrúm í sumar til að gera einu sinni það sem rétt er.
Að feisa raunveruleikann og takast á við hann.
Geri hún það ekki þá er þetta fólk eins og hver önnur óværa sem þjóðin þarf að losna við sem fyrst.
Þá mun reyna aftur á landvættina.
Kveðja að austan.
Mikill samdráttur í framkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 24. júlí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar