22.7.2024 | 16:36
Lúserinn sem rak stóra rýtinginn í bak Biden.
Er sögð hafa þjófstartað til að tryggja sér útnefningu flokkseigandafélags Demókrata, en fréttin er að skynsemisfólk reynir að róa ástandið, biður fólk um að staldra við, að taka ekki stuðning við Brútus á þetta.
Víti hans er jú eitthvað sem ber að varast, og ennþá er til læst fólk í Demókrataflokknum sem veit hvernig Shakespeara afgreiddi Brútus og rýtinga hans.
Spurningin er hins vegar hvort viðkomandi, lúffi þegar þeir átta sig á að Brútus, það er Kamalia Harris er aðeins verkfæri, þó rýtingur hennar sé stuttur, og hafi aðeins dugað á lifandi lík, þá býr hið dulda vald flokksins yfir margfalt stærri rýtingum, eitthvað sem Clinton og frú hafa þegar skilið.
Hvernig hins vegar hið dulda vald ákvað að veðja á Harris, er dæmi um hið óskiljanlega sem hefur átt sér stað innan raða flokkseigandafélags Demókrata, nógu illskiljanlegt var að ætla sér að framlengja forsetatíð Bidens, en að vega hann til að koma Harris að, er eitthvað sem vart er hægt að skilja.
Harris er jú lúser, hefur tapað öllum kosningum nema þegar hún bauð sig fram til ríkissaksóknara Kaliforníuríkis, og lofaði meiri hörku, meiri ósveigjanleika gagnvart jaðarsettu ógæfufólki. Þá vann hún með 1,5 prósent atkvæða af heildarfjölda kjósenda, aðeins svín og þaðan af verri eintök mannlegrar flóru styðja slíka manneskju, aðrir kjósa ekki um svona embætti.
Er sem sagt, svo ég vitni í fornt líkingamál, Norn í mannsmynd.
Nema að nornir eru góðar, en Kamilla er það ekki.
En hún er kona, og hún er næstum því svört, hvaða máli skiptir það þó hún sé sálarlaus??
Góða fólkið hefur jú kyngt öðru eins.
Og hún hefur tötsið, ekki síður en Brútus.
Lúser sem hefur ekki unnið neinar kosningar, gæti jú alltaf unnið þær þegar ímyndunarsmiðir hins dulda valds leggjast á eitt.
Við Íslendingar kusum jú lepp hins alþjóða auðmagns sem forseta, hún var aðeins kona en ekki hálfsvört.
Reyndar með sál og karma, eitthvað sem Kamillu skortir, en má ekki ímyndavæða það í burt, þannig að á eftir verði hún stórasystir jólasveinsins.
Og hún er vopnfim, kann allavega að beita rýtingum.
Jæja, ég skal hætt þessu, hætta að hæða þennan skrípaleik Góða fólksins vestra.
Eftir stendur hjárænan um að Trump ógni lýðræðinu.
Sem má vel að hann geri í nánustu framtíð, þá reynir á stjórnarskrá og lýðræðislegar stofnanir Bandaríkjanna.
En fall Bidens og upphefð Kamillu er beint tilræði við lýðræði, jafnt Bandaríkjanna sem og hins vestræna heims, og það tilræðu á sér stað í dag, í beinni útsendingu.
Auður og völd Örfárra, í samvinnu við hið Djúpa vald, hefur svívirt bandarískt lýðræði með leikfléttunni um framboð Bidens sem átti að enda með framboði Kamillu Harris, þó hún hefði ekki til þess neitt umboð hins almenna kjósenda Demókrataflokksins.
Eitthvað sem jafnvel Pútín hefði verið stoltur af þegar leikflétta hans gerði hann að forsætisráðherra, og forsætisráðherrann að forseta, en valdaskipti fóru aldrei fram.
Eitthvað sem allir sáu í gegnum, en í dag virðast meginfjölmiðlar vestrænna ríkja ætla að kyngja þessari aðför að lýðræðinu þegjandi og hljóðalaust.
Það er spilað með eins og þessi gáfumannafrétt Femínistans á Morgunblaðinu gerir, en þó hann vaði ekki beint í vitinu, þá á þessi frétt of marga sína líka í meinstrím fjölmiðlum Evrópu og Bandaríkjanna.
Spilað með í stað þess að spurningar séu spurðar.
Og þeim sé svarað.
Af sem áður var.
Ég spái því samt að lúserinn tapi.
Hann er jú lúser.
Sumt blasir við.
Kveðja að austan.
Obama ekki enn lýst yfir stuðningi við Harris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. júlí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar