Er Vegagerðin í stríði við fjárveitingarvaldið??

 

Og í því stríði sé matvælasóun, það er notkun repjuolíu í vegagerð, vopn svo stjórnvöld setji fjármuni í malbikun vega í stað hinnar ódýrari klæðningar.

Einhvers konar svona sorrý strákar og stelpur, klæðningin virkar bara ekki lengur, hún þolir ekki lengur aukin umferðarþunga og íslenskt veðurfar.

 

Annað getur ekki skýrt fáráðin sem forstjóri Vegargerðarinnar lætur út úr sér í þessari frétt.

Nema náttúrulega að hún sé fáráður, en það er of skelfileg tilhugsun til að láta sér detta það í hug um æðsta embættismann vegamála þjóðarinnar.

 

Vissulega er það rétt hjá forstjóranum að "Það er mjög langt síðan að menn fóru og gerðu breyt­ing­ar á inni­halds­efn­um klæðing­ar", þessi vandi er ekki nýtilkominn en áður en þessar breytingar voru gerðar, var þetta ekki svona.

Það blæddi í miklum sumarhitum en ekki á öllum árstímum eins og er í dag.

Og nýlögð klæðning var vegarbót en ekki glerhál lífshættuleg drulla.

 

Ef hinn aukni umferðarþungi slítur þá eiga eldri vegirnir að vera horfnir en reyndin er að það eru nýlegar viðgerðir sem eru að hverfa, en gamla undirlagið heldur þó slitið sé. 

Þegar suðurleiðin er keyrð þá blasir þetta við, æpir framan í ökumanninn, vegbótin var ekki vegbót, og hin gamla klæðning er að hruni komin öll sprungin, en hún heldur, ólíkt nýrri viðgerðum sem virðast bara spænast upp.

 

Minna má á frægasta dæmið um sóunina og vanhæfnina þegar fyrir um áratug síðan hvarf á nokkrum vikum nýlögð klæðning sem lögð var á allan Borgarfjörðinn upp að Holtavörðuheiði, sumarið eftir mátti aðeins sjá grjót á stangli á eldri klæðningunni. Sem þarfnaðist jafn mikið viðgerðar og áður. Þá var ekki hægt að kenna um auknum umferðarþunga, hann var sá sami og sumarið áður, og sumarið þar áður þó vissulega hafi verið einhver aukning milli ára.

Nýlegt dæmi er frá Fagradal þar sem vegurinn var að verða ófær vegna blæðinga, þar þurfti vegagerðin hreinlega að leggja nýtt yfirlag á stóran kafla, á undirlag sem var tiltölulega nýlegt.

 

Hitanum er kennt um, það er aukin hlýnun jarðar á að vera örsakavaldur, jafnvel El Nino, en þegar þessi aðferð var tekin upp að blanda biki við möl, þá var horft til langrar reynslu Norðmanna af henni, hún virkaði, samt er heitara í Noregi en hér á Íslandi, alveg satt.

Jafnt í hita sem kulda, því þeir nota bik, ekki matvæli við vegagerðina.

 

Haldreipið er þá umferðaþunginn, og vissulega er hann áhrifavaldur, en hann margfaldaðist ekkert á einni nóttu.

Hann skýrir ekki að nýlagt malbik blæðir eins og enginn sé morgundagurinn.

Hann útskýrir ekki að nýir vegir eru því sem næst ónothæfir.

 

Um þetta á ekki þurfa að deila, nema fólk sé virkilega eitthvað sérsinna í kollinum eða í grimmri hagsmunabaráttu um meiri fjármuni, og vísvitandi skemmi því þá vegi sem það þó fær fjármuni til að leggja.

Vegfarandi sem átti leið um Teigsskóg afhjúpaði þetta haldreipi, nýlagður vegur um skóginn þolir ekki umferð gangandi vegfaranda, skór slíta honum svo holur eru eftir.  Sbr. þessa frétt á Mb.is. Skórnir ónýtir vegna bikblæðinga.

Vegir sem þola ekki skóslit eru ónýtir vegir, og þekktur umferðarþungi þegar vegurinn var hannaður, er ekki skýring þess.

Þó umferð hafi aukist vestur á firði þá er vegurinn um Teigsskó ekki einn af umferðarmestu þjóðvegum landsins.

Þoli hann ekki, nýlagður sinn umferðarþunga, þá ættu þeir umferðamestu að vera löngu horfnir, aðeins hestagatan ein ætti að vera eftir.

 

Þetta sér og veit allt vitiborið fólk.

Líka fáráðar.

Skýringin er því önnur og skýring óskast.

 

Þetta er ekki einkamál embættismanna Vegagerðarinnar.

Þetta er almannamál, almannahagur er undir.

Þetta er árás á eina af grunnstoðum samfélagsins.

 

Í raun hryðjuverk gagnvart landi og þjóð.

Og hryðjuverk eiga ekki að líðast.

 

Slíkt er samsekt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir ekkert til í því að bindingarefnið sé verra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar lygin er kölluð til vitnis.

 

Til að réttlæta það sem er ekki hægt að réttlæta.

Sóun á almannafé, hættur af mannavöldum, slitlag sem endist ekki, þá er fokið í mörg skjól nauðvarnarinnar.

 

Það er rétt hjá einni af ábyrgðarkonum þessa glæps, því orðið glæpur er eina orðið sem er hægt að nota yfir hættu af mannavöldum sem hefur kostað mannslíf auk alvarlegra umferðarslysa, að vegir blæddu hér á árum áður, löngu áður en einhverjum datt í hug að blanda matvælum saman við bikið sem lagt var á vegi landsins.

Það tengdist miklum hitabreytingum, en var ekkert algengt því mikill hiti er ekki árlegur plagsiður á Íslandi. Þá var áberandi að á sama vegarkaflanum, og þá með sömu umferðinni, voru blæðingar mismiklar, sem hefði þá átt að vera rannsóknarefni, var síðasta bótin hjá verktakanum ekki rétt lögð??, var sparað efni eða vitlaust hitastig, eða eitthvað.

Allavega var ekkert samansem merki á milli nýlagðar bótar og blæðingar.

 

Í dag blæðir, jafnt í hita sem kulda, og það þarf aðeins fréttast af sól í veðurspám til að nýjustu vegabæturnar blæði, og í dag er það orðin bölvun að fá vegarbót (viðhald er yfirleitt bara bót hér og þar, mjög sjaldan heillagt á viðkomandi vegarkafla), hún blæðir, og síblæðingin veldur því að vegurinn er mjög háll í bleytu.

Gamli og nýi tíminn sjást mjög vel á suðurleiðinn þegar farið er suðurfirði Austfjarða til Hornafjarðar. Þar er grunnvegurinn mjög gamall, yngstur þó um Berufjörðinn sem og ein og ein bót í Álftafirðinum og Lóninu.  Það er áberandi að elstu vegarkaflarnir eru miklu öruggari í keyrslu, þó slitnari séu, munurinn felst í að vera laus við hina glerhálu blæðandi klæðningu matvælavinnslunnar.

Umferðin er samt sú sama, bílarnir svífa ekkert yfir gömlu vegarkaflana og lenda svo og slíta hinum nýlegri.  Og þegar talað er um nýlegri að þá er verið að vísa í eitthvað sem er margra ára gamalt, bara ekki áratuga.

Ástandið ætti hins vegar að vera þveröfugt, elstu kaflarnir hættulegri en ekki þeir sem nýrri eru.

 

Fyrir nokkrum árum var lagður nýr vegur yfir Hólmahálsinn hér fyrir austan.  Hann var ónýtur strax, of mikilli matvælasóun var kennt um, hún hafði víst ruglað bikblönduna svo hún vissi ekki að hún væri vegur en til dæmis ekki drulla í drullupolli barna að leik.

Mikið var kvartað og þá var lygin ekki kölluð til vitnis, heldur beðist afsökunar á matarsóuninni, og lofað nýrri klæðningu sem átti ekki að vera eins drullukennd. Sem var rétt, en hún var bara ekki eins og gamli vegurinn, hún var hál, hún blæddi, hún gerði alla bíla svarta sem fóru um að vetrarlagi.  Blæðir jafnt í kulda sem hita.

Eftir stendur ein lykilspurning, af hverju læra menn ekkert af mistökum sínum? Og enn stærri spurning; hver ber ábyrgðina á þessum fjáraustri og viðvarandi óþægindum fyrri neytendur veganna, almenning sem borgar þessu fólki kaup??

 

Það er nefnilega málið.

Lærdómurinn er enginn, höggvið sífellt í sama knérinn, þegar gatslitinn er gripið til lyga og rangfærsla í stað þess að kannast við sök, axla ábyrgð, læra.

Og þegar í þá nauðvörn er komið, þá getur ráðafólk okkar, þingmenn og ráðherrar ekki lengur horft í hina áttina, þeirra er raunábyrgðin, þeirra er afglöpin.

Þessi sóun fjármuna, þetta ónýta vegakerfi þrátt fyrir milljarðana sem settir eru í það, þetta drullumall sem ógnar lífi og öryggi vegfaranda, fyrir utan allan sóðaskapinn og óþægindin.

 

Þegar nýir vegir eru ónýtir, svo ónýtir að skór slíta þeim, þá sjá allir heilvita að viðhald vega er stanslaus fjárhít, svikamylla þeirra sem þiggja fé fyrir ónýta vinnu.

Vegakerfið getur ekki annað en hrunið í kjölfarið, því það slitnar hraðar en tekst að endurnýja.

Almannaheill er því undir, það er tilræði við þjóðarhag að grípa ekki inní.

 

Morgunblaðið á þökk fyrir sína umfjöllun, já ennþá er glóð sem lifir hjá Mogganum.

En þá er flest upp talið.

 

Af hverju eru sveitarstjórnir ekki brjálaðar??

Af hverju eru landsbyggðarþingmenn ekki brjálaðir??

Af hverju er fjármálaráðherra ekki brjálaður yfir fjáraustrinu??

Og af hverju fer innviðarráðherra ekki grátandi að sofa á kvöldin yfir eyðileggingunni sem blasir við á innviðum þjóðarinnar??

 

Það er spurningin.

Og segir ofboðslega margt um Ísland í dag.

Um gæði þess sem stjórnar landinu.

 

Hver var aftur að tala um ónýta klæðningu??

Kveðja að austan.


mbl.is „Gamla whitespirit-blandan var alveg eins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband