17.7.2024 | 11:23
Alþýðan er fyrst og síðast launamenn, ekki neytendur.
Þessa fyrirsögn stal ég úr góðum pistli Páls Vilhjálmssonar sem hann skrifar um sömu frétt og þessi pistill er tengdur við.
Hún kjarnar inn gjaldþrot félagshyggjunnar sem spratt uppúr hefðbundnum jafnaðarmannaflokkum þegar menntastéttin taldi verkalýðinn og sósíalismann ekki vera nógu fínan fyrir framtíðarsýn sína.
Félagshyggjan hefur misst öll tengsl við vinnandi fólk, rætur hennar úr verkalýðshreyfingunni eru löngu slitnar, tungutak hennar er óskiljanlegt öllum þeim sem hafa ekki tekið sérstakt námskeið í kynjafræði í vestrænum háskólum.
Og hún gekk svo langt að í samvinnu við Nýfrjálshyggjuna, seldi hún vinnandi fólk í þrælabúðir glóbalsins í Kína og síðan til ennþá fátækari landa.
Heima fyrir kristallast þessi sala að í opinberum stofnunum ríkisvæðingarinnar sér bláfátækt fólk af erlendum uppruna um öll þrif, helst þarf það að vera litað til að fá að sinna þeim.
Fólk vinstra megin við félagshyggjuna, flestir úr ranni gömlu sósíalistanna og kommanna, hefur ekki náð að nýta sér þessi svik og þetta gjaldþrot jafnaðarmennskunnar, það er of jaðarsett í ýmiskonar sérvisku þó vissulega séu undantekningar þar á eins og Sólveig Anna hér uppi á klakanum.
Hægri menn hins vegar hafa gert út á hin gömlu sóknarmið róttækninnar og eru orðnir talsmenn launafólks, velferðar og þjóðernis.
Um það vil ég vísa í hinn góða pistil Páls, hann ætti að vera skyldulesning öllum þeim sem telja sig kjósa til vinstri þegar þeir kjósa Samfylkinguna eða VinstriGræna.
Nýhægri menn eru þeir kallaðir og eiga það eina sameiginlegt með Nýfrjálshyggjunni að þeir skeyta orðinu Ný- fyrir framan heit sitt.
Hvort þeir nái að bjarga hinum vestræna heimi frá fátækragildru alþjóðavæðingarinnar, alþjóðavæðingu sem líkt og regluverk Evrópusambandsins um hið frjálsa flæði fátæktar, arðráns og förufólks, sækir hugmyndaheim sinn í kenningar Nýfrjálshyggjunnar, helstu páfar Hayek og Friedman, skal ósagt látið.
Gjöreyðingin hefur náð það langt, vestræn ríki eru algjörlega háð Kína um alla framleiðslu, eru með öðru orðum ekki sjálfstæð lengur, og þjóðerni og tunga eru að hverfa í sístreymi farand- og flóttafólks.
Tilraunin er samt þess virði, alveg eins og það skilað sér hjá Guðlaugi sundkappa að reyna að ná landi í ísköldum sjónum, það er ekkert búið fyrr en það er búið.
Eftir stendur samt auðnin í stjórnmálum fyrir okkur sem eru vinstra megin við miðjuna, hvort sem við erum miðjumenn við vinstri halla líkt og við Hriflungar, jafnaðar eða félagshyggjufólk.
Flokkar okkar sviku, þeir eru orðnir gagnslaus viðrini.
Um svikin, um rætur þeirra, hugmyndaheim, hvenær samstarfið við alþjóðavæðinguna hófst, má lesa í skyldulesningu allra skyldulesninga, bókinni "Bréf til Maríu. 1.990 kr. Höfundur: Einar Már Jónsson.", Bókaútgáfan Ormstunga. ""Bréf til Maríu er hressilegur gustur um hjalla mannvísindanna og slær hroll að ýmsum við þann lestur." Páll Baldvin Baldvinsson Fréttablaðið", svo ég vitni í einn ritdóminn.
Og um innihaldið má þetta lesa; "Höfundurinn tekur á helstu álitamálum samtíðarinnar og fer á kostum í skarplegri greiningu sinni og er ómyrkur í máli. Evrópusambandið, menntamanna-marxisminn, frjálshyggjan, alþjóðavæðingin, tæknidýrkunin, póstmódernisminn og formgerðarhyggjan eru meðal þess sem tekið er til skoðunar.".
Unga fólkið skilur þetta ekki, það er of samdauna tungutaki feigðarinnar, innihaldsleysinu og frösunum.
En við eldri eigum að skilja þetta og lesa okkur til gagns.
Það er ef okkur hugnast ekki Nýhægrið.
En við fordæmum það ekki án þess að bjóða uppá valkost.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Sveitalubbinn með Hvíta húsið í sigtinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. júlí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar