Á tímapunkti hættir svona að vera fyndið.

 

Það er ekkert sem réttlætir voðaverk Hamas í Ísrael í október 2023, aðeins viðrini í mannsmynd reyna að mæla þeim voðaverkum bót.

Viðrini um víðan völl eins og núverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eða við lítum okkur nær, forsvarsfólk Samtakanna Ísland-Palestína.

 

Samt geta öfgamenn í ríkisstjórn Ísraels, miðaldafólk á pari við miðaldamenn Íslamista, ekki endalaust gert út þá samúð.

Eða skilning á mikilvægi þess að fólk eða þjóð sem Íslamistar vilja útrýma, snúist til varnar.

Þó vísað sé í ævarandi skömm og smán Góða fólksins í Vestur Evrópu, eða meðvirkni atvinnugóðmenna alþjóðlegra stofnannanna, sem benda á afleiðingar voðaverka Hamas, og hundsa þá staðreynd að mannfallið á Gasa er vegna varnar Hamas innan óbreyttra borgara.

Þá heldur sú forsenda átakanna ekki endalausu vatni, núna í hlýindunum þar sem vatnskortur er víða að verða vandamál.

 

Á ákveðnum tímapunkti er ekki hægt að réttlæta endalausar mannfórnir með vísan að í þeim séu drepnir hinn og þessi, sagðir koma að skipulagningu voðaverkanna 7. október.

Þá smátt og smátt hverfa skilin milli voðaverka Hama, og hefndarárása öfgaliðsins hinum megin landamæranna.

Jafnvel heimskur maður veit, að tilgangslaus dráp á óbreyttum borgurum þjóna aldrei réttlátum málstað.

Og dráp á fólki, þó réttlæt séu með vísan í fall hinna og þessa, sem örugglega hafa verið voðamenni, hafa ekkert með að gera að sigra hernaðarvél Hamas samtakanna.

 

Eftir standa áleitnar spurningar um forystu Bandaríkjanna, sem ennþá fóðrar öfgalið ríkisstjórnar Ísraels á vopnum.

Og þegar dýpra er kafað, áleitin spurning úr ranni samsærasmiða, voru voðaverkin 7. október í raun með þegjandi samþykki miðaldagyðinganna í ríkisstjórn Ísraels, sem sáu í þeim tækifæri til að sprengja og drepa, drepa og sprengja, í forheimsku sinni að þeir gætu drepið og útrýmt síðasta Palestínumanninum.

Svona í ljósi þess að leyniþjónusta Ísraels vissi að fyrirhugaðri árás Hamas, en æðra stjórnvald undir stjórn miðaldagyðinga kaus að hundsa, og beit svo höfuð af skömminni með því að draga herafla frá fyrirhuguðu árásarsvæði Hamas.

Þekkt staðreynd sem ég las um í Jeresúalemi Pósti, virtasta dagblaði Ísraela.

 

Í dag er ekkert sem afsakar svona árásir.

Árásir sem eru í raun morðárásir.

Og við sem erum ekki helsjúk af öfgahyggju ofstækis miðaldamanna, hvort sem þeir eru gyðingar eða Íslamistar, megum ekki békenna eða réttlæta á nokkurn hátt.

 

Ég hygg að sá tímapunktur sé kominn.

Kveðja að austan.


mbl.is Umfangsmikil árás gerð á flóttamannabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband