Vegagerðin í afneitun.

 

Og enginn sætir ábyrgð þrátt fyrir ónýta vegi af mannavöldum.

 

Það "ríkir ekki neyðarástand" reif svæðisstjóri vegargerðarinnar kjaft í fjölmiðlum.  Ekki er beðist afsökunar á ábyrgðinni að allar endurbætur og viðgerðir síðustu ára eru hálfónýtar þegar hlýnar, þegar kólnar, þegar blotnar.

Ekki beðist afsökunar á að sandurinn sem borinn er á tvisvar á dag skemmir lakk og rúður, vegagerðin er stikkfrí því hún setur samviskusamlega upp skilti sem varar við grjótkasti.

Hvað eiga ökumenn þá að gera????, keyra utanvega til að komast hjá skemmdum??

 

Firringin er algjör, og aumt er að sjá silkihanska blaðamanns Mbl.is, skýringar svæðisstjórans eru teknar góðar og gildar.

Hefði maður haldið að öll hin sviplegu slys vegna ónýts vegarkerfis, sem er bein afleiðing af mannanna fáráðum, hefði fengið hann til að hugsa aðeins út fyrir 101 Reykjavík þar sem allir eiga víst að geta hjólað milli áfangastaða, og spyrja svæðisstjórann hver beri ábyrina á því að nýlagaðar endurbætur þurfi að sanda tvisvar á dag.

Síðan til dæmis að spyrja hann hvað hann kalli hann þá neyðarástand??, þurfa bílar að festast í hinu ónýta biki til að eitthvað sé gert??

Eða þarf fólk að slasast eða jafnvel deyja til þess að menn axli ábyrgð og skammist sín til að gera eitthvað í málunum.

 

Þess má geta að þar sem undirritaður þurfti að sækja afkvæmi uppí Egilstaði seinnipartinn í gær, og fékk þar tækifæri til að skoða síðustu atlögu 101 Reykjavík, pósthólf Austurvöllur, að landsbyggðinni, hið svokallað myndavélakerfi Isavia á malarbílastæðum flugvallarins, þá var Fagridalurinn keyrður og ástandið tekið beint í æð.

Fór úr rúmlega 20 stiga hita í mun minni hita á Fagradalnum, og aðeins þar blæddi svo blæðingin var staðbundin, afhjúpaði þar með fúsk í vinnubrögðum og/eða efnisnotkun.

Hins vegar varð ég vitni af viðbrögðum vegagerðarinnar, sem voru til fyrirmyndar, hætt var greinilega að rífa kjaftinn, hætt var að treysta á sandburðinn, það var verið að leggja nýja klæðingu á sunnudegi, vandinn var sem sagt tekinn alvarlega, bætt úr honum á þann eina hátt sem hægt var.

Þau vinnubrögð öll voru til fyrirmyndar, umferðarstjórnun og nefnið það bara.

 

Það er nefnilega hægt að bregðast við á annan hátt en að rífa kjaft við launagreiðendur sína, almenning.

Að gera lítið úr umkvörtunum hans, tala um misskilning, eða nýjasta tískuorðið, að samtal sé í gangi, og á meðan það spjall á sér stað, þá er ekkert gert, ekkert lært, allar umkvartanir kæfðar.

Launagreiðandinn, almenningur, á heldur ekki að láta bjóða sér slíkt, en gerir því lítt þýðir að kjósa handarbakavinnubrögðin burt, þau sem slík virðast vera orðin einhver lenska í nútímanum, einn kemur þegar annar fer en rassinn undir öllum virðist vera sá sami, það er víst eitthvað líffræðilegt.

 

Þetta á samt ekki að vera svona, við erum ennþá Homo Sapiens, hinn vitiborni mannapi.

Það er ekki búið að einrækta heilbrigða skynsemi úr okkur, við höfum ennþá dómgreind okkar og við búum að mikilli þekkingu nútímans.

Þess vegna eigum við ekki að lúta afneitun staðreynda eða allar umkvartanir okkar séu bara misskilningur.

Og við eigum að krefjast ábyrgðar.

 

Hver ber ábyrgð á hinum ónýtu vegum??

 

Hættum að taka þá skýringu gilda að ástand þeirra sé aukinni umferð að kenna, mun eldri vegir, vissulega mjög slitnir, blæða ekki.  Og svo ég vitni í eina af hetjum malbiksvélanna sem viðtal var við í Landanum fyrr á árinu, þá sagði hann að nýju vegirnir virtust endast verr en þeir eldri.  Einmitt þegar það ætti að vera þveröfugt, því tíminn milli eldri og yngri ætti að ala af sér þekkingu og reynslu til að bæta og styrkja slitlagið.

Ástandið er mannanna verk, aðrar skýringar eru útilokaðar.

 

Síðan eigum við að spyrja, þó vonlítið sé um skýr og skynsöm svör, ráðafólk okkar, ráðherra og alþingismenn, af hverju sættið þið ykkur við það fjáraustur sem sílagning ónýtra efna á vegi landsins er, ár eftir ár, án þess að segja nokkuð?

Eruð þið alveg hættir að keyra þjóðvegi landsins??, sjáið þið ekki ástandið??

Og þó þið séuð hættir að keyra þá, hlustið þið ekki á umkvartanir almennings, hafið þið ekki séð fréttir í gegnum tíðina af bílum því sem næst fæstir í tjöru og drullu, og flytja síðan hina nýlögðu klæðningu á bílum sínum á næstu bílaþvottastöð þar sem bíður mikil vinna við að þrífa og hreinsa bílana

Hafið þið ekki heyrt af öllu slysunum, þar á meðal banaslysunum??

Af hverju gerið þið ekkert??, af hverju sættið þið ykkur við þetta??

 

Við eigum að spyrja okkur þessara spurninga, og við eigum ekki að sætta okkur við Ósvör.

Ekkert bull eða undanbrögð.

Því við erum launagreiðendurnir.

 

Ekki fórnarlömb.

Launagreiðendurnir.

 

Svör óskast.

Kveðja að austan.


mbl.is Fólk ósátt en Vegagerðin segir ekkert neyðarástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 92
  • Sl. sólarhring: 569
  • Sl. viku: 3275
  • Frá upphafi: 1355073

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 2788
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband