Veruleikafirrtur embættismaður.

 

Forstjóri Vegagerðarinnar, afneitar alvarlegu ástandi vegakerfisins, vegakerfi þar sem það er best, er í lagi, ekki gott, aðeins í lagi.

Nema að þeir kaflar eru orðnir alltof fáir í heildarmyndinni.

 

Víðast hvar blasir við augljóst slit, ekki bara holur heldur klæðning sem er sprungin og á stuttan líftíma eftir, svo eru kaflar sem eru hreinlega ónýtir.

Að halda öðru fram nær ekki einu sinni að vera í LSD vímu Bítlanna þegar þeir sömdu sýruteiknimynd sína; Guli kafbáturinn.

 

Svo eftir stendur spurningin; Af hverju?

Af hverju rífst forstjóri Vegagerðarinnar svona við raunveruleikann??

 

Af hverju er hún svo firrt að hún haldi að reyndir menn sem eiga störf sín og tekjur undir vegakerfinu, tjái sig núna um ónýtt vegakerfi, en aldrei áður á ártugalangri starfsævi sinni??

Eða þó ekki sé minnst á það í fréttinni, enda ekki spurður, að Kveðjan að austan hefur aldrei keyrt eins slitna og á köflum ónýta vegi, eins og þjóðvegur eitt frá Neskaupstað til Reykjavíkur er, hefur hún þó keyrt viðkomandi þjóðveg árlega, oft oftar en einu sinni á ári, og það löngu áður en Kveðjan var skráð, og þó hafa þeir áður verið lélegir í byrjun sumars.

Og það sárgrætilegast er að víða þar sem vegir hafa notið viðhalds, að þar er ástandið jafnvel verra en á eldri klæðingu.

 

Samsæri, að allir séu að ljúga, þar á meðal sá sem þessi orð skráir, en forstjóri Vegagerðarinnar sé sú eina sem fer rétt með?!!?

Hvaða firring er þetta??, hvað fær viðkomandi manneskju til að rífast svona við raunveruleikann??

 

Vottar ekki einu sinni fyrir samviskubit af öllum þeim alvarlegum slysum sem Vegagerðin ber ábyrgð á með því að skipta út biki fyrir matarolíu, glerhál klæðning, verst þar sem hún er nýlögð.

Eða að aðalverkefni vegargerðarinnar, eftir að snjómokstur var boðinn út, sé að bera sand og möl í þessa matarolíudrullu, jafnt í kulda sem og hita, og dugar ekki til.

Vegirnir blæða og slysin verða, af mannavöldum, af þeirri forheimsku að nota ónýt efni við viðhald þjóðveganna.

 

Aðeins forherðing þess sem veit sökina uppá sig, getur skýrt þetta tal.

Þessa afneitun, þessa firringu.

Lærdómurinn er enginn, bullið óendanlegt.

 

Hvað eru mörg ár síðan að nýlögð klæðning í Borgarfirðinum hvarf á nokkrum dögum sem olíudrulla á bílum sem óku hina nýlögðu klæðningu, allavega veit Kveðjan að austan að sumarið eftir, þurfti glöggskyggni til að sjá leifar hinnar nýlögðu klæðningu á eldra undirlagi þegar Borgarfjörðurinn var keyrður??

Mistök eða glæpsamlegt athæfi??

Þegar lærdómurinn er enginn þá er hið seinna augljóst.

 

Það er hreinn glæpur að sóa svona skattfé almennings.

Að naumum fjármunum sé eytt í viðhald vega, og viðhaldið sé ekkert nokkrum misserum seinna.

Að nýlögð klæðning eða nýbyggðir vegir séu hættulegir vegna matarolíuhálku, í besta falli, eða því sem næst ókeyrandi nema að sandi og möl sé keyrt í blæðinguna, jafnt í hita sem kulda.

 

Sá glæpur skýrir þessa firringu forstjóra Vegagerðarinnar.

Þess vegna rífst hún við raunveruleikann.

 

Eftir stendur spurningin.

Af hverju líðst þetta??

Hvar eru þingmenn okkar og ráðherrar??

 

Þar er stóra spurningin.

Ein sú alvarlegasta sem spurð er í dag.

 

Og enginn svarar.

Hvorki stjórn eða stjórnarandstaða.

 

Þannig er Ísland í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Hafnar því að vegirnir séu ónýtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband