24.6.2024 | 16:50
Menntun, mettun og jöfnuður.
Mér er minnistætt spjall sem ég átti við fyrrverandi þingmann okkar Norðfirðinga, sem eftir atlögu siðspillingarinnar innan Samfylkingarinnar hafði hrökklast af þingi, og ráðið sig sem skólastjóra á Svalbarðseyri, í hjarta austanverðar Eyjafjarðar.
Þetta var rétt eftir hrun, og þingmaðurinn sagði mér frá þverpólitískri sátt innan sveitastjórnar Svalbarðshrepps, að bregðast við hruninu með því að bjóða uppá ókeypis skólamáltíðir.
Afleggja þar með að efnahagsleg staða foreldra hefði áhrif á mettun barna í skóla sveitarfélagsins.
Lærandi af reynslu Finna sem töldu að ómagahjálp myndi sjá til þess að þarlend börn eftir efnahagshrunið mikla í kjölfar falls Sovétríkjanna myndu fá að borða, og vanmátu stoltið, þar sem svangur magur barna var á milli.
Seinna komst þingmaðurinn okkar í sveitastjórn Fjarðabyggðar eftir mikinn sigur Fjarðalistans, og þá í meirihluta, hans fyrsta verk var að taka upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sterkasta tæki sveitarfélagsins til að tryggja jöfnuð óháð fjárhagsstöðu foreldra, viti þeirra og skynsemi (sbr. forheimskan sem taldi jógúrt fullnægjandi hádegismat barna, hjá foreldrum sem sjálf voru vel alin í hádeginu) ásamt því að tryggja vellíðan barna og námsárangur, það er þekkt staðreynd að þó svöng skáld yrki betur uppá hanalofti þá læra börn ekki vel á gaulandi maga, eða maga mettan með ruslfæði græðgimatvælaiðnaðarins.
Svona geta vegirnir verið órannsakanlegir, upphefð Kristjáns Möller í skjóli ægisvalds Akureyringa í Norð-Austur kjördæmi til að koma í gegn þeirri gjörspillingu sem meint einkaframkvæmd Vaðlaheiðarganganna var, rataði seinna meir ofaní pyngju barnafjölskyldna og maga barna í Fjarðabyggð.
Og skrýtið, eina svar Sjálfstæðisflokksins var að vísa í ómagaframfærsluna, að efnalitlir gætu sótt um hana til að greiða skólamáltíðir barna sinna.
Núna er framsýni sveitastjórnar Svalbarðshrepps, og hinir órannsakanlegir vegir þess í efra, orðin að frumvarpi og síðan að lögum, skólamáltíðir í grunnskólum landsins eru loksins orðnar gjaldfrjálsar.
Hollur og góður matur er á diskum æsku þjóðarinnar, ruslið út, allir við sama borð.
Já, mér er minnistætt spjallið við þingmanninn okkar.
Sem og ég man þegar ég hrósaði honum fyrir góð verk.
Góðverk.
Því það er þetta smáa, sem enginn tekur eftir, en er samt drifkraftur þess sem fær bolta til að rúlla, litlar þúfur til að velta þungu hlassi, sem er birtingarmynd ljóssins sem umlykur okkur, þess ljós sem hamlar gegn myrkri tregðunnar og hugmyndafræði þess í neðra sem við kennum við nýfrjálshyggju eða frjálshyggju því sú illska skaut fyrst rótum í upphafi 19. aldara, sem gerir einstaklingana svo stóra.
Einstaklinga sem gera rétt, sem reyna að breyta rétt, sem dreifa manngæsku og kærleik út í samfélag sitt, sem eru skýring þess að þrátt fyrir allt lifum við í góðu samfélagi.
Sumt heppnast, annað ekki, en viljinn til góðra verka smitar út, hamlar gegn niðurbroti og hrörnun, er í hnotskurn hið góða fólk sem er allt í kringum okkur.
Í því liggur fegurð samfélags okkar.
Kveðja að austan.
Ps. Það þarf ekki að taka fram að "hið góða fólk" er ekki sama fólkið og Góða fólkið með stóru Gje-i, þar á milli er gjá sem stærðfræði lengdarinnar sem kennd er við óendaleikann fær ekki mælt. Sem betur fer er til gott fólk, mikið af því.
Skólamáltíðir í grunnskólum gjaldfrjálsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. júní 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar