Það eru breytingar í hafinu.

 

Hverjar sem þær eru, þá getur sjókvíaeldi í fjörðum Austfjarða ekki skýrt þær breytingar.

Það er lógískt, umhverfisbreyturnar áttu sér stað áður en Kaldavík, forverar hennar settu út kvíar, og hófu eldi á laxi í sjókvíum.

 

Ef eitthvað vit væri að baki þessari frétt, og grillun sveitunga míns; Jens Garðars, þá myndi hinn ofurgáfaði femínisti Morgunblaðsins spyrja sig, hvar er laxinn??, uppí hvaða ár gengur hann??

En Morgunblaðið býr að femínistanum, visku hans og viti, ritstjórinn fattar ekki gáfnafar hans, spyr ekki einfaldar spurningar, hvaða laxastofna ógnar Kaldavík Jens Garðars, og þegar svarið er augljós; Engum, af hverju geta frasar og forheimska stýrt fréttum og fréttamennsku blaðsins???

Eins gott að sveitungur minn er kurteis maður.

 

En hví þessi aðför að byggð og atvinnu fólks???

Hvaða öfugmæli drífa áfram þessa aðför???

Er vitið í 101 Reykjavík ekki meir en það, að hyggur að Norður Noregur sé byggð á Austfjörðum??

Og því megi svína út, skíta út, atvinnu sem og forsendu hinna smæstu byggða??

 

Jens Garðar stóð sig vel í þessu viðtali.

Mogginn hins vegar ekki, hver er sú rétthugsun sem skýrir að femínistinn skuli ekki fyrir löngu hafa fengið sér vinnu i uppklapparteymi Kristrúnar Frostadóttir??

 

Það er byggð undir.

Þó 101 þekki hana ekki.

 

Gott væri samt að þekkja hafið.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 43
  • Sl. sólarhring: 410
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1352776

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2103
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband