18.6.2024 | 17:40
Framsókn ver:
Stjórnleysi, ofríki, siðleysi.
Stjórnleysi þegar framkvæmdarvaldið vanvirðir lög og reglur landsins.
Ofríki þegar ofsatrúarhópur telur sig í krafti ráðherravalds hafa rétt til að valda fyrirtækjum og einstaklingum skaða.
Siðleysi, að ríkisstjórnin skuli láta slíkt viðgangast.
Fáráð og vanvit stjórnarandstöðunnar, fávitastjórnmál Pírata, Samfylkingar og skúffunnar á skrifstofu Viðskiptaráðs, réttlætti núverandi ríkisstjórn.
Og hefur réttlætt hana lengi.
En eftir Kristrúnu, ei meir.
Ríkisstjórnin er stjórnlaust rekald.
Siðlaust rekald.
Hingað til hefur Framsókn samt ekki verið þátttakandi í þeim gjörningum.
Ekki í þessari ríkisstjórn þó flokkurinn eigi þekkta sögu þar um.
Æran, ef þó hún einhver var, hvarf með þessari yfirlýsingu.
Að verja hið óverjanlega, er upphaf af endi flokksins.
Sérstaða hans horfin, gímald spillingarinnar gleypir, ekki einu sinni reykur af því sem einu sinni var, leitar upp frá tóftum þessa einu sinni landsbyggðarflokks.
Grafskriftin sjálfsagt atlaga Isavia af flugsamgöngum landsbyggðarinnar.
Undir handleiðslu Sigurðar Inga, innviðaráðherra þess eina afrek að hafa lagt til einkavinavæðingu vegakerfisins.
Á meðan blæða vegirnir, með slysum, fjáraustri, hruni.
Já Framsókn.
Já Framsókn.
Af sem áður var.
En svo sem ekki skrýtið í ljósi þess að bræðravíg var leið dýralæknisins til æðstu valda.
Valda sem lær nýja merkingu að hanga eins og framsókn á hundsroði.
Blessuð sé minning Framsóknar.
En þjóðin spyr; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.
Í tóminu er ekkert svar.
Kveðja að austan.
Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 18. júní 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar