13.6.2024 | 15:24
Sigurður Ingi fjármálaráðherra
Sem er æðsta stjórnvald yfir ÁTVR sendi lögreglunni bréf, og benti henni á að það gilti lög í landinu.
Að lög landsins væru æðri en stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, og þó yfirmenn lögreglunnar væru pólitískt skipaðir, það er valdir í embætti sín á flokkspólitískum forsendum, þá þyrftu þeir engu að síður að fara eftir gildandi lögum í landinu.
Skjól dómsmálaráðherra, skjól fyrrverandi fjármálaráðherra, væri engin afsökun fyrir vanvirðingu gildandi laga.
En þegar græðgin og sniðgöngun laga í skjóli velviljaðs stjórnvalds á í hlut, þá þarf enginn að vera hissa á að undirdeild Viðskiptaráðs, kennd við Viðreisn, skuli koma þessari sniðgöngun til varnar.
Viðreisn er bara það sem það er, og þó eitthvað trúgjarnt fólk kjósi flokkinn sem stjórnarmálaflokk, þá er hann engu að síður undirdeild, hýst í skúffu í einhverju bakherberginu hjá Viðskiptaráði.
Það þarf heldur enginn að verða hissa þó fjölmiðlar eins og Rúv og Mogginn gangi erinda þessarar sniðgöngunar í þágu netglæpamanna, það er þeirra glæpamanna sem selja áfengi ólöglega á netinu, höndin sem fóðrar, fóðrar ekki ókeypis.
En það að við, þjóðin, skulum láta bjóða okkur þessa pólitísku spillingu Sjálfstæðisflokksins, greinilega með stuðningi undirdeildar Viðskiptaráðs, er hins vegar grafalvarlegt mál.
Til hvers erum við að kenna börnum okkar að virða lög og reglur, og horfum svo þegjandi á svona sniðgöngun með blessun lögreglunnar??
Sigurður Ingi, já ég get hrósað honum, á hrós skilið fyrir þetta kurteislega orðað bréf sitt.
Hrós skilið fyrir að afhjúpa berangur Sjálfstæðisflokksins og pótintáta flokksins í æðstu embættum lögreglunnar.
Eins þegar hefur verið bent á þá afsakar fátt orðið tilveru núverandi ríkisstjórnar, nema þá vera skyldi afhjúpun spillingar sem nær djúpt inní embættismannakerfi þjóðarinnar.
Að reglur réttarríkis víki ef borgað er í flokkssjóð.
Bjarni verður aumari með hverju deginum.
Svona eins og vegakerfi okkar sem hann hefur skipulega fjársvelt núna í hátt í 8 ár.
Aðeins hrun blasir við vegakerfinu, alveg eins og hrunið á fylgi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Flokks sem er óhæfur til að standa með borgarlegum gildum og borgaralegu samfélagi.
Það er uppgjör í nánd.
Þjóðin, það er restin af henni hefur fengið nóg.
Og kallar út í tómið; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.
Kristrún er ekki það svar.
En hún er þó skárri en þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðherrann er rangstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2024 | 07:45
Kemur góður þegar getið er.
Ekki að ég sé ekki sammála dómsmálaráðherra um stjórnarandstöðuna, en fyrir utan hávaðamengun þá er hún ekki gerandi í neinu.
Það er ríkisstjórnin hins vegar og hún er andlit stjórnleysisins í dag.
Hún ber ábyrgðina á upplausninni á landamærunum, hún ber ábyrgðina á þjóðarskiptunum þar sem 1100 ára saga þjóðarinnar er þurrkuð út á altari græðgi glóbalvæðingarinnar, og hún ber ábyrgð á lögleysu ráðherra sem telja sig hafna yfir lög landsins.
Nærtækt dæmi er aðför ráðherra VinstriGrænna að hvalveiðum, fyrst Svanhvít og núna Bjarkey. Eins og hvert annað glæpahyski vega þau að atvinnu og atvinnufrelsi undir yfirskini þess að þau séu ekki sammála núgildandi lögum um hvalveiðar.
En að breyta þeim; Nei-ii, að brjóta þau; Já-áá; Mitt er valdið eins og um einvalda sé að ræða sem telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum. Nema einvaldar fóru eftir lögum, þeir breyttu þeim bara þegar þeim mislíkaði þau.
Nærtækast samt er sjálfur dómsmálaráðherra sem var tekinn í bólinu af fjármálaráðherra, og í bræðikasti sakaði hún fjármálaráðherra um það sem hún og fyrirrennar hennar eru sek um.
Afskipti og stjórnun lögreglu.
Því netglæpamennirnir sem selja áfengi gera það í skjóli Sjálfstæðisflokksins sem er fylgjandi netsölu áfengis, en sleppir því bara að breyta lögunum.
Þess í stað sér hann til þess að ríkisstofnun sem er fórnarlamb netglæpanna, kærir ekki, og sér til þess að lögreglan hefji ekki sjálfstæða rannsókn á glæpum þeirra.
Það var ekki að ástæðulausu að flokkstryggð, já og kannski útlit, en ekki hæfileikar, réðu þegar raðað var í æðstu embætti löggæslunnar, líkt og þegar væri búið að einkavinavæða hana.
Fórnarlambið er svo lýðheilsa almennings.
Og í stærra samhengi réttarríkið.
Ríkisstjórn sem svona hagar sér, er gengin götuna á enda, á að fara, ekkert réttlætir setu hennar.
Sama hversu stjórnarandstæðan gæti verið slæm, þá er slíkt alltaf óvissu tímans háð, en það sem við höfum í dag er svo slæmt, að það getur ekki verið verra.
Jafnvont en ekki verra.
Flokkurinn hefur brugðist þjóðinni.
Flokkurinn hefur selt sálu sína.
Flokkinn þarf að skipa út.
Því sem þjóð, eða það sem eftir er af okkur, eigum við betra skilið.
Betra skilið en þetta hávaðalið, sama í hvaða flokksdeild það er.
Eigum betra skilið, hvort sem við sjálf skynjum það eður ei.
Það er ákall þarna úti.
Vonandi berst svar í tíma.
Kveðja að austan.
![]() |
Stjórnarandstaðan tali fyrir stjórnleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. júní 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 76
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 4994
- Frá upphafi: 1459081
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 4344
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 68
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar