Gasa enn og aftur.

 

Enn og aftur berast fréttir af manndrápum og dauða, saklaust fólk í heljargreipum öfgamanna, gíslar meðvirkni Góða fólksins, meðvirkni sem í raun er samstaða með voðaverkum sem eru fjármögnuð af miðaldafólki Persaflóans.

Meðvirkni sem voðamennirnir treysta á að muni færa þeim lokasigur, útrýmingu 9 milljóna manna þjóðar gyðinga í Landinu helga.

Meðvirkni sem fóðrar Dauðann því á meðan Hamas er ekki stillt upp við vegg og samtökin látin sæta ábyrgð á voðaverkum sínum, þá halda átökin áfram útí hið óendanlega og þeir einu sem græða eru vopnaframleiðendur annars vegar og hins vegar atvinnugóðmenni sem hafa lifibrauð sitt af stríðsástandi og stríðsátökum.

Og reyndar líka framleiðendur líkklæða, sérstaklega í barnastærðum.

 

Hérlendis er ekkert lát á þessari meðvirkni.

Þó femínistinn á Morgunblaðinu gangi ekki í fótspor fréttamanna Rúv, þessum þarna sem finnst það í góðu lagi að miðaldafólk myrði og nauðgi í öðrum ríkjum, og ræni svo fólki og flytji til síns heima, og tali um látna í frelsun gíslanna í stað þess að hamra á að Ísraelsmenn drápu, þá er það aðeins vegna þess að viðkomandi veit innst inni hvað það er rangt að ræna fólki og krefjast svo friðhelgi með því að fela það innan um almenna borgara.

Samviska sem tómhyggja og firring rétttrúnaðarins hefur ekki ennþá náð að deyða.

 

En femínistinn hefur ekki þá döngun eða vitsmuni að segja sannleikann umbúðalaust, að 247 óbreyttir borgarar bættust í líkköst voðamannanna í Hamas, því þeirra er ábyrgðin.

Það eru þeir sem rændu fólkinu og földu það innan um mannmergð flóttamannabúðanna.

Það eru þeir sem stilla sínu fólki fyrir framan byssukjaftanna.

 

Fréttamenn eiga nefnilega að segja sannleikann.

En ekki hjálpa voðamennum í voðaverkum sínum með því að ganga erinda þeirra í því áróðursstríði sem þeir heyja með bandamönnum sínum fyrir botni Persaflóans.

Fóðra þannig ófriðarbálið, viðahalda þjáningum saklausra á Gasaströndinni.

Það er ekkert flókið að segja að 247 fórnarlömb bættust við í hátt í 40 þúsund sem þegar hafa fallið frá 7. október, allt vegna þessa stríðs sem Hamas hóf með voðaverkum sínum.

Vegna þess að Hamasliðar berjast innan um sitt eigið fólk.

 

Og fréttamenn eiga að afhjúpa leyndarþræðina frá löndunum sem fjármagna hryðjuverk Íslamista um allan heim, og liggja inní stofnanir Sameinuð þjóðanna og Alþjóðaglæpadómstólsins.

Það er ekki lögfræði að leggja að jöfnu geranda og fórnarlamb, glæpur nauðgarans er sá sami þó fórnarlamb hans snúist til varnar og sparki í punginn á honum.

Þegar það er gert, þá liggja alltaf annarlegar hvatir að baki.

 

Það er heldur ekkert eðlilegt þegar atvinnugóðmenni á góðum launum frá alþjóðasamfélaginu, láta taka myndir af sér fyrir utan sundursprengda spítala, fordæma Ísraela en minnast ekki orði á að hin raunverulega orsök var að spítalarnir voru vígi Hamas.

Það þarf ekki mikla skynsemi til að skilja að ef enginn væri þar vígamaðurinn þá hefðu ísraelsku hermönnunum verið boðið að ganga í bæinn af starfsfólki spítalanna, og leyft að leita af sér allan grun.

Á þetta bendir alvöru fréttamaður, afhjúpar þannig atvinnugóðmennin og hagsmuni þeirra af viðvarandi stríðsátökum og hörmungum.

 

Vegna þessarar forheimsku, þessarar meðvirkni, er Gasa í fréttum dag eftir dag, manndráp, skortur á lífsnauðsynjum, byggðir í rúst.

Það afsakar samt ekki stjórnvöld í Bandaríkjunum að grípa ekki inní og neyða öfgamennina í ríkisstjórn Ísraels til að sættast á frið gegn frelsun gísla.

 

Ísraelsmenn geta vissulega unnið á síðasta vígamanni Hamas á Gasa, hafi þeir til þess nógu langa stiga til að klífa yfir líkhrúgur almennra borgara, en þeir vinna aldrei friðinn.

Jafnvel þó þeir standist þrýsting alþjóðasamfélagsins, þá mun það augnablik koma að þeirra eigin hermenn geta ekki lengur skotið óvopnaða borgara, það eru takmörk hve háar líkhrúgur voðaverkin 7. október réttlæta.

Í því samhengi má ekki gleyma að öfgaliðið, hinir svokölluðu strangtrúaðir gyðingar eru aumingjar sem hafa notað oddastöðu sína í ísraelskum stjórnmálum til að koma sér undan herþjónustu, þeirra framlag sé að biðja.

 

Ég hef áður bent á að mesta refsing Hamas sé að feisa sína eigin íbúa í rústum Gasa, aðeins áframhaldandi ófriður forðar þeim frá henni.

Burtséð frá því þá þjóna þessi tilgangslausu manndráp engum tilgangi.

Og þau vanvirða fórnarlömb voðaverkanna.

 

Áframhaldandi átök eru hneisa fyrir alþjóðasamfélagið.

Þeim þarf að linna.

Áttu reyndar aldrei að hefjast.

 

Alþjóðasamfélagið er reyndar undir hæl rétttrúnaðar og fjárstreymi miðaldaskríls.

En það er ennþá vit í Washington þó elliært gamalmenni leiði.

 

Þar liggur lausnin.

Kveðja að austan.


mbl.is 247 sagðir látnir í björgunaraðgerð Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband