Sveltum okkar eigið fólk.

 

Á einhverjum tímapunkti þarf fólk að horfast í augu við hverjir hófu þetta gjöreyðingarstríð á Gasa, hverjir viðhalda því, og hverjir bera ábyrgðina á því að það tekur engan endi.

 

Stríðsmenn Hamas hófu þetta stríð með voðaverkum sínum í Ísrael, voðaverk sem eiga ekkert skylt við stríðsátök eða varnarbaráttu kúgaðra sem reyna að endurheimta land sitt.

Þessi voðaverk nutu víðtæks stuðnings almennings á Gasa, sem og hjá brottfluttum Palestínuaröbum búsettum á Vesturlöndum. Á annan hátt er ekki hægt að túlka mikil fagnaðarlæti sem brutust út þegar fréttir bárust á morðum og viðbjóðslegum misþyrmingum á almennum borgurum Ísraelsmegin við landamærin.

Þessi voðaverk nutu víðtæks stuðnings meðal stuðningsfólks Palestínuaraba, samtök eins og Ísland-Palestína réttlættu þau strax, þar fólst viðbjóðurinn ekki bara í að réttlæta það sem aldrei er hægt að réttlæta, sama hver gerandinn er eða fórnarlömb hans, heldur líka máttu forsvarsmenn slíkra samtaka gera sér ljóst hvaða afleiðingar þessar árásir myndu hafa á líf og limi íbúa Gasa-strandarinnar.

 

Samt hefði verið hægt að stöðva manndrápin og eyðilegginguna á Gasa í fæðingu, ef alþjóðasamfélagið hefði strax sent ríkisstjórn Ísraels þau skýru skilaboð að hinkra með útrýmingarstríð sitt á hendur Hamas á Gasa á meðan það myndi knýja Hamas til að láta alla gísla lausa og framselja alla sem ábyrgðina báru á voðaverkunum, jafnt þá sem frömdu og þá sem skipulögðu þau, til stríðsglæpadómstólsins í Haag.

Draumórar myndu flestir segja, að það næðist alþjóðleg samstaða um slíkt þannig að Sameinuðu þjóðirnar myndu beita sér til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar hörmungar óbreyttra borgara Gasa, jafnt hið fyrirsjáanlega gríðarlega mannfall sem og hina algjöru eyðingu mannvirkja, jafnt íbúða sem innviða.

Sjálfsagt en þeir sem legðust gegn þeirri samstöðu bæru þá hina beinu ábyrgð á hinum fyrirséðu hörmungum, ekki Hamas, ekki Ísrael, heldur þeir sem sögðu Nei vegna sinna eigin pólitískra hagsmuna.

 

Ábyrgðin á því stríði er því þeirra sem gerðu ekki það sem þeir áttu að gera til að stöðva þessi stríðsátök.

Það aðgerðarleysi sýnir alvarleik ástandsins í heimsmálum í dag, heimurinn er klofinn í herðar niður milli ólíkra fylkinga og hagsmuna, sem eru ófær um að ná saman á ögurstundu þegar mannkynið allt virkilega þarfnast þess.

Fyrirsjáanlegt vissulega, en jafn sorglegt fyrir það.

 

Á meðan heldur refskákin áfram.

Ísraelsmenn sprengja og drepa, og ef eitthvað lát virðist vera á, þá senda herskáir Hamasliðar eldflaugar yfir landamærin, svo það sé öruggt að átökin haldi áfram.

En að skjóta þeim á landamærastöð sem er opin fyrir innstreymi hjálpargagna er eitthvað svo sjúkt að maður trúir því varla. 

 

Örlitla stund gleymir maður því að hungrið á Gasa er eitt af vopnum Hamas til að fóðra almenningsálit á Vesturlöndum, og þá sérstaklega Góða fólksins sem má ekkert aumt sjá.

Og maður spyr sig; Er ekkert lát á þeim hörmungum sem þið bjóðið þjóð ykkar í þessu vonlausa stríði ykkar við Ísrael??

Því þetta stríð er vonlaust því voðaverkin sem stríðsmenn Hamas frömdu í Ísrael voru mjög einföld skilaboð; ef þið verjið ykkur ekki, þá útrýmum við ykkur.  Og þjóð sem fær slík skilaboð og er miklu öflugra herveldi, ver sig þar til yfir líkur og það eina sem er öruggt í slíkum átökum er að sá sem er verr vopnum búinn lifir þau átök ekki af.

 

Samt hóf Hamas þetta stríð, og samt heyir Hamas þetta stríð.

Gegn þungvopnuðum skriðdrekum Ísraela, flugvélum og öðrum nýtísku hernaðartólum, teflir Hamas fram þjáningum sinna eigin íbúa því þeirra helsta vopn er áróðurinn.

Og meðan hann virkar þá er áfram barist.

 

Hér á Íslandi gengur Morgunblaðið og Ríkisútvarpið í takt með Hamas.

Eru hluti af áróðursvopni þeirra.

 

Palestínumenn eru drepnir í svokölluðum hefndarárásum Ísraela, talað er um stríðsglæpi og þjóðarmorð, allt gert til að draga upp þá mynd að Ísraelsmenn séu að berjast við sjálfa sig á Gasa, og í þeim átökum sé saklaust fólk drepið umvörpum.

Spítalar séu sprengdir í loft upp, af því bara, en ekki vegna þess að í þeim hafa Hamasliðar vígbúist og verji þá. Ísraelskir hermenn skjóti fólk, jafnvel börn, að gamni sínu, en ekki vegna þess að þeir eru í stríði í þéttbýli þar sem skotið er stanslaust á þá, jafnt úr byssum sem sprengjuvörpum. 

 

Eins og menn viti ekki að hermenn vita að þeir lifa ekki af átök ef þeir skjóta til baka eftir að þeir eru dauðir.

Eða í stríðsátökum fellur fólk, jafnt hermenn sem og óbreyttir borgarar, en það er ekki drepið.

Það féllu tugþúsundir Kínverja, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar í vörn Nanjing (höfuðborg Kína eftir fall Peking) 1937, en eftir fall borgarinnar, eftir að bardögum var hætt, þá drápu japanskir hermenn eftirlifandi hermenn sem og fjölda óbreyttra borgara, allt að 100.000 þúsund manns.

Að nota orðið drepa yfir mannfall í stríðsátökum, gjaldfellir orðið að drepa þegar sagt er frá morðum og drápum eftir uppgjöf annars stríðsaðilans.  Slíkt upphefur voðaverkin, samsinnar sig þeim, sá sem það gerir tekur í raun afstöðu með þeim sem þau fremur.

 

Á það treystir Hamas og það vopn hefur virkað vel hjá þeim hingað til.

Þeir geta treyst á fávísi í bland við sjúkleika þeirra sem vita betur.

 

Þess vegna skjóta þeir eldflaugum á opna landamærastöð til að viðhalda hungrinu á Gasa, þess vegna vígvæða þeir spítala sína og verja þá þar til þeir eru rústir einar.

Þess vegna skjóta þeir eldflaugum úr íbúðablokkum, eða skjóta á ísraelska hermenn úr þeim svo það sé öruggt að húsin séu sprengd í tætlur.

Þeir treysta á áróðursvopn sitt, þeir treysta á sigur í stríðinu sem er háð á samfélagsmiðlum.

 

Meinið er að raunveruleikinn er ekki á samfélagsmiðlum og þeir eru að tapa stríðinu í mannheimum.

Þjóð sem hótað er útrýmingu gefst ekki upp fyrir lækum í netheimum.

Eina vopnið sem ver Hamas fyrir lokaárás Ísraelshers er líf gíslanna og það er að deyja í höndum þeirra.

Þetta vita íbúar á Gasa og þeir spyrja sig; af hverju??

 

Frá fyrsta degi í hljóði því ógnarstjórn Hamas kæfir í blóði alla andstöðu.

Svo fóru raddir að heyrast þó engin viti um örlög þeirra því meðvirkir fjölmiðlar Vesturlanda höfðu meiri áhuga að spila síendurtekna áróðursplötu þar sem sannarleg fórnarlömb stríðsátakanna tjáðu harm sinn og spurðu, Hvað höfun við gert??.

Í stað þess að leita upp þessar raddir og afhjúpa áróðursmaskínu Hamas.  Slá þannig bitið úr áróðursvopni þeirra.

 

Hljómur þessara radda hefur hækkað og loksins fengið áheyrn vestrænna fjölmiðla.

DV birti frétt þar um og ég ætla að vitna að lokum í þá frétt;

"Jótlandspósturinn segir að margir Gazabúar segi að Hamas hefði átt að vita að árásin á Ísrael þann 7. október myndi hafa miklar afleiðingar og að samtökin hefðu átt að gera meira til að vernda almenna borgara. Þess í stað hafi liðsmenn samtakanna látið sig hverfa ofan í göngin undir Gaza og hafi skilið óbreytta borgara eftir varnarlausa.

"Þeir hefðu átt að sjá viðbrögð Ísraels fyrir og hugleiða hvað myndi verða um þær 2,3 milljónir sem búa á Gaza og hafa engan öruggan stað til að fara á. Þeir hefðu átt að takmarka þetta við hernaðarleg skotmörk" sagði Nassim, embættismaður á eftirlaunum, í samtali við Financial Times og vísaði þar til þess að meirihluti þeirra 1.200 Ísraelsmanna, sem féllu í árás Hamas, voru óbreyttir borgarar. Walid, sem starfar við neyðarhjálp á miðhluta Gaza, sagði í samtali við dagblaðið Science Monitor að honum finnist að "Hamas hafi lagt líf okkar að veði í leik og tapað".".

 

Það segir allt sem segja þarf um Ísland í dag að hvorki Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið hafa ekki ljáð þessu röddum fórnarlamba Hamas eyru.

Því það hentar þeim ekki, þau eru líka í  stríði, með Hamas, gegn gyðingum, sem á að útrýma.

Þeir eru gerendur, eru hluti af þeim stóra hópi sem ber ábyrgðina á stríðinu á Gasa.

 

Á meðan deyja börnin á Gasa.

Og engin lát á hörmungum íbúa þar.

 

Sorglegra en tárum tekur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Þrír létust í árásinni og tólf særðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband