Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína.

 

Undir orðavaðlinum að gera íslenskum fyrirtækjum kleyft að sækja erlent áhættufjarmagn er kinnroðalaus skattasniðgöngun útbúin fyrir bestu vinina.

Erlend dótturfélög heitir þetta víst í dag, þá þarf ekki að fara eftir innlendum lögum, hvorki varðandi greiðslur til samfélagsins eða lausasölu áfengis.

Hið frjálsa flæði í hnotskurn undir verndandi hönd Stóra bróðir Brussel.

 

Það er ekki von þó flokksforystan er komin í Evrópusambandið að öllu nema nafninu til.

Hún berst fyrir því að regluverk Brussel verði íslenskum lögum æðri, löggjafarvald Alþingis þar með óþarft, og hún berst fyrir hliðhollum forseta á Bessastaði.

Forseta sem hægt er að treysta á að komi ekki þjóðinni og sjálfstæði hennar til varnar þegar bókun 35 verður afgreidd frá Alþingi.

 

Það skýrir stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur, þrautreynda í ganga erinda Brussel.

Það skýrir nagið, baktalið og jafnvel beinar árásir skítadreifara flokksins á hendur þeirra fyrrum félaga; Arnari Þóri Jónssyni, hans sök að telja sjálfstæði þjóðarinnar öllu æðra.

Æðra en frami innan flokks sem hefur svikið öll sín helgu vé.

 

Hvar endar þetta??

Látum við bjóða okkur þetta??

 

Er af sem áður var að Sjálfstæðir menn stæðu gegn slíkri aðför að sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðarhag.

Var hugsjónin aldrei dýpri en að grilla á daginn og græða á kvöldin, eða var það öfugt??

 

Vitna í eldri konu sem skrifaði hugvekju í Moggann í dag.

Hugvekju um það sem skipti máli fyrir Sjálfstætt fólk;

"Ég styð og kýs þann fram­bjóðand­ann, sem ég treysti best til að gæta og varðveita lýðveldið, frelsið og full­veldið. Ég kýs Arn­ar Þór Jóns­son fyr­ir landið og þjóðina, lýðveldið, full­veldið og frelsið, og skora á fólk að veita hon­um glæsi­leg­an sig­ur á kjör­dag".

 

Því það er eitthvað sem er þess virði að verja.

Verjum það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Varar við hættu á skattasniðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki ráð að hætta stríða??

 

Það er ekki einleikið hve hlutdrægt hið meinta alþjóðasamfélag er gagnvart átökunum á Gasa. Það er látið eins og aðeins einn aðili sé að berjast við sjálfan sig, hann sé einbeittur í að drepa sína eigin hermenn, og í þeim átökum sprengi hann allt í loft upp hjá saklausum íbúum Gasa strandarinnar.

Eins og slík afstaða hjálpi eitthvað fórnarlömbum þessara stríðsátaka.

 

Þeir sem vilja stöðva þessi átök geta ekki horft framhjá þeirri staðreynd að morðárásir Hamas þann 7. október síðastliðinn voru þess eðlis að ríkisstjórn Ísraels varð að taka það alvarlega að Hamas væri í stríði við ríkið þar til því væri útrýmt, og þá ekki ríkinu sem slíku heldur íbúum þess.

Að einbeitt stefnuyfirlýsing samtakanna þar um væri ekki innantómt orðgjálfur í vinsældarkeppni Íslamista um völd og áhrif, heldur dauðans alvara fyrir Ísrael og íbúa þess.

Og hvað gat ríkisstjórn Ísraels gert annað en að verða fyrri til???, frelsa hið hertekna fólk og útrýma Hamas??

 

Treyst á alþjóðasamfélagið??, var það ekki útséð undir hvaða áhrifavaldi stofnanir Sameinuðu þjóðanna væru þegar sjálfur framkvæmdarstjórinn varði voðaverk Hamas með því að segja að þau hafi ekki sprottið upp úr tómarúmi og náði þar með að réttlæta öll voðaverk sem framin hafa verið í heiminum frá því í árdaga.

Það sprettur nefnilega ekkert upp úr tómarúmi, allt á sér sína forsögu, líka dráp Húta á yfir milljón samlanda sinna í Rúanda eða morð Serba í Sebrenicha.

Það réttlætir samt aldrei voðaverkin og þegar sjálfur framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna fellur í hið siðferðislega hyldýpi að gera slíkt, þá er tekin afstaða, og sú afstaða hefur mótað viðbrögð alþjóðasamfélagsins gegn stríðsátökunum á Gasa, gert það áhrifalaust, því sá sem berst fyrir tilveru sinni hlustar  ekki á þann sem styður andstæðinginn.

Eða halda menn til dæmis að Bandamenn hefðu látið af árásum sínum á Þýskaland þó Goebbel hefði getað virkjað samfélagsmiðla til að birta myndir af brenndum börnum, sundurskotnum húsum og lík ótal óbreyttra borgara???

 

Svarið við þessari spurningu er augljóst og þetta vissu þýskir herforingjar, og þeir vissu líka að það þyrfti 2 til að berjast, og fyrst að Bandamenn vildu ekkert annað en uppgjöf nasista, líkt og Ísraelar vilja með uppgjöf Hamas, þá ákváðu þeir að reyna að binda enda á stríðið með því að drepa Hitler og gerðu ítrekaðar tilraunir til þess.

Það mistókst og þess vegna þjáðist þýska þjóðin miklu lengur en þörf var á og þjáningum hennar lauk ekki fyrr en með falli Berlínar og Hitlers, þá gafst Þýskaland upp og manndrápunum linnti.

 

Annar lærdómur úr Seinna stríði er sá að þeir sem vörðu ekki borgir sínar héldu þeim óskemmdum, lærdómur sem hinum meðvirka stuðningsfólki morðingja Hamas er ómögulegt að skilja.

Það væri ekkert mannfall á Gasa, það væri ekki allt í rúst á Gasa, ef Hamasliðar hefðu drattast eftir jarðgöngum sínum og leitað hælis í Egyptalandi, því það þarf 2 til að berjast líkt og þýskir herforingjar gerðu sér grein fyrir.

Mannfall og eyðilegging vegna innrása er alltaf vegna þess að það er barist við innrásarliðið, það deyr fólk í Úkraínu vegna þess að heimamenn eru að berjast við Rússa.  Það féll enginn í Danmörku fyrir utan þann eina Dana sem fékk hjartaáfall við að sjá þýsku skriðdrekana þjóta framhjá, vegna þess að Danir reyndu ekki að berjast við ofureflið.  París brann ekki því Frakkar vörðu hana ekki, loftárásirnar á Antwerpen hættu um leið og belgíski herinn hætti að berjast, og svo framvegis.

Þetta er raunveruleiki stríða og það er ekki hægt að rífast við hann, því menn rífast ekki við raunveruleikann.

 

Samt rífst stuðningsfólk voðaverka Hamas við þennan raunveruleik út í eitt.

Það eru fáir eftir sem þora að standa í hárinu á þeirri meðvirkni sem hefur grafið um sig í Evrópu og felst í að styðja morðingja sem hafa það líka á stefnuskrá sinni að drepa okkur hin, eins og Bjarni Ben gerði í fjölmiðlaviðtali í gær, og benti á skýringu þess að árásin á Rafah kom beint í kjölfarið á eldflaugaárás Hamas á Tel Aviv.

Forheimskan bendir nefnilega á afleiðingarnar en hundsar orsökina og er þar með meðvirk með hinum endalausum átökum sem virðast hafa fáan annan tilgang en að drepa fólk.

Á meðan heggur enginn á hnútinn.

 

Grátlegra en tárum tekur.

Öll líkin á Gasa hefðu aldrei orðið ef Hamas hefði ekki veðjað á þessa forheimsku og haft rétt fyrir sér.

Og Hamas berst á meðan hún getur treyst á hana, leiðtogum Hamas er nákvæmlega sama um þjáningar þjóðar sinnar.

 

Hvernig er þá þessi vítahringur rofinn?

Forheimskan á sér engin takmörk, hlustið bara á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu í sjónvarpinu í gær, í innihaldslausu blaðri virðist hún ekki gera sér grein fyrir að hún og hennar líkar hafa hoppað uppá morðingjavagn Hamas, þökk sé leyndarþræðinum frá Persafóla sem hefur fjármagnað óöldina í hinum gamla heimi alla þessa öld.

En hún á ekki að stjórna Ísrael eða Bandaríkjamönnum.

Þar á skynsemin að taka völdin og höggva á hnútinn.

 

Frekari átök eru aðeins í þágu Hamas, þar grenja menn ekki yfir að deyja sem píslarvottar, vita að fyrir hvern meintan píslarvott spretta upp hundrað stríðsmenn.

Þar grenja menn ekki yfir þjáningum þjóðar sinnar ef þær þjáningar tryggja samtökunum sigur í áróðursstríðinu sem háð hefur verið frá 7. október.

Það eina sem þeir óttast er réttlát reiði íbúa Gasa, að liðsmönnum samtakanna verði ókleyft að skríða uppúr holum sínum og taka aftur upp ógnarstjórn sína þar sem frá var horfið.

Og skynsamt fólk lætur þá feisa þá reiði.

 

Það á að hætta að stríða.

Þessum manndrápum þarf að linna þó fyrr hefði verið.

Ísraelsmenn eiga, og Bandaríkjamenn eiga að sjá til þess, að bjóða vopnahlé gegn frelsun gísla og í því vopnahléi á að felast að þeir dragi herlið sitt til baka frá Gasaströndinni.

Láta svo íbúana um restina.

 

Þetta sjá allir nema öfgamenn, og öfgamenn eiga ekki að stjórna.

Þeir eru alltaf ávísun á auðn og dauða.

Það verður að enda þessi átök sem áttu aldrei að byrja.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is Vara við auknu mannfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband