Sjálfstæðisbaráttan hin síðari.

 

Það var hrollvekjandi að hlusta á viðtal við lektor við HR í sjónvarpsfréttunum í gær þar sem hann gaf álit sitt á lögmæti sniðgöngunnar að selja áfengi í búðum undir yfirskini erlends dótturfélags.

Einhver hefði haldið að maðurinn gæti sagt annað hvort Já eða Nei, og vísað í lög máli sínu til stuðnings.

Svona einhver sem tryði því að þjóðin vær sjálfstæð og réði sjálf sínum lögum og reglum.

 

En svar lektorsins var ekki svo einfalt og hann vísaði ekki í skýra íslenska löggjöf sem bannar smásölu áfengis fyrir utan verslanir ÁTVR.

Það var EES samningurinn sem skipti máli í þessu sambandi, ekki hin skýra íslenska löggjöf.

Og þar sem EES samningurinn er svo snúinn og margþættur, að hann sem lektor í lögum hefði ekki hugmynd um hvað hann segði um þessa áfengissölu, að þá yrði að fá ráðgjafandi álit EFTA dómsstólsins hvort íslensk lög giltu í landinu eða hvort EES samningurinn stjórnaði áfengisstefnu stjórnvalda.

 

Hvort átti maður að hlæja eða gráta, eða gnísta tönnum og brýna sverð??

Hvernig er komið fyrir sjálfstæði þjóðarinnar þegar umræðan er á þessum nótum, að það er ESA og EFTA síðasta orðið um íslenska löggjöf.

Og íslensk lög fái aðeins náðarsamlega að standa ef þau eru þýðing á regluverki Brussel, annars setji viðkomandi stofnanir landið í skammarkrókinn.

 

Brýning sverða varð ofaná og þessi pistill í kjölfarið.

Því forsetakosningarnar snúast aðeins um eitt, hvort maður láti bjóða sér þessa yfirtöku erlends valds á lögum og reglum þjóðarinnar, eða maður spyrni við fótum.

Eða maður spyrni við fótum og kjósi gegn valdaelítunni sem er að færa Brussel landið á silfurfati, án þess að þjóðin hafi nokkuð hafi verið spurð um það valdaafsal.

Brýni sverðið og standi vörð um stjórnarskrána sem er afrakstur áratuga sjálfstæðisbaráttu genginna kynslóða.

 

Munum að það er núverandi ríkisstjórn sem er endanlega að ganga frá valdaafsalinu og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem leiðir málið, vanvirðir þar með rætur sínar, uppruna og stefnu í tæp 100 ár.

Það er ráðherra flokksins sem lýgur því að þjóðinni að vatn renni uppá móti, svart sé hvítt og afsal löggjafarvaldsins til Brussel brjóti ekki gegn stjórnarskrá sjálfstæðar þjóðar.

"Var það mat helstu sérfræðinga að frumvarpið væri innan marka stjórnarskrár" svo ég vitni í gamalkunnugan frasa á vef Stjórnarráðsins, las hann fyrst í ICEsave deilunni þegar íslensk stjórnvöld gengu erinda breta og Hollendinga í fjárkúgun þeirra á hendur íslensku þjóðinni.

Það er nefnilega þetta mat helstu sérfræðinga sem á að kveikja á öllum aðvörunarbjöllum því það mat gegnir sama hlutverki og nefið á Gosa.

Afhjúpar lygi og fals.

 

Í komandi forsetakosningum er einn maður sem stendur keikur gegn þessu valdaafsali, og hefur styrk og þekkingu til að berjast gegn því.

Síðan er hann mjög óvenjuleg manngerð, fórnaði frama fyrir sannfæringu, þó hann vissi að það myndi kosta hann ævilangt baktal og baknag varðhunda Flokksins.

Í þessu liggur sérstaða Arnars Þórs Jónssonar, hann syndir gegn straumnum á meðan aðrir frambjóðendur synda með.

Án þess að ég sé nokkuð að gera lítið úr mannkostum þeirra og hæfileikum, allflest þeirra eiga fullt erindi á Bessastaði, þá er þarna heljargjá á milli í máli sem skiptir öllu fyrir framtíð þjóðar okkar.

Að við kjósum mann á Bessastaði sem er tilbúinn að taka slaginn við valdaelítuna þegar hún formlega ætlar að afhenda Brussel sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Þetta er eitthvað sem við sjálfstætt fólk þurfum að skilja.

Að það er Ögurstund og við kjósum ekki eftir óttanum, vananum, gegn einhverjum, eða öðru sem fær okkur til að hundsa hina innri rödd sem segir okkur að kjósa eftir sannfæringu okkar og trú.

Þá verða atkvæði Arnars miklu fleiri en spáð er, og rödd hans verður ekki hægt að hundsa.

 

Það þarf nefnilega að brýna sverðin, og verja það sem okkur er kærast.

Landið okkar, þjóð okkar, sjálfstæði okkar.

Menninguna, þjóðararfinn, tunguna.

Allt það sem gerir okkur að því sem við erum í dag.

 

Þessu líkur ekki á laugardaginn.

Það er löng barátta framundan.

 

En hefjum hana.

Hefjum hana með reisn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo sæt.

 

Er megin stef kosningabaráttu Höllu Hrundar.

Sem hún er, um það þarf ekki að rífast.

 

Ég er svo ung er annað stef, og  um það er ekki heldur deilt.

Og óspilt, en um það má efast.

 

Fyrir utanaðkomandi, sem fellur ekki fyrir þeirri ímyndunarsmíð sem einhver hæfur auglýsingamaður hefur hannað um framboð Höllu Hrundar, blasir við að Halla Hrund hefur í þessari kosningabaráttu umgengist Orkustofnun sem eitthvert einkafyrirtæki, sem hún ráði og megi ráðstafa gögnum og gæðum hennar í kosningarbaráttu sinni.

Starfsmenn sem óvart gleymdist að taka af launum þegar einhentu sér í að vinna fyrir framboð Höllu Hrundar.

Vinir sem fengu verkefni hjá Orkustofnun, örugglega hæfastir en þar með komin vanhæfni við að vinna fyrir framboð hennar.

Og núna myndband sem Orkustofnun var búin að greiða fyrir.

 

Myndbandið sem slíkt getur verið mistök, en hinar loðnu útskýringar kosningateymis Höllu eru ekki mistök.

Í stað þess að segja satt og biðjast afsökunar á mistökunum því að mörgu er að hyggja í svona kosningaspretti og því getur alltaf eitthvað misfarist, þá er grafin einhver þekkt spillingargröf, ekki kannast við neitt, boðið uppá skýringu sem treyst er á að ekki sé hægt að sannreyna.

 

Þetta segir svo margt þegar eitthvað er hannað af auglýsingastofu.

Það er eins og ímyndin komi raunveruleikanum ekkert við, og því megi svo margt sem annars væri ekki gert í raunveruleikanum.

 

En látum það vera, miklu fróðlegra væri að vita hvað býr að baki ímyndinni??

Af hverju var Halla Hrund látin bjóða sig fram, kornung manneskjan með framtíðina fyrir sér??

Og fyrir hvað??

 

En hún er sæt, um það er ekki deilt.

Kveðja að austan.


mbl.is Kveðst engar kvittanir hafa fengið frá Höllu Hrund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband