24.5.2024 | 17:42
Íslamistar sem drepa konur án slæða.
Bókstaflega, fyrir þann eina glæp að neita þeirri djúpstæðri kvennakúgun að konur skuli hylja hár sitt, ná að stjórna umræðu um næsta forseta þjóðarinnar.
Gleymum því ekki að Guðni hóf feril sinn með því að svíkja íslensku þjóðina í ICEave, gangandi erinda þess agnarsmá örminnihluta sem auðþjófar og auðræningjar okkar eru.
Ég hef sagt sjálfum mér og öðrum að bjáninn Guðni hafi þroskast, og hann, eins og hann er, ágætis forseti.
Svo ákvað Guðni að senda samúðarkveðjur til þeirra Íslamista sem drepa konur fyrir þann eina glæp, að bera ekki kúgunartækið, slæðuna á réttan hátt.
Þar með berstrípaður ræfill sem hefði aldrei átt að bjóða sig fram, ennþá allavega er kvennakúgun ekki gildi sem íslensk þjóð, það er restin af okkur, og þá rest allavega svívirti Guðni.
Svona fyrir utan öll fórnarlömb Íslamista.
En ræfillinn Guðni á sér ræflabræður sem og systur, afhjúpun Spursmála Mbl.is, sem ég saklausi sveitamaðurinn átti aldrei von á; Halla Tómasdóttir getur ekki staðið með kynsystrum sínum í Íran, þó maður ætlist ekki til þess að hún standi gegn innfluttri kvennakúgun Samtakanna Ísland-Palestína.
Aumari getur engin kona orðið, nema blind metorðagirnd liggi að baki.
Og aumingja, aumingja þeir sem halda að atkvæði sitt gegn stjórnmálum eigi að falla með þeim formanni Viðskiptaráðs sem gekk í takt með Hrunadansi útrásarvíkinganna.
Í raun kallast aumur á við aumingja.
Svívirðan er samt að geta ekki staðið með kynsystrum sínum gegn miðaldakúgun Íslamista.
Guðni er ræfill, höfum það á hreinu, en þetta er miklu verra en það.
Svo slæmt að það er móðgun við sál og sið þjóðar okkar, atkvæði sem Halla Tómasdóttir fær.
Afhjúpar innihaldsleysi þjóðar sem vanvirðir sín eigin gildi, upphefur fólk sem styður voðaverk og kvennakúgun miðaldaöfgamanna.
Að samúð eigi að senda til morðingja, viðbjóðslegra morðingja.
Við látum bjóða okkur þetta.
Svívirðum þar um leið gildi áa okkar sem við fengum í arf.
Takturinn líklegast sleginn með þeim viðbjóði sem knýr áfram stuðning fréttastofu Ríkisútvarpsins með voðaverkum Hamas.
Samt eru mörk sem á ekki að fara yfir.
Til dæmis alla daga, alla nætur.
Þá fordæmir heilbrigt fólk voðaverk Íslamistanna í Íran.
Eðli málsins vegna þá fögnum við ekki dauða þeirra, en við vottum morðingjunum ekki samúðarkveðjur.
Ekki frekar en Sveinn Björnsson vottaði þýsku þjóðinni samúð Íslendinga með fráfall Hitlers.
Halla fékk spurningu, og hún klúðraði mennskunni.
Maður vottar ekki þeim samúð sem drepa konur án slæðu.
Maður fordæmir þá.
Kveðja að austan.
Myndi Halla senda Írönum samúðarkveðjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 24. maí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar