Baldur hommi.

 

Hefði einu sinni verið hrópað og híað í mínu ungdæmi og örugglega fyrr.

En síðan eru liðin fjöldamörg ár eins og segir í textanum og samfélagið er ekki eins einsleitt og það var og á ekki að vera eins fordómafullt.

 

Kynhneigð fólks á ekki að vera í umræðunni árið 2024 þegar fólk bíður sig fram til opinbera embætta.

Svo einfalt er það.

 

Allir sem sáu sjónvarpskappræðurnar sáu mjög frambærilegan frambjóðanda, mann sem kom vel fyrir, réði bæði við húmor og alvöru.

Og fólkið sem kýs hann, kýs hann út af verðleikum hans, engu öðru.

 

Þeir sem kjósa hann ekki, og nota til dæmis kynhneigð hans sem rök, gera það þá, en rök þeirra eru ekki tæk í opinberri umræðu.

Þess vegna spyr ég mig oft á hvaða vegferð spyrlar Spursmála eru, en kannski er hugmyndafræði þeirra að opinbera þessa homma umræðu til að stinga á kýli hennar.

Ef svo er þá eiga þeir heiðurinn, ef ekki þá eiga þeir að skammast sín.

 

Ég er of heiðarlegur til að ljúga sagði Baldur, og ósjálfrátt sá ég fyrir mér annan mann á öðrum tíma, sem mætti illa rakaður fyrir framan sjónvarpsvélarnar og sagði; "I´m not a crook".

En ég er eins og ég er, með fjörugt ímyndunarafl og hef gaman af Star Trek.

Fólk ræður hvort það tekur skýringar Baldurs trúanlegar, það sem mælir með því er að þær eru alltof klaufalegar fyrir kaldrifjaðan pólitíkus eða mann lærðan í fræðunum.

 

Mitt er ekki matið, ég kýs út frá því sem menn eru í dag, og hvernig ég sé þá fyrir mér í þessum embætti.

Og ég hygg að flestir geri svo.

 

Hins vegar er viss eftirsjá eftir því hrekkleysi æskunnar að mega kalla menn homma þegar maður var að bölsóttast út af einhverju, þeir héldu til dæmis með City en ekki United.

Hommi og kommi, þetta voru uppáhalds skammaryrðin þegar maður reyndi að sleppa því að blóta, í dag má ekki segja hommi og krakkarnir skilja mann hreinlega ekki þegar maður segir kommi.

Því komminn er dauður, blessuð sé minning hans.

 

Þess vegna naut ég þess að nota homma orðið í fyrirsögninni, það er rökrétt út frá efni fréttarinnar.

En ég nota það í jákvæðri merkingu.

 

Baldur á allan heiðurinn að fara fram þó hann vissi að kynhneigð hans yrði dregin inní umræðuna, og það á neikvæðan hátt.

Það þarf alltaf múrbrjóta til að brjóta niður múrveggi forneskjunnar.

 

Baldur er hommi en ekki kommi og megi honum ganga sem best á sínum forsendum.

Svo er náttúrulega Felix flottur en það væri mikil synd að missa hann úr útvarpinu.

Það er samt ekki þess vegna sem ég kýs hann ekki, og það hefur heldur ekkert með meint minnisleysi að gera.

 

Arnar Jónsson reis upp til varnar fjöreggi þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og framtíð þó það kostaði hann kárínur Brussel blokkarinnar.

Tók sannfæringu fram yfir frama.

Það er bara svoleiðis og þess vegna fær hann mitt atkvæði.

 

Ég spái því hins vegar að Katrín Jakobsdóttir verði forseti og tel hana mjög hæfa til að starfa á Bessastöðum.

Sama gildir um Baldur og fleiri, en ekki alla.

 

Í því liggur fegurð þessara kosninga.

Njótum hennar.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég er einfaldlega of heiðarlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband