Segir Halla Hrund og telur sig vera lýsa sínu eigin forsetaframboði.
Svo ég vitni aftur í hana; "sannarlega að bjóða mig fram sem fulltrúa almennings í landinu".
Og án þess að ég sé að vísa í Marbendil þá skellihló ég þegar ég las þetta, því ef Halla Hrund meinti orð af því sem hún segði, þá er hún bókstaflega að biðja fólk um að kjósa sig ekki.
Vissulega er Halla Hrund að beina spjótum æsku sinnar að Höllu Tómasdóttir, sem er með bein tengsl við fjármálakerfið, og Katrínu Jakobsdóttir sem er sannarlega geirnegld valdaöflum landsins, allt í anda systrasamfélagsins sem kennir valdabrölt og valdabaráttu við karllægt samfélag.
En hvaða heilvita manneskju dettur í hug að Halla Hrund væri orkumálastjóri ef hún væri ekki beintengd??
Skipan hennar afhjúpar meir að segja fals Sjálfstæðisflokksins, eða allavega varaformanns flokksins um að eitt séu orð um orkuöflun, annað að skipa einstakling sem orkumálastjóra sem telur sitt helsta hlutverk að tefja, flækjast fyrir, sem hlekkur gegn frekari orkuöflun þjóðarinnar.
Skipan hennar var allavega ekki bræðralag ljóskunnar, og þá vísa ég í orðræðu Höllu Hrundar, því Þórdís Kolbrún er dökkhærð, hún er ekki Áslaug eitthvað.
Svo maður þýði orð Höllu Hrundar yfir á mál almennings sem hún segist fulltrúi fyrir, þá er hún í hreinskilni sinni að biðja þann sama almenning að kjósa hana ekki.
Almenningur eigi ekki að kjósa beintengt fólk.
Og ef þá ekki hana, nöfnu hennar Tómasdóttur, eða Katrínu, þá eru fáir þungavigtar frambjóðendur eftir.
Án þess að Halla Hrund nafngreinir þá, þá dettur mér einna helst í hug að hún sé að biðja fólk um að kjósa Gnarrinn, því hann er eins og hann er, vonlaust að tengja hann þó vissulega hafi stjórnmálamenn í vasa bresku fjárkúgarana og/eða innlendu og erlendu hrægammana notað Jón Gnarr á sínum tíma, en Gnarinn var saklaus hvað það varðar, hann vissi einfaldlega ekki að hann væri misnotaður.
Í dag er framboð hans alveg laust við slíka misnotkun eða tengingar.
Hugsanlega er Halla líka að vísa í Baldur, sem ég hélt að væri fulltrúi þessara afla, alveg þar til ég áttaði mig á tilurð framboðs Höllu Hrundar, en fortíð Baldurs er ekki flekklaus, þó Baldur sé flekklaus í dag.
Og á flottasta makann.
Að öðrum ólöstuðum.
Skiptir svo engu máli hvern eða hverja Halla Hrund er að biðja fólk að kjósa.
Aðalatriðið er að hún segir; ekki mig, ekki mig.
Sjaldgæf einlægni sem ber að virða.
Við hin látum ekki segja okkur hvern við ætlum að kjósa.
Við kjósum þann sem við teljum réttast að kjósa.
Og örugglega munu margir ekki láta Höllu Hrund segja sér fyrir verkum og kjósa hana engu að síður.
Því þannig eru kosningar.
Við kjósum á okkar forsendum en ekki annarra.
Í því liggur fegurð þeirra.
Kveðja að austan.
Ákall eftir forseta án tengsla við valdöfl og fjármálakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. maí 2024
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar